EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 20:45 Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. Vísir/Vilhelm „Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinn við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Þar ræddi Áslaug Arna mikilvægi EES-samningsins í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um hann í sal Alþingis undanfarið. „Það má öllum vera ljóst, nema þeim sem kjósa að setja kíkinn á blinda augað, að sá samningur hefur gjörbreytt íslensku samfélagi, aukið bæði velmegun og frelsi - og eiga þeir sem innleiddu hann miklar þakkir skilið fyrir þá framsýni sem þeir sýndu. Margir þekkja ekki annað en Ísland innan EES samstarfsins og ég efast um að þeir sem muna eftir Íslandi utan EES vilji snúa aftur til þess tíma. Það er hins vegar margt annað sem er betra að hafa að leiðarljósi við mótun utanríkis- og viðskiptastefnu okkar en þessa eitruðu blöndu af afturhaldi, fortíðarþrá og framtíðarótta,“ sagði Áslaug Arna. Hún benti á að heimurinn hafi breyst hratt á síðustu áratugum og þær breytingar hafi ekki endilega orðið með ákvörðunum stjórnvalda. Fátt hafi breytt meiru en Internetið og enginn hafi í raun kosið Internetið. „Samhliða því og auknu viðskiptafrelsi er heimurinn allur orðinn hverfisverslunin okkar og íslensk fyrirtæki geta selt vörur, hugvit og þjónustu til allra heimshorna rétt eins og íslenskir neytendur hafa sömu tækifæri til að versla og nýta sér alþjóðlega þjónustu,“ sagði Áslaug. Hún sagði að alþjóðavæðing virðist ógnvænleg fyrir suma og ekki sé alltaf víst hvað sé handan við hornið. „Við stoppum ekki þessa þróun en við höfum alla burði til að taka þátt í henni. Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni. Ísland mun halda áfram að breytast, verða frjálsara, betra og hagsælla en það var í gær.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
„Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinn við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Þar ræddi Áslaug Arna mikilvægi EES-samningsins í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um hann í sal Alþingis undanfarið. „Það má öllum vera ljóst, nema þeim sem kjósa að setja kíkinn á blinda augað, að sá samningur hefur gjörbreytt íslensku samfélagi, aukið bæði velmegun og frelsi - og eiga þeir sem innleiddu hann miklar þakkir skilið fyrir þá framsýni sem þeir sýndu. Margir þekkja ekki annað en Ísland innan EES samstarfsins og ég efast um að þeir sem muna eftir Íslandi utan EES vilji snúa aftur til þess tíma. Það er hins vegar margt annað sem er betra að hafa að leiðarljósi við mótun utanríkis- og viðskiptastefnu okkar en þessa eitruðu blöndu af afturhaldi, fortíðarþrá og framtíðarótta,“ sagði Áslaug Arna. Hún benti á að heimurinn hafi breyst hratt á síðustu áratugum og þær breytingar hafi ekki endilega orðið með ákvörðunum stjórnvalda. Fátt hafi breytt meiru en Internetið og enginn hafi í raun kosið Internetið. „Samhliða því og auknu viðskiptafrelsi er heimurinn allur orðinn hverfisverslunin okkar og íslensk fyrirtæki geta selt vörur, hugvit og þjónustu til allra heimshorna rétt eins og íslenskir neytendur hafa sömu tækifæri til að versla og nýta sér alþjóðlega þjónustu,“ sagði Áslaug. Hún sagði að alþjóðavæðing virðist ógnvænleg fyrir suma og ekki sé alltaf víst hvað sé handan við hornið. „Við stoppum ekki þessa þróun en við höfum alla burði til að taka þátt í henni. Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni. Ísland mun halda áfram að breytast, verða frjálsara, betra og hagsælla en það var í gær.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira