Demantshringurinn virki sem segull fyrir Norðurland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2019 21:00 Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu nýverið með sér samkomulag um að þróa og efla markaðssetningu til ferðamanna á Demantshringnum svokallaða. Þar má finna nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nafnið hefur verið í notkun í nokkur ár en nú á að gefa í. „Það hefur í rauninni verið vannýtt. Við vitum að þetta er til og aðilar á svæðinu eru að nota þetta en þetta er vannýtt vegna þess að innviðar eru ekki til staðar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Goðafoss er hluti af Demantshringnum.Vísir/VilhelmHelsti farartálminn er Dettifossvegur en á nokkurra kílómetra kafla á milli Dettifoss og Ásbyrgis er aðeins hægt að aka eftir slóða. „Þessi vegur, þessi vegspotti sem á eftir að klára hefur verið stór hindrun í að nýta þetta vel. Síðan er það líka að það er ekki verið að opna veginn að Dettifossi að vestanverðu yfir vetrartímann sem þýðir að við höfum ekki getað markaðssett þetta svæði að fullu,“ segir Arnheiður. Og það er von á breytingum. Vegagerðin mun bjóða út síðasta áfanga Dettifossvegar eftir helgi og standa vonir til þess að vegurinn verði þá orðinn uppbyggður og fær öllum bílum fyrir veturinn. Markmiðið er að Demantshringurinn geti orðið segull sem dragi ferðamenn að Norðurlandi. „Þetta verður núna vonandi heilsársopnun. Það er það sem við sjáum fram á að verði svo að fyrirtækin geti farið að nýta sér þessar perlur sem eru á þessari leið,“ segir Arnheiður. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Sjá meira
Setja á aukinn kraft í að markaðssetja Demantshringinn svokallaða á Norðurlandi. Forsenda þess er að Dettifossvegur verði uppbyggður og fær öllum bílum yfir vetrartímann. Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu nýverið með sér samkomulag um að þróa og efla markaðssetningu til ferðamanna á Demantshringnum svokallaða. Þar má finna nokkrar af helstu náttúruperlum Íslands á borð við Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatn. Nafnið hefur verið í notkun í nokkur ár en nú á að gefa í. „Það hefur í rauninni verið vannýtt. Við vitum að þetta er til og aðilar á svæðinu eru að nota þetta en þetta er vannýtt vegna þess að innviðar eru ekki til staðar,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Goðafoss er hluti af Demantshringnum.Vísir/VilhelmHelsti farartálminn er Dettifossvegur en á nokkurra kílómetra kafla á milli Dettifoss og Ásbyrgis er aðeins hægt að aka eftir slóða. „Þessi vegur, þessi vegspotti sem á eftir að klára hefur verið stór hindrun í að nýta þetta vel. Síðan er það líka að það er ekki verið að opna veginn að Dettifossi að vestanverðu yfir vetrartímann sem þýðir að við höfum ekki getað markaðssett þetta svæði að fullu,“ segir Arnheiður. Og það er von á breytingum. Vegagerðin mun bjóða út síðasta áfanga Dettifossvegar eftir helgi og standa vonir til þess að vegurinn verði þá orðinn uppbyggður og fær öllum bílum fyrir veturinn. Markmiðið er að Demantshringurinn geti orðið segull sem dragi ferðamenn að Norðurlandi. „Þetta verður núna vonandi heilsársopnun. Það er það sem við sjáum fram á að verði svo að fyrirtækin geti farið að nýta sér þessar perlur sem eru á þessari leið,“ segir Arnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42 Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Sjá meira
Krefjast tíðari moksturs á Dettifossvegi Stjórn Markaðstofu Norðurland segir að þjónusta Vegagerðarinnar við Dettifossveg að vetrarlagi sé óásættanleg. Ekki sé boðlegt að vegurinn að einni helsti náttúruperlu landsins sé aðeins mokaður tvisvar sinnum á ári að vetrarlagi 25. febrúar 2019 17:42
Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. 6. mars 2017 16:37