Smitaðist af hundaæði eftir að hafa bjargað hvolpi á Filippseyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 08:26 Birgitte Kallestad var 24 ára gömul þegar hún lést úr hundaæði. Unga konan sem lést úr hundaæði fyrr í vikunni í Noregi hét Birgitte Kallestad og var 24 ára gömul. Hún smitaðist af veirunni eftir að hafa bjargað hvolpi á meðan hún var í fríi á Filippseyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kallestad en þau segjast senda tilkynninguna frá sér til að kveða niður orðróma um það sem gerðist og segja frá því hvað átti sér stað í raun. „Birgitte ferðaðist til Filippseyja í febrúar með nokkrum vinum sínum. Í eitt skipti þegar þau voru á ferðinni á vespum sáu þau hjálparvana hvolp út í vegkanti. Birgitte tók hvolpinn í körfuna sína og fór með hann heim. Hún þreif hann og klappaði honum og á endanum hændist hvolpurinn að henni,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Kallestad og vinir hennar léku við hundinn en á endanum fór hann aðeins að glefsa í þau. Hann glefsaði í fingur þegar þau voru að leika sér og allir fengu lítil sár á hendurnar vegna þess.Taldi ekki þurfa að gera meira en að sótthreinsa sárin „Birgitte, sem sjálf var heilbrigðisstarfsmaður, gerði allt sem hún þurfti vegna sáranna. Þau voru ekki stærri en svo að það þurfti aðeins að sótthreinsa þau. Hún taldi ekki að hún þyrfti að leita til læknis vegna þeirra,“ segir fjölskyldan. Kallestad veiktist síðan eftir að hún kom heim til Noregs en enginn tengdi veikindin við litlu sárin sem hún hafði fengið eftir glefsur hvolpsins á Filippseyjum. „Veikindin ágerðust á meðan læknarnir reyndu að finna út úr því hvað væri að. Hún fór nokkrum sinnum á bráðamóttökuna og var að lokum lögð inn á spítala. Einn læknirinn taldi að einkennin líktust einkennum hundaæðis,“ segir fjölskylda Kallestad. Hvorki Kallestad né vinir hennar sem ferðuðust með henni voru bólusett fyrir hundaæði áður en þau fóru til Filippseyja. Ástæðan er að sú bólusetning er ekki á lista yfir nauðsynlegar bólusetningar fyrir ferð til Filippseyja nema viðkomandi hyggist ferðast til svæða þar sem hreinlæti er ábótavant. „Elsku Birgitte okkar elskaði dýr. Við óttumst að þetta geti komið fyrir aðra sem eru góðhjartaðir eins og hún. Við viljum að þessi bólusetning verði sett inn þar sem minnsta hætta getur verið á hundaæði. Við viljum líka að fólk verði meðvitað um hættuna. Ef við náum þessu þá getur andlát sólargeislans okkar bjargað öðrum,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Noregur Tengdar fréttir Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Unga konan sem lést úr hundaæði fyrr í vikunni í Noregi hét Birgitte Kallestad og var 24 ára gömul. Hún smitaðist af veirunni eftir að hafa bjargað hvolpi á meðan hún var í fríi á Filippseyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kallestad en þau segjast senda tilkynninguna frá sér til að kveða niður orðróma um það sem gerðist og segja frá því hvað átti sér stað í raun. „Birgitte ferðaðist til Filippseyja í febrúar með nokkrum vinum sínum. Í eitt skipti þegar þau voru á ferðinni á vespum sáu þau hjálparvana hvolp út í vegkanti. Birgitte tók hvolpinn í körfuna sína og fór með hann heim. Hún þreif hann og klappaði honum og á endanum hændist hvolpurinn að henni,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Kallestad og vinir hennar léku við hundinn en á endanum fór hann aðeins að glefsa í þau. Hann glefsaði í fingur þegar þau voru að leika sér og allir fengu lítil sár á hendurnar vegna þess.Taldi ekki þurfa að gera meira en að sótthreinsa sárin „Birgitte, sem sjálf var heilbrigðisstarfsmaður, gerði allt sem hún þurfti vegna sáranna. Þau voru ekki stærri en svo að það þurfti aðeins að sótthreinsa þau. Hún taldi ekki að hún þyrfti að leita til læknis vegna þeirra,“ segir fjölskyldan. Kallestad veiktist síðan eftir að hún kom heim til Noregs en enginn tengdi veikindin við litlu sárin sem hún hafði fengið eftir glefsur hvolpsins á Filippseyjum. „Veikindin ágerðust á meðan læknarnir reyndu að finna út úr því hvað væri að. Hún fór nokkrum sinnum á bráðamóttökuna og var að lokum lögð inn á spítala. Einn læknirinn taldi að einkennin líktust einkennum hundaæðis,“ segir fjölskylda Kallestad. Hvorki Kallestad né vinir hennar sem ferðuðust með henni voru bólusett fyrir hundaæði áður en þau fóru til Filippseyja. Ástæðan er að sú bólusetning er ekki á lista yfir nauðsynlegar bólusetningar fyrir ferð til Filippseyja nema viðkomandi hyggist ferðast til svæða þar sem hreinlæti er ábótavant. „Elsku Birgitte okkar elskaði dýr. Við óttumst að þetta geti komið fyrir aðra sem eru góðhjartaðir eins og hún. Við viljum að þessi bólusetning verði sett inn þar sem minnsta hætta getur verið á hundaæði. Við viljum líka að fólk verði meðvitað um hættuna. Ef við náum þessu þá getur andlát sólargeislans okkar bjargað öðrum,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar.
Noregur Tengdar fréttir Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09