Knattspyrnuþjálfari sem bjargar lífi barna og snýr niður innbrotsþjófa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 09:23 Júlíus Ármann Júlíusson kemur fólki reglulega til aðstoðar. Vísir Júlíus Ármann Júlíusson, knattspyrnuþjálfari hjá Aftureldingu, var svo sannarlega réttur maður á réttum stað um liðna helgi. Júlíus var á Hamborgarafabrikkunni á Akureyri þegar stóð í dreng í næsta bás. Móðirin ætlaði að rölta út með drenginn en Júlíus Ármann steig inn í. „Ég tek drenginn úr höndunum á henni og næ að fara með hægri höndina undir bringuna, einhvern veginn beygi mig niður með hann og slæ létt á milli herðablaðanna,“ segir Júlíus í samtali við Morgunblaðið í dag. Viðbrögðin hafi verið ósjálfráð. Honum hafi þótt skrýtið að enginn hafi gripið inn í fyrr. Móðirin hafi eðlilega verið í miklu áfalli en mjög þakklát þegar drengurinn hafði jafnað sig. Júlíus vill lítið gera úr atvikinu en skemmst er að minnast þegar hann kom einstæðri móður með ellefu daga gamalt barn til bjargar í október 2016.Sneri þjófinn niður á nærbuxunum Þá var maður að reyna að brjótast inn í hús í hverfi Júlíusar, lá á glugganum hjá konunni sem bjó á hæðinni fyrir neðan Júlíus Ármann. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“ Í framhaldinu hringdi kona Júlíusar á lögregluna sem kannaðist við innbrotsþjófinn. Svokallaður góðkunningi. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús,“ sagði Júlíus í viðtali við Vísi. Þá minnti Júlíus á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Lærdómurinn frá Akureyri sé að fara á skyndihjálparnámskeið og viðhalda kunnáttunni. Akureyri Mosfellsbær Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Júlíus Ármann Júlíusson, knattspyrnuþjálfari hjá Aftureldingu, var svo sannarlega réttur maður á réttum stað um liðna helgi. Júlíus var á Hamborgarafabrikkunni á Akureyri þegar stóð í dreng í næsta bás. Móðirin ætlaði að rölta út með drenginn en Júlíus Ármann steig inn í. „Ég tek drenginn úr höndunum á henni og næ að fara með hægri höndina undir bringuna, einhvern veginn beygi mig niður með hann og slæ létt á milli herðablaðanna,“ segir Júlíus í samtali við Morgunblaðið í dag. Viðbrögðin hafi verið ósjálfráð. Honum hafi þótt skrýtið að enginn hafi gripið inn í fyrr. Móðirin hafi eðlilega verið í miklu áfalli en mjög þakklát þegar drengurinn hafði jafnað sig. Júlíus vill lítið gera úr atvikinu en skemmst er að minnast þegar hann kom einstæðri móður með ellefu daga gamalt barn til bjargar í október 2016.Sneri þjófinn niður á nærbuxunum Þá var maður að reyna að brjótast inn í hús í hverfi Júlíusar, lá á glugganum hjá konunni sem bjó á hæðinni fyrir neðan Júlíus Ármann. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“ Í framhaldinu hringdi kona Júlíusar á lögregluna sem kannaðist við innbrotsþjófinn. Svokallaður góðkunningi. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús,“ sagði Júlíus í viðtali við Vísi. Þá minnti Júlíus á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Lærdómurinn frá Akureyri sé að fara á skyndihjálparnámskeið og viðhalda kunnáttunni.
Akureyri Mosfellsbær Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira