Franski landsliðsmaðurinn Nabil Fekir fær að yfirgefa herbúðir Lyon í sumar.
Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, greindi frá þessu eftir 3-2 sigur liðsins á Nimes í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í gær.
„Við þökkum honum fyrir hans framlag en við höfum komist að samkomulagi um að hann megi fara,“ sagði Aulas.
Fekir á eitt ár eftir af samningi sínum við Lyon sem ætlar að selja hann í stað þess að missa hann fyrir ekki neitt næsta sumar.
Hann var nálægt því að ganga í raðir Liverpool síðasta sumar en félagaskiptin urðu ekki að veruleika. Talið er að Liverpool hafi verið tilbúið að borga 53 milljónir punda fyrir Fekir.
Hinn 25 ára Fekir skoraði 12 mörk í 39 leikjum fyrir Lyon í öllum keppnum í vetur. Hann hefur leikið 21 leik fyrir franska landsliðið og varð heimsmeistari með því í fyrra.
Fekir má fara frá Lyon
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


