Lífið

Einhverfur og blindur maður með stórbrotinn flutning: „Mun muna eftir þessu alla ævi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kodi Lee er greinilega einstakur maður.
Kodi Lee er greinilega einstakur maður.
Kodi Lee er einhverfur og blindur maður sem mætti í áheyrnaprufu í America´s Got Talent á dögunum og kom heldur betur á óvart.

Þessi magnaði 22 ára maður flutti lagið A Good Day og um leið og hann hóf flutninginn missti salurinn hreinlega andlitið. Ótrúlega hæfileikaríkur tónlistarmaður sem kom öllum á óvart.

Dómararnir fjórir voru í raun í sjokki sem endaði með því að Gabrielle Union ýtti á gullhnappinn fræga sem sendir hann beint í undanúrslita og mun hann þar koma fram í beinni útsendingu.

Simon Cowell var yfirsig hrifinn og sagði: „Þetta var algjörlega ótrúlegt. Ég mun muna eftir þessu alla ævi.“

Hér að neðan má sjá þessa mögnuðu áheyrnarprufu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.