Fótbolti

Segir Sarri taka við Juventus eftir að Guardiola neitaði í þrígang

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri á hliðarlínunni.
Sarri á hliðarlínunni. vísir/getty
Tancredi Palmeri, einn virtasti blaðamaður Ítalíu, segir að Maurizio Sarri verði næsti stjóri Juventus en liðið sagði upp samningnum við Massimiliano Allegri að síðasta tímabili loknu.

Palmeri greindi frá fréttunum á vef sínum í gærkvöldi en þar segir einnig frá því að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafi neitað ítalska félaginu í þrígang.







Það hefur mikið gustað um Sarri á Stamford Bridge og framan af tímabili ríkti ekki mikil sátt um hann en hann skilaði liðinu í Meistaradeild Evrópu og úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans en Palmeri segir að hann muni segja upp starfi sínu hjá Chelsea og taka við Juventus, sem vann ítölsku deildina enn eitt tímabilið í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×