Vilja klára meðferðarkjarna áður en kjöt er flutt inn 24. maí 2019 06:00 Stjórn Læknafélags Íslands vill bíða með innflutning á fersku kjöti þangað til að nýr meðferðarkjarni Landspítala er tilbúinn. Það húsnæði er enn í smíðum. Fréttablaðið/Anton Brink Eðlilegast er að bíða með innflutning á fersku kjöti þangað til nýr meðferðarkjarni er tilbúinn, segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti er nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Málið hefur mætt töluverðri andstöðu. Til að mæta áhyggjum um að hingað berist sýklalyfjaþolnar bakteríur hefur ráðherra lagt fram ýmsar mótvægisaðgerðir. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur bent á hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar góðar. Hægt sé að sættast á frumvarpið ef mótvægisaðgerðum verði framfylgt.Reynir segir að stjórnin sé sammála umsögn Karls, vandinn sé að mótvægisaðgerðirnar þurfa að vera til staðar. „Við höfum upplýsingar um að það sé ekki búið að ganga frá þeim málum. Ef við viljum gæta fullkominnar varúðar þá þurfum við að geta brugðist við ef þessar mótvægisaðgerðir duga ekki,“ segir Reynir. „Það hafa verið að koma upp sýkingar sem enginn átti von á. Það er ekkert langt síðan það kom upp mislingafaraldur þar sem þurfti að einangra fólk í heimahúsum.“ Aðstaðan í dag sé langt frá því að vera fullnægjandi, skortur sé á einangrunarrýmum sem setji bæði aðra sjúklinga og starfsfólk í hættu. Leggur stjórn Læknafélagsins til að beðið verði með óheftan innflutning þar til nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka verður tekin í notkun. „Það væri mjög eðlilegur tímapunktur. Það er eðlilegt að búið sé að byggja upp innviðina.“ Upphaflega var stefnt að því að meðferðarkjarninn yrði tilbúinn árið 2023. Því hefur verið frestað í það minnsta til ársins 2024. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Sjá meira
Eðlilegast er að bíða með innflutning á fersku kjöti þangað til nýr meðferðarkjarni er tilbúinn, segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti er nú til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Málið hefur mætt töluverðri andstöðu. Til að mæta áhyggjum um að hingað berist sýklalyfjaþolnar bakteríur hefur ráðherra lagt fram ýmsar mótvægisaðgerðir. Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans, hefur bent á hættur sem skapast af óheftum innflutningi á hráu kjöti til landsins. Hann telur þær mótvægisaðgerðir sem landbúnaðarráðherra ætlar að setja á laggirnar góðar. Hægt sé að sættast á frumvarpið ef mótvægisaðgerðum verði framfylgt.Reynir segir að stjórnin sé sammála umsögn Karls, vandinn sé að mótvægisaðgerðirnar þurfa að vera til staðar. „Við höfum upplýsingar um að það sé ekki búið að ganga frá þeim málum. Ef við viljum gæta fullkominnar varúðar þá þurfum við að geta brugðist við ef þessar mótvægisaðgerðir duga ekki,“ segir Reynir. „Það hafa verið að koma upp sýkingar sem enginn átti von á. Það er ekkert langt síðan það kom upp mislingafaraldur þar sem þurfti að einangra fólk í heimahúsum.“ Aðstaðan í dag sé langt frá því að vera fullnægjandi, skortur sé á einangrunarrýmum sem setji bæði aðra sjúklinga og starfsfólk í hættu. Leggur stjórn Læknafélagsins til að beðið verði með óheftan innflutning þar til nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka verður tekin í notkun. „Það væri mjög eðlilegur tímapunktur. Það er eðlilegt að búið sé að byggja upp innviðina.“ Upphaflega var stefnt að því að meðferðarkjarninn yrði tilbúinn árið 2023. Því hefur verið frestað í það minnsta til ársins 2024.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Sjá meira