Meiðsli halda Birni ekki frá oddaleiknum: „Ég vil taka þátt í svona bíói“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2019 09:15 Björn Viðar Björnsson var Íslandsmeistari með Fram árið 2013. vísir/bára Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, er klár í slaginn og verður með Eyjamönnum þegar að þeir mæta Haukum í oddaleik um sæti í lokaúrslitum á morgun klukkan 16.30 á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 15.45. Björn Viðar glímir við smá meiðsli eftir árekstur við Haukamanninn Adam Hauk Baumruk í fjórða leik liðanna á miðvikudaginn þar sem að ÍBV jafnaði metin í 2-2 með þriggja marka sigri, 30-27. „Ég fékk smá slink á hnéð og er með smá tognun aftan í hnénu en ég er að fara að spila þennan leik. Þetta er leikur upp á líf og dauða og ég vil taka þátt í svona bíói,“ segir Björn Viðar við Vísi. Þetta eru góðar fréttir fyrir Eyjamenn en Björn Viðar, sem ætlaði ekkert að spila handbolta í vetur, hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og verið besti markvörðurinn í henni með 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann kom til Vestmannaeyja með konu sinni Sunnu Jónsdóttur sem gekk í raðir kvennaliðs ÍBV en nokkur ár eru síðan að Björn Viðar spilaði handbolta á svona háu stigi. Hann var ekki í frábæru formi þegar að tímabilið fór af stað en hann hefur komist í betra stand og orðið betri og betri nánast með hverri viku. „Það var aldrei í kortunum að ég væri að fara að spila en svona hefur þetta bara þróast. Það kom mér í opna skjöldu þegar að leitað var til mín í haust og mér boðið að standa í markinu,“ segir Björn Viðar sem er ekki ókunnugur velgengni í úrslitakeppninni en hann varð Íslandsmeistari með Fram árið 2013. „Maður hefur upplifað þetta áður en það er annar fílingur að gera þetta með ÍBV. Þetta er allt svo miklu meira og fólk tekur meira eftir þér í svona litlu samfélagi. Þetta er helvíti gaman.“ Einu sinni sem oftar hafa stuðningsmenn ÍBV vakið mikla athygli í úrslitakeppninni en Eyjamenn fjölmenntu á leik þrjú í hafnarfirði og má búast við að eyjan tæmist á morgun þegar að oddaleikurinn fer fram. „Maður á ekki orð yfir þennan stuðning. Þetta var líka svona fyrir áramót þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að spila alveg nógu vel. Alltaf mætti fólkið samt á pallana,“ segir Björn Viðar Björnsson. Olís-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, er klár í slaginn og verður með Eyjamönnum þegar að þeir mæta Haukum í oddaleik um sæti í lokaúrslitum á morgun klukkan 16.30 á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 15.45. Björn Viðar glímir við smá meiðsli eftir árekstur við Haukamanninn Adam Hauk Baumruk í fjórða leik liðanna á miðvikudaginn þar sem að ÍBV jafnaði metin í 2-2 með þriggja marka sigri, 30-27. „Ég fékk smá slink á hnéð og er með smá tognun aftan í hnénu en ég er að fara að spila þennan leik. Þetta er leikur upp á líf og dauða og ég vil taka þátt í svona bíói,“ segir Björn Viðar við Vísi. Þetta eru góðar fréttir fyrir Eyjamenn en Björn Viðar, sem ætlaði ekkert að spila handbolta í vetur, hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og verið besti markvörðurinn í henni með 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann kom til Vestmannaeyja með konu sinni Sunnu Jónsdóttur sem gekk í raðir kvennaliðs ÍBV en nokkur ár eru síðan að Björn Viðar spilaði handbolta á svona háu stigi. Hann var ekki í frábæru formi þegar að tímabilið fór af stað en hann hefur komist í betra stand og orðið betri og betri nánast með hverri viku. „Það var aldrei í kortunum að ég væri að fara að spila en svona hefur þetta bara þróast. Það kom mér í opna skjöldu þegar að leitað var til mín í haust og mér boðið að standa í markinu,“ segir Björn Viðar sem er ekki ókunnugur velgengni í úrslitakeppninni en hann varð Íslandsmeistari með Fram árið 2013. „Maður hefur upplifað þetta áður en það er annar fílingur að gera þetta með ÍBV. Þetta er allt svo miklu meira og fólk tekur meira eftir þér í svona litlu samfélagi. Þetta er helvíti gaman.“ Einu sinni sem oftar hafa stuðningsmenn ÍBV vakið mikla athygli í úrslitakeppninni en Eyjamenn fjölmenntu á leik þrjú í hafnarfirði og má búast við að eyjan tæmist á morgun þegar að oddaleikurinn fer fram. „Maður á ekki orð yfir þennan stuðning. Þetta var líka svona fyrir áramót þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að spila alveg nógu vel. Alltaf mætti fólkið samt á pallana,“ segir Björn Viðar Björnsson.
Olís-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira