Jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd stofnaður í Kína Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2019 21:00 Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum fór fram hátíðarundirskrift á samstarfssamningi Orkumálastofnunar, Jarðhitamiðstöðvar Kína og íslenska fyrirtækisins Arctic Green Energy um rekstur Jarðhitaskóla í Kína. Guðni A. Jóhannesson forstjóri Orkustofnunar segir að skólinn muni hefja starfsemi á næstu tíu mánuðum. Hann verði fyrst um sinn staðsettur í Beijing en í framtíðinni í grænu borginni Xiongan sem nú er verið að byggja skammt frá höfuðborginni. „Það sem er merkilegt hér í Kína er að reynsla okkar af beinni jarðhitanýtingu til hitunar er að koma beint til nýtingar hér í Kína. Og valda í raun miklum breytingum á orkunotkun og síðan losun og mengun,“ segir Guðni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sótti Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir fjölþjóðlegt samstarf ríkja hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. „Þess vegna erum við hérna. Vegna þess að við viljum auka vísindasamstarf viðönnur ríki. Vísindasamstarf ríkja er að aukast mikiðþessa dagana vegna loftlagsbreytinga og eina leiðin til að ná utan um þessar loftlagsbreytingar er einmitt í gegnum vísindarannsóknir og nýsköpun,“ segir Lilja. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna áÍslandi tekur inn 25 til 30 nemendur með BS gráður á ári í hagnýtt nám í nýtingu jarðvarma. Orkumálastjóri segir Kínverja hins vegar vilja taka allt að 150 nemendur inn áári í nýja skólann þar. Um eða yfir hundraðíslenskir sérfræðingar og vísindamenn muni koma að skólanum undir handleiðslu Orkustofnunar. „Þannig að hér verða auðvitað mikil verkefni fyrir íslenska sérfræðinga, íslenska kennara og leiðbeinendur. Síðan getur þetta samstarf leitt til þess að fyrirtæki komi að jarðhitauppbyggingu í Kína,“ segir Guðni A. Jóhannesson. Kína Orkumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Á næstu mánuðum hefur starfsemi sína jarðhitaskóli að íslenskri fyrirmynd í Kína í samstarfi við Orkustofnun. Menntamálaráðherra segir vísindasamstarf þjóða vera lykilinn að árangri í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum fór fram hátíðarundirskrift á samstarfssamningi Orkumálastofnunar, Jarðhitamiðstöðvar Kína og íslenska fyrirtækisins Arctic Green Energy um rekstur Jarðhitaskóla í Kína. Guðni A. Jóhannesson forstjóri Orkustofnunar segir að skólinn muni hefja starfsemi á næstu tíu mánuðum. Hann verði fyrst um sinn staðsettur í Beijing en í framtíðinni í grænu borginni Xiongan sem nú er verið að byggja skammt frá höfuðborginni. „Það sem er merkilegt hér í Kína er að reynsla okkar af beinni jarðhitanýtingu til hitunar er að koma beint til nýtingar hér í Kína. Og valda í raun miklum breytingum á orkunotkun og síðan losun og mengun,“ segir Guðni. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sótti Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir fjölþjóðlegt samstarf ríkja hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. „Þess vegna erum við hérna. Vegna þess að við viljum auka vísindasamstarf viðönnur ríki. Vísindasamstarf ríkja er að aukast mikiðþessa dagana vegna loftlagsbreytinga og eina leiðin til að ná utan um þessar loftlagsbreytingar er einmitt í gegnum vísindarannsóknir og nýsköpun,“ segir Lilja. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna áÍslandi tekur inn 25 til 30 nemendur með BS gráður á ári í hagnýtt nám í nýtingu jarðvarma. Orkumálastjóri segir Kínverja hins vegar vilja taka allt að 150 nemendur inn áári í nýja skólann þar. Um eða yfir hundraðíslenskir sérfræðingar og vísindamenn muni koma að skólanum undir handleiðslu Orkustofnunar. „Þannig að hér verða auðvitað mikil verkefni fyrir íslenska sérfræðinga, íslenska kennara og leiðbeinendur. Síðan getur þetta samstarf leitt til þess að fyrirtæki komi að jarðhitauppbyggingu í Kína,“ segir Guðni A. Jóhannesson.
Kína Orkumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira