Einn af stofnendum Facebook segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 11:00 Mark Zuckerberg og Chris Hughes á háskólasvæði Harvard í árdaga Facebook. vísir/getty Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. Þetta kemur fram í ítarlegri skoðanagrein Hughes á vef New York Times þar sem hann fjallar um þróun Facebook síðustu 15 ár í samhengi við þróun samfélagsmiðla almennt og skort á samkeppni á þeim markaði. Hughes bendir á að þrátt fyrir marga og alvarlega vankanta sem komið hafi í ljós á síðustu árum, til dæmis hvað varðar öryggi og gagnaöflun, þá sé afar erfitt fyrir notendur að yfirgefa Facebook því það sé í raun enginn annar samfélagsmiðill sem fólk getur farið á í staðinn sem virkar eins.Zuckerberg með meiri völd en nokkur annar Að mati Hughes, sem sjálfur seldi hlut sinn í Facebook 2012 og kveðst ekki eiga hlut í samfélagsmiðli í dag, eru völd Mark Zuckerberg gífurleg og mun meiri en nokkurs annars einstaklings í bandarísku samfélagi, hvort sem er í einkageiranum eða í stjórnmálum. Hann stjórni í raun þremur risastórum skilaboðaþjónustum, Facebook, Instagram og WhatsApp. Hughes segir að stjórn Facebook sé í raun meira eins og ráðgjafanefnd í stað stjórnar í fyrirtæki sem getur tekið ákvarðanir þar sem Zuckerberg haldi á 60 prósent atkvæðisréttar sem er langt umfram hlutfjáreign hans í fyrirtækinu. Þetta helgast af því að í samþykktum Facebook er hann með rýmri atkvæðisrétt en aðrir hluthafar. Zuckerberg getur því einn og óstuddur ákveðið hvernig breyta eigi algóriþmanum á Facebook sem stjórnar því hvað fólk sér á fréttaveitunni sinni, hvaða öryggisstillingar fólk notar og jafnvel hvaða skilaboð komast til skila í gegnum Messenger.Spáðu ekki í hvaða áhrif algóriþminn gæti haft „Mark er góð og ljúf manneskja. En ég er reiður vegna þess að fókus hans á vöxt Facebook leiddi til þess að öryggi og hæversku var fórnað fyrir smelli. Ég er líka vonsvikinn með sjálfan mig og okkur sem unnum í fyrsta Facebook-teyminu að hugsa ekki nógu mikið um það hvernig algóriþminn á fréttaveitunni getur breytt menningu okkar, haft áhrif á kosningar og veitt þjóðernissinnuðum leiðtogum aukinn kraft. Ég hef áhyggjur af því að Mark hafi sett eintóma já-menn í kringum sig í staðinn fyrir einstaklinga sem ögra honum,“ segir Hughes í grein sinni. Hann segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum verði að láta Zuckerberg sæta ábyrgð. Bandarískir stjórnmálamenn hafi í of langan tíma dásamað ótrúlegan vöxt Facebook og um leið litið fram hjá þeirri ábyrgð sem hvílir á þeim að vernda bandarískan almenning og tryggja samkeppni á markaði. „Við erum þjóð sem höfum í gegnum söguna haft stjórn á einokunarfyrirtækjum, burtséð frá góðum fyrirætlunum forstjóra þessara fyrirtækja. Mikið vald Mark er einsdæmi í sögunni og ó-amerískt. Það er tími til kominn að leysa upp Facebook. Við höfum nú þegar tækin til þess að gera það. Svo virðist sem við höfum bara gleymt þeim,“ segir Hughes.Stærstu mistökin að leyfa yfirtökur á Whatsapp og Instagram Að hans mati eru tveir þættir lykilatriði í því að brjóta upp Facebook. Annars vegar þarf að láta Facebook draga til baka yfirtökurnar á Instagram og WhatsApp en að mati Hughes að stærstu mistök stjórnvald að leyfa Zuckerberg að kaupa þau fyrirtæki árið 2012. Hins vegar þurfi að koma á fót nýrri stofnun sem hafi eftirlit með tæknifyrirtækjum. Megináherslan þar ætti að vera á að vernda einkalíf borgaranna. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. 25. janúar 2019 16:10 Zuckerberg leggur áherslu á öryggi gagna með nýrri uppfærslu Stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlarisans Facebook kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. 1. maí 2019 10:00 Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. Þetta kemur fram í ítarlegri skoðanagrein Hughes á vef New York Times þar sem hann fjallar um þróun Facebook síðustu 15 ár í samhengi við þróun samfélagsmiðla almennt og skort á samkeppni á þeim markaði. Hughes bendir á að þrátt fyrir marga og alvarlega vankanta sem komið hafi í ljós á síðustu árum, til dæmis hvað varðar öryggi og gagnaöflun, þá sé afar erfitt fyrir notendur að yfirgefa Facebook því það sé í raun enginn annar samfélagsmiðill sem fólk getur farið á í staðinn sem virkar eins.Zuckerberg með meiri völd en nokkur annar Að mati Hughes, sem sjálfur seldi hlut sinn í Facebook 2012 og kveðst ekki eiga hlut í samfélagsmiðli í dag, eru völd Mark Zuckerberg gífurleg og mun meiri en nokkurs annars einstaklings í bandarísku samfélagi, hvort sem er í einkageiranum eða í stjórnmálum. Hann stjórni í raun þremur risastórum skilaboðaþjónustum, Facebook, Instagram og WhatsApp. Hughes segir að stjórn Facebook sé í raun meira eins og ráðgjafanefnd í stað stjórnar í fyrirtæki sem getur tekið ákvarðanir þar sem Zuckerberg haldi á 60 prósent atkvæðisréttar sem er langt umfram hlutfjáreign hans í fyrirtækinu. Þetta helgast af því að í samþykktum Facebook er hann með rýmri atkvæðisrétt en aðrir hluthafar. Zuckerberg getur því einn og óstuddur ákveðið hvernig breyta eigi algóriþmanum á Facebook sem stjórnar því hvað fólk sér á fréttaveitunni sinni, hvaða öryggisstillingar fólk notar og jafnvel hvaða skilaboð komast til skila í gegnum Messenger.Spáðu ekki í hvaða áhrif algóriþminn gæti haft „Mark er góð og ljúf manneskja. En ég er reiður vegna þess að fókus hans á vöxt Facebook leiddi til þess að öryggi og hæversku var fórnað fyrir smelli. Ég er líka vonsvikinn með sjálfan mig og okkur sem unnum í fyrsta Facebook-teyminu að hugsa ekki nógu mikið um það hvernig algóriþminn á fréttaveitunni getur breytt menningu okkar, haft áhrif á kosningar og veitt þjóðernissinnuðum leiðtogum aukinn kraft. Ég hef áhyggjur af því að Mark hafi sett eintóma já-menn í kringum sig í staðinn fyrir einstaklinga sem ögra honum,“ segir Hughes í grein sinni. Hann segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum verði að láta Zuckerberg sæta ábyrgð. Bandarískir stjórnmálamenn hafi í of langan tíma dásamað ótrúlegan vöxt Facebook og um leið litið fram hjá þeirri ábyrgð sem hvílir á þeim að vernda bandarískan almenning og tryggja samkeppni á markaði. „Við erum þjóð sem höfum í gegnum söguna haft stjórn á einokunarfyrirtækjum, burtséð frá góðum fyrirætlunum forstjóra þessara fyrirtækja. Mikið vald Mark er einsdæmi í sögunni og ó-amerískt. Það er tími til kominn að leysa upp Facebook. Við höfum nú þegar tækin til þess að gera það. Svo virðist sem við höfum bara gleymt þeim,“ segir Hughes.Stærstu mistökin að leyfa yfirtökur á Whatsapp og Instagram Að hans mati eru tveir þættir lykilatriði í því að brjóta upp Facebook. Annars vegar þarf að láta Facebook draga til baka yfirtökurnar á Instagram og WhatsApp en að mati Hughes að stærstu mistök stjórnvald að leyfa Zuckerberg að kaupa þau fyrirtæki árið 2012. Hins vegar þurfi að koma á fót nýrri stofnun sem hafi eftirlit með tæknifyrirtækjum. Megináherslan þar ætti að vera á að vernda einkalíf borgaranna.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. 25. janúar 2019 16:10 Zuckerberg leggur áherslu á öryggi gagna með nýrri uppfærslu Stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlarisans Facebook kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. 1. maí 2019 10:00 Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. 25. janúar 2019 16:10
Zuckerberg leggur áherslu á öryggi gagna með nýrri uppfærslu Stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlarisans Facebook kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. 1. maí 2019 10:00
Zuckerberg og Facebook fá á baukinn í nýrri breskri skýrslu Facebook og stofnandi þess, Mark Zuckerberg, fá á baukinn í lokaútgáfu skýrslu breskrar þingnefndar vegna rannsóknar hennar á falsfréttum og hlutverki samfélagsmiðla í dreifingu á þeim. 18. febrúar 2019 10:08