Helena og Kristófer valin best annað tímabilið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 12:45 Kristófer Acox og Helena Sverrisdóttir. Vísir/HBG Íslandsmeistararnir Kristófer Acox hjá KR og Helena Sverrisdóttir hjá Val voru í dag valin bestu leikmenn Domino´s deildar karla og kvenna en þetta er annað árið í röð sem þau fá þessi verðlaun. Helena jafnaði met. Hilmar Smári Henningsson úr Haukum og Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík voru valin bestu ungu leikmennirnir en Birna var að fá þau verðlaun í annað skiptið. Bestu þjálfararnir voru Borche Ilievski hjá ÍR og Benedikt Guðmundsson hjá KR en Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn í Domino´s deildunum. Benedikt fékk líka þessi sömu verðlaun þegar hann þjálfaði síðast í deildinni tímabilið 2009-10. Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn fimmta árið í röð og alls í þrettánda sinn frá árinu 2005. Bestu varnarmenn tímabilsins voru Stjörnufólkið Auður Íris Ólafsdóttir og Ægir Þór Steinarsson en Ægir var einnig kosinn prúðasti leikmaður deildarinnar. Haukakonan Þóra Kristín Jónsdóttir var prúðust hjá konunum. Bestu erlendu leikmenn tímabilsins voru Julian Boyd hjá KR og Brittanny Dinkins hjá Keflavík. Kristófer Acox er aðeins sá þriðji í sögunni sem nær að vera bestur í úrvalsdeild karla tvö tímabil í röð en hinir eru þeir Pálmar Sigurðsson (1986 og 1987) og Valur Ingimundarson (1984 og 1985). Helena Sverrisdóttir jafnaði líka met Önnu Maríu Sveinsdóttur með því að vera kosin best í sjötta sinn á ferlinum en hún fékk einnig verðlaunin árin 2005, 2006, 2007, 2016 og 2018. Annar María var þrisvar sinnum kosin best tvö ár í röð eða árin 1988-89, 1995-96 og 1998-99. Valur vann þrefalt í vetur eða alla titla í boði en Helena er samt bara eini Valsarinn sem fékk verðlaun á þessu lokahófi. Valur átti aðeins Helenu í úrvalsliði tímabilsins. Íslandsmeistarar KR áttu líka aðeins einn leikmann í úrvalsliðinu. Hlynur Bæringsson var valinn í úrvalsliðið í tíunda sinn á ferlinum og Bryndís Guðmundsdóttir var valin í áttunda skiptið í lið ársins hjá konunum. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á lokahófi KKÍ í dag. Þjálfari, fyrirliði og formaður hvers félags höfðu atkvæðarétt að þessu sinni.Domino’s-DEILD KVENNA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Auður Íris Ólafsdóttir · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Birna Valgerður Benónýsdóttir · KeflavíkPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (valið af dómurum) Þóra Kristín Jónsdóttir · HaukarBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Brittanny Dinkins · Keflavík BESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Benedikt Guðmundsson · KRÚRVALSLIÐ Domino’s-DEILDAR KVENNA 2018-2019 Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (2. sinn, 2018) Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell (2. sinn, 2016) Helena Sverrisdóttir · Valur (6. sinn, 2018, 2016, 2007, 2006, 2005) Bríet Sif Hinriksdóttir · Stjarnan (1. sinn) Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík (8. sinn, 2016, 2015, 2014, 2013, 2011, 2007, 2005) BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Helena Sverrisdóttir · ValurDomino’s-DEILD KARLA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Hilmar Smári Henningsson · HaukarPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (valið af dómurum) Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Julian Boyd · KRBESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar karla 2018-2019 Borche Ilievski · ÍR ÚRVALSLIÐ Domino’s DEILDAR KARLA 2018-2019 Matthías Orri Sigurðarson · ÍR (2. sinn, 2017) Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (1. sinn) Kristófer Acox · KR (2. sinn, 2018) Hlynur Bæringsson · Stjarnan (10. sinn, 2018, 2017, 2010, 2008, 2007, 2005, 2004, 2003, 2002) Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR (5. sinn, 2013, 2012, 2011, 2009)BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Kristófer Acox · KRBESTI DÓMARI Domino’s deilda karla og kvenna 2018-2019 (Báðar deildir) Sigmundur Már Herbertsson1. deild kvenna 2018-19 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Vilborg Jónsdóttir · NjarðvíkBesti erlendi leikmaður ársins Tessondra Williams · Tindastóll Þjálfari ársins Jóhann Árni Ólafsson · GrindavíkÚrvalslið 1. deildar kvenna 2018-2019 Kamilla Sól Viktorsdóttir · Njarðvík Hrund Skúladóttir · Grindavík Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Þór Akureyri Rut Herner Konráðsdóttir · Þór Akureyri Hulda Ósk Bergsteinsdóttir · Fjölnir Leikmaður ársins í 1. deild kvenna 2018-2019 Hrund Skúladóttir · Grindavík1. deild karla 2018-19- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Besti erlendi leikmaður ársins Larry Thomas · Þór AkureyriÞjálfari ársins Lárus Jónsson · Þór AkureyriÚrvalslið 1. deildar karla 2018-2019 Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Róbert Sigurðsson · Fjölnir Eysteinn Ævarsson · Höttur Snjólfur Marel Stefánsson · Selfoss Pálmi Geir Jónsson · Þór Akureyri Leikmaður ársins í 1. deild karla 2018-2019 Róbert Sigurðsson · Fjölnir Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Íslandsmeistararnir Kristófer Acox hjá KR og Helena Sverrisdóttir hjá Val voru í dag valin bestu leikmenn Domino´s deildar karla og kvenna en þetta er annað árið í röð sem þau fá þessi verðlaun. Helena jafnaði met. Hilmar Smári Henningsson úr Haukum og Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík voru valin bestu ungu leikmennirnir en Birna var að fá þau verðlaun í annað skiptið. Bestu þjálfararnir voru Borche Ilievski hjá ÍR og Benedikt Guðmundsson hjá KR en Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn í Domino´s deildunum. Benedikt fékk líka þessi sömu verðlaun þegar hann þjálfaði síðast í deildinni tímabilið 2009-10. Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn fimmta árið í röð og alls í þrettánda sinn frá árinu 2005. Bestu varnarmenn tímabilsins voru Stjörnufólkið Auður Íris Ólafsdóttir og Ægir Þór Steinarsson en Ægir var einnig kosinn prúðasti leikmaður deildarinnar. Haukakonan Þóra Kristín Jónsdóttir var prúðust hjá konunum. Bestu erlendu leikmenn tímabilsins voru Julian Boyd hjá KR og Brittanny Dinkins hjá Keflavík. Kristófer Acox er aðeins sá þriðji í sögunni sem nær að vera bestur í úrvalsdeild karla tvö tímabil í röð en hinir eru þeir Pálmar Sigurðsson (1986 og 1987) og Valur Ingimundarson (1984 og 1985). Helena Sverrisdóttir jafnaði líka met Önnu Maríu Sveinsdóttur með því að vera kosin best í sjötta sinn á ferlinum en hún fékk einnig verðlaunin árin 2005, 2006, 2007, 2016 og 2018. Annar María var þrisvar sinnum kosin best tvö ár í röð eða árin 1988-89, 1995-96 og 1998-99. Valur vann þrefalt í vetur eða alla titla í boði en Helena er samt bara eini Valsarinn sem fékk verðlaun á þessu lokahófi. Valur átti aðeins Helenu í úrvalsliði tímabilsins. Íslandsmeistarar KR áttu líka aðeins einn leikmann í úrvalsliðinu. Hlynur Bæringsson var valinn í úrvalsliðið í tíunda sinn á ferlinum og Bryndís Guðmundsdóttir var valin í áttunda skiptið í lið ársins hjá konunum. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á lokahófi KKÍ í dag. Þjálfari, fyrirliði og formaður hvers félags höfðu atkvæðarétt að þessu sinni.Domino’s-DEILD KVENNA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Auður Íris Ólafsdóttir · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Birna Valgerður Benónýsdóttir · KeflavíkPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (valið af dómurum) Þóra Kristín Jónsdóttir · HaukarBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Brittanny Dinkins · Keflavík BESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Benedikt Guðmundsson · KRÚRVALSLIÐ Domino’s-DEILDAR KVENNA 2018-2019 Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (2. sinn, 2018) Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell (2. sinn, 2016) Helena Sverrisdóttir · Valur (6. sinn, 2018, 2016, 2007, 2006, 2005) Bríet Sif Hinriksdóttir · Stjarnan (1. sinn) Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík (8. sinn, 2016, 2015, 2014, 2013, 2011, 2007, 2005) BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Helena Sverrisdóttir · ValurDomino’s-DEILD KARLA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Hilmar Smári Henningsson · HaukarPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (valið af dómurum) Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Julian Boyd · KRBESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar karla 2018-2019 Borche Ilievski · ÍR ÚRVALSLIÐ Domino’s DEILDAR KARLA 2018-2019 Matthías Orri Sigurðarson · ÍR (2. sinn, 2017) Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (1. sinn) Kristófer Acox · KR (2. sinn, 2018) Hlynur Bæringsson · Stjarnan (10. sinn, 2018, 2017, 2010, 2008, 2007, 2005, 2004, 2003, 2002) Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR (5. sinn, 2013, 2012, 2011, 2009)BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Kristófer Acox · KRBESTI DÓMARI Domino’s deilda karla og kvenna 2018-2019 (Báðar deildir) Sigmundur Már Herbertsson1. deild kvenna 2018-19 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Vilborg Jónsdóttir · NjarðvíkBesti erlendi leikmaður ársins Tessondra Williams · Tindastóll Þjálfari ársins Jóhann Árni Ólafsson · GrindavíkÚrvalslið 1. deildar kvenna 2018-2019 Kamilla Sól Viktorsdóttir · Njarðvík Hrund Skúladóttir · Grindavík Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Þór Akureyri Rut Herner Konráðsdóttir · Þór Akureyri Hulda Ósk Bergsteinsdóttir · Fjölnir Leikmaður ársins í 1. deild kvenna 2018-2019 Hrund Skúladóttir · Grindavík1. deild karla 2018-19- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Besti erlendi leikmaður ársins Larry Thomas · Þór AkureyriÞjálfari ársins Lárus Jónsson · Þór AkureyriÚrvalslið 1. deildar karla 2018-2019 Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Róbert Sigurðsson · Fjölnir Eysteinn Ævarsson · Höttur Snjólfur Marel Stefánsson · Selfoss Pálmi Geir Jónsson · Þór Akureyri Leikmaður ársins í 1. deild karla 2018-2019 Róbert Sigurðsson · Fjölnir
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit