Hákarlinn sást þá synda í burtu og blæddi mikið úr sárinu. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að ná í skipverjana tvo í dag án árangurs.
Í tilkynningu frá stjórn Sæfells segir að eigendur og útgerðaraðila Bíldseyjar SH 65 harmi og fordæmi þann óhugnanlega atburð sem fram kom í myndbandinu.
Sjá einnig: Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu
„Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ kom fram í yfirlýsingunni.
„Eigendur og útgerðaraðilar Bíldseyjar SH 65 eiga ekki annan kost en að hafna frekari vinnuframlagi manna sem sýna af sér slíka hegðun.“
Mikil reiði skapaðist vegna málsins, en myndbandið birti annar skipverjanna á Facebook með skilaboðunum: „Nú verður allt vitlaust (hann var hálfdauður).“