Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 11:12 Þingmenn Miðflokksins á fundi í gær. Fundinum lauk ekki fyrr en rétt fyrir ellefu í dag. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólafur Ísleifsson og Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Vilhelm Fundi var slitið á Alþingi klukkan 10:47, rúmum sólarhring eftir að hann hófst. Forseti Alþingis sagði senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokksins fyrir þingræðinu en þingmenn flokksins hafa nú haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir, vel á fimmta sólarhring. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun en umræðan um þriðja orkupakkann byrjaði skömmu eftir klukkan ellefu. Hlé var gert á fundinum klukkan 12:55 en umræðan hélt áfram klukkan 13:30. Síðan þá hefur umræðan haldið áfram nær linnulaust. Klukkutíma hlé var gert á milli klukkan 19 og 20 og svo aftur í hálftíma á milli klukkan 21:15 og 21:45. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit fundi loks klukkan 10:47 í morgun. Að frátöldum hléum sagði hann þá að virkur fundartími hafi verið um tuttugu og tvær klukkustundir. Umræðan um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í 132 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör væru nú orðin 2.675 talsins og hefðu tekið um 85 klukkustundir í flutningi. Steingrímur sagði að ekki hafi þó verið um eiginleg andsvör að ræða nema að litlu leyti í upphafi heldur samsvör skoðanabræðra. Umræðan væri komin í miklar ógöngur og að hún væri á engan hátt í anda þess sem þingsköp gerðu ráð fyrir.Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sagði Miðflokkinn hafa stundað linnulaust málþóf.Vísir/VilhelmEkki ætlunin að afhenda minnihluta þingmanna öll völd Miðflokkurinn hefði haldið uppi linnulausu málþófi sem hefði skapað ófremdarástand í þinginu. Tugir annarra þingmála væru tilbúin til umræðu en hefðu hlaðist upp vegna málþófsins. Tilmæli forseta og annarra þingmanna til Miðflokksins um að láta af linnulausum ræðuhöldum hefðu engan árangur borið. „Það eru forseta mikil vonbrigði og fer nú sennilega enn að verða fullreynt að höfða til sanngirni, höfða til ábyrgðarkenndar eða biðja um liðsinni og aðstoð og að virðing sé borin fyrir grundvallarleikreglum lýðræðis og þingræðis í þessu tilviki,“ sagði Steingrímur. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kom sér og flokksystkinum sínum til varnar. Sagði hann dagskrárvaldið á hendi forseta Alþingis en ekki þeirra. Miðflokkurinn væri tilbúinn að taka önnur mál fram fyrir orkupakkann á dagskrána. Steingrímur sagði rétt hjá Þorsteini að hann hefði dagskrárvaldið og ekki stæði til að afhenda miðflokksmönnum það þrátt fyrir að þeir hefðu ítrekað beðið um það. „Það stendur ekki til að mikill minnihluti þingmanna fái hér öll völd,“ sagði þingforsetinn. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Fundi var slitið á Alþingi klukkan 10:47, rúmum sólarhring eftir að hann hófst. Forseti Alþingis sagði senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokksins fyrir þingræðinu en þingmenn flokksins hafa nú haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir, vel á fimmta sólarhring. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun en umræðan um þriðja orkupakkann byrjaði skömmu eftir klukkan ellefu. Hlé var gert á fundinum klukkan 12:55 en umræðan hélt áfram klukkan 13:30. Síðan þá hefur umræðan haldið áfram nær linnulaust. Klukkutíma hlé var gert á milli klukkan 19 og 20 og svo aftur í hálftíma á milli klukkan 21:15 og 21:45. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit fundi loks klukkan 10:47 í morgun. Að frátöldum hléum sagði hann þá að virkur fundartími hafi verið um tuttugu og tvær klukkustundir. Umræðan um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í 132 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör væru nú orðin 2.675 talsins og hefðu tekið um 85 klukkustundir í flutningi. Steingrímur sagði að ekki hafi þó verið um eiginleg andsvör að ræða nema að litlu leyti í upphafi heldur samsvör skoðanabræðra. Umræðan væri komin í miklar ógöngur og að hún væri á engan hátt í anda þess sem þingsköp gerðu ráð fyrir.Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sagði Miðflokkinn hafa stundað linnulaust málþóf.Vísir/VilhelmEkki ætlunin að afhenda minnihluta þingmanna öll völd Miðflokkurinn hefði haldið uppi linnulausu málþófi sem hefði skapað ófremdarástand í þinginu. Tugir annarra þingmála væru tilbúin til umræðu en hefðu hlaðist upp vegna málþófsins. Tilmæli forseta og annarra þingmanna til Miðflokksins um að láta af linnulausum ræðuhöldum hefðu engan árangur borið. „Það eru forseta mikil vonbrigði og fer nú sennilega enn að verða fullreynt að höfða til sanngirni, höfða til ábyrgðarkenndar eða biðja um liðsinni og aðstoð og að virðing sé borin fyrir grundvallarleikreglum lýðræðis og þingræðis í þessu tilviki,“ sagði Steingrímur. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kom sér og flokksystkinum sínum til varnar. Sagði hann dagskrárvaldið á hendi forseta Alþingis en ekki þeirra. Miðflokkurinn væri tilbúinn að taka önnur mál fram fyrir orkupakkann á dagskrána. Steingrímur sagði rétt hjá Þorsteini að hann hefði dagskrárvaldið og ekki stæði til að afhenda miðflokksmönnum það þrátt fyrir að þeir hefðu ítrekað beðið um það. „Það stendur ekki til að mikill minnihluti þingmanna fái hér öll völd,“ sagði þingforsetinn.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira