„Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 20:44 Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag.Landsréttur úrskurðaði að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar, TF-GPA, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem WOW air skuldaði Isavia. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Oddur Ástráðsson lögmaður ALC sagði að fyrirtækið líti svo á að Isavia megi þannig halda flugvélinni fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna.Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia.VísirSveinbjörn Indriðason starfandi framkvæmdastjóri Isavia sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri mikill léttir að Landsréttur hafi fallist „í öllum atriðum“ á sjónarmið Isavia í málinu. Boltinn sé nú hjá ALC varðandi framhaldið. „Við höfum ítrekað, síðustu vikunnar, bent bæði lögmönnum ALC og eins líka forráðamönnum ALC á þann möguleika að leggja fram bankatryggingu fyrir heildarskuldinni. Við erum ekki að fara fram á það að fá peningana greidda inn á bankareikning,“ sagði Sveinbjörn. „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst.“ Inntur eftir því hvort að málið hafi legið þungt á fyrirtækinu sagði Sveinbjörn að fullvissa um ákvæði í loftferðalögum um kyrrsetningu flugvéla, sem Isavia beitti fyrir sig í málinu, vegi þar þyngst. „Það sem hefur legið þungt á okkur er það að það hefur verið ákveðin óvissa um beitingu ákvæðisins. Við höfum beitt þessu ákvæði áður og talið okkur vera í fullum rétti að gera það. Og hér erum við komin með staðfestingu á að við höfum verið að beita ákvæðinu með réttum hætti.“Viðtalið við Sveinbjörn og frétt Stöðvar 2 um málið má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 „Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Framkvæmdastjóri Isavia segir að fyrirtækið vilji koma flugvél WOW air, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan í mars, í loftið sem allra fyrst. Hann fagnar úrskurði Landsréttar, sem féll Isavia í vil í dag.Landsréttur úrskurðaði að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar, TF-GPA, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem WOW air skuldaði Isavia. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Oddur Ástráðsson lögmaður ALC sagði að fyrirtækið líti svo á að Isavia megi þannig halda flugvélinni fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna.Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia.VísirSveinbjörn Indriðason starfandi framkvæmdastjóri Isavia sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri mikill léttir að Landsréttur hafi fallist „í öllum atriðum“ á sjónarmið Isavia í málinu. Boltinn sé nú hjá ALC varðandi framhaldið. „Við höfum ítrekað, síðustu vikunnar, bent bæði lögmönnum ALC og eins líka forráðamönnum ALC á þann möguleika að leggja fram bankatryggingu fyrir heildarskuldinni. Við erum ekki að fara fram á það að fá peningana greidda inn á bankareikning,“ sagði Sveinbjörn. „Við viljum mjög gjarnan að þessi flugvél fari að fljúga sem allra fyrst.“ Inntur eftir því hvort að málið hafi legið þungt á fyrirtækinu sagði Sveinbjörn að fullvissa um ákvæði í loftferðalögum um kyrrsetningu flugvéla, sem Isavia beitti fyrir sig í málinu, vegi þar þyngst. „Það sem hefur legið þungt á okkur er það að það hefur verið ákveðin óvissa um beitingu ákvæðisins. Við höfum beitt þessu ákvæði áður og talið okkur vera í fullum rétti að gera það. Og hér erum við komin með staðfestingu á að við höfum verið að beita ákvæðinu með réttum hætti.“Viðtalið við Sveinbjörn og frétt Stöðvar 2 um málið má horfa á í spilaranum efst í fréttinni.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52 „Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05
Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. 24. maí 2019 17:52
„Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25