Fór í skiptinám, var í tvöföldu tónlistarnámi og dúxaði Andri Eysteinsson skrifar 29. maí 2019 10:30 Rán útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,7. Aðsent „Ég er búin að vera í tvöföldu tónlistarnámi með skóla, spila á fiðlu og læri klassískan söng í tónlistarskólanum á Egilsstöðum,“ segir Héraðsbúinn Rán Finnsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og var dúx Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 2019. Rán segir skólagönguna alla tíð gengið vel og segist í raun hafa búist við því að nafn hennar yrði kallað upp þegar tilkynnt væri um dúx ME á útskriftarathöfninni 25. maí síðastliðinn. Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust úr Menntaskólanum á Egilsstöðum í vor. „Mamma og pabbi voru alveg himinlifandi en þau bjuggust alveg eins við þessu og ég,“ segir Rán sem útskrifaðist með einkunnina 9,7. Menntaskólaganga Ránar var ekki eins og hjá flestum en á öðru ári fluttist Rán búferlum til borgarinnar Valencia á austurströnd Spánar og var þar skiptinemi veturinn 2016-2017. Rán er á því að skiptinámið hafi kennt henni margt, „Skiptinámið kenndi mér mjög margt, verandi skiptinemi lærir maður einhvern veginn meira um samskipti og hvernig hægt er að tala við hvern sem er, sama hvað,“ segir Rán og bætir því við að hún eigi enn í samskiptum við vini sína frá Spáni. Raungreinarnar voru Ránar ær og kýr, greint var frá því á athöfninni að í 19 af 21 raungreinaáföngum hafi Rán fengið 10 í einkunn, fyrir árangurinn í raungreinum hlaut Rán Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík, þau verðlaun nýtast henni þó ekki enda hefur hún sótt um nám í Verkfræðilegri Eðlisfræði við Háskóla Íslands. Rán segist læra best á því að kenna öðrum í kringum hana og hjálpa þeim sem eru í sömu áföngum, „þannig lærir maður og skilur betur,“ segir Rán Finnsdóttir, dúx Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 2019. Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
„Ég er búin að vera í tvöföldu tónlistarnámi með skóla, spila á fiðlu og læri klassískan söng í tónlistarskólanum á Egilsstöðum,“ segir Héraðsbúinn Rán Finnsdóttir sem gerði sér lítið fyrir og var dúx Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 2019. Rán segir skólagönguna alla tíð gengið vel og segist í raun hafa búist við því að nafn hennar yrði kallað upp þegar tilkynnt væri um dúx ME á útskriftarathöfninni 25. maí síðastliðinn. Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust úr Menntaskólanum á Egilsstöðum í vor. „Mamma og pabbi voru alveg himinlifandi en þau bjuggust alveg eins við þessu og ég,“ segir Rán sem útskrifaðist með einkunnina 9,7. Menntaskólaganga Ránar var ekki eins og hjá flestum en á öðru ári fluttist Rán búferlum til borgarinnar Valencia á austurströnd Spánar og var þar skiptinemi veturinn 2016-2017. Rán er á því að skiptinámið hafi kennt henni margt, „Skiptinámið kenndi mér mjög margt, verandi skiptinemi lærir maður einhvern veginn meira um samskipti og hvernig hægt er að tala við hvern sem er, sama hvað,“ segir Rán og bætir því við að hún eigi enn í samskiptum við vini sína frá Spáni. Raungreinarnar voru Ránar ær og kýr, greint var frá því á athöfninni að í 19 af 21 raungreinaáföngum hafi Rán fengið 10 í einkunn, fyrir árangurinn í raungreinum hlaut Rán Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík, þau verðlaun nýtast henni þó ekki enda hefur hún sótt um nám í Verkfræðilegri Eðlisfræði við Háskóla Íslands. Rán segist læra best á því að kenna öðrum í kringum hana og hjálpa þeim sem eru í sömu áföngum, „þannig lærir maður og skilur betur,“ segir Rán Finnsdóttir, dúx Menntaskólans á Egilsstöðum vorið 2019.
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira