Rétta tegundin af skugga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2019 08:00 Hér situr skáldið og nýkjörinn bæjarlistamaður í rétta skugganum af hlyninum góða. FBL/SIgtryggur ari „Rithöfundar eru fólk sem fær borgað fyrir að detta út, fyrir athyglisbrest, borgað fyrir að gleyma sér, þannig er dagurinn hjá mér. Ég týnist mikið, dett milli vídda, til dæmis bara við að horfa á kaffikorginn skolast til í hvítum vaskinum. Ég var í slíku fráhvarfi frá heiminum þegar síminn hringdi og mér var sagt að ég væri listamaður bæjarins um sinn. Það er tvist í afstæðri sögu sem ég sá ekki fyrir,“ segir Bjarni M. Bjarnason rithöfundur sem var valinn Bæjarlistamaður Garðabæjar í vikunni. Bjarni kveðst hafa fengið í faðminn blóm og bækur. „Menn lesa mig eins og opna bók og vita hvað ég vil. Ég er búinn að skoða eina bókina, Allt eitthvað sögulegt, það er ljósmyndabók eftir Báru Kristinsdóttur. Myndirnar eru teknar á verkstæði í Garðabæ og eru af öldnum vinnufélögum, Elíasi Guðmundssyni og samstarfsmanni hans. Þetta eru myndir sem lýsa æviskeiði þeirra með því að sýna hluti veðraða af tímanum. Jón Kalman tók saman texta með töfraglefsum úr því sem þeir segja, það eru fá orð sem þó draga upp mynd af ævi – orð til dæmis um ástarsögu sem hófst eftir Vestmannaeyjagosið, en hvarf svo, undarlega, eins og reykur. Þetta er ljóðræn og falleg bók og eitt af því sem kom mér skemmtilega á óvart þennan dag, ég vissi ekki einu sinni að hún væri til.“ Auk þess kveðst Bjarni hafa verið svo heppinn að fá að taka í höndina á sagnfræðingi bæjarins, Steinari J. Lúðvíkssyni. „Steinar horfði, dáleiðandi og stillilega, djúpt inn í fortíðina að baki mér, sagði, eins og miðill, að við húsið okkar hérna í bænum hefði verið sjoppa og bensíndæla. Nokkuð sem skýrir ryðguðu olíurörin sem skjótast hér og hvar upp úr grasinu milli blóma. Í þessu ljósi hef ég í dag ekki upplifað mig sem listamann bæjarins, heldur sem bensínafgreiðslumann um miðja síðustu öld, að veiða upp úr ferðalöngum sögur af næstu bæjum. Það kæmi mér ekki á óvart að ég ætti eftir að upplifa mig sem slíkan næsta árið og fyrir það er ég afar þakklátur Menningar og safnanefndinni. Það er ótrúlegt hvernig hægt er að koma manni í samband við upprunann nú til dags.”Bjarni bæjarlistamaður 2019 og Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar.Valdimar KristóferssonEins og rithöfundum er tamt er Bjarni að skrifa. „Ég er að vinna skáldsögu og líka ritgerðir, nú síðast um Drauma-Jóa sem fæddist 1861, ef ég man rétt, og bjó á Sauðaneskoti á Langanesi fyrstu árin, veiktist tvisvar af taugaveiki í æsku en starfaði svo sem sauðahirðir og vinnumaður. Hann var berdreyminn og var efni í fyrstu dulsálarrannsóknina á Íslandi sem Ágúst H. Bjarnason gerði. Sérstakt við hann var að það var hægt að halda uppi samtali við hann meðan hann svaf. Var hann þá mun málgefnari en hinn hógværi maður sem hann var í vöku. Ég hef alltaf haft áhuga á draumum og fann ýmsa skemmtilega, sem komu eftir pöntun frá sveitungum hans sem báðu hann um að athuga eitt og annað, utan þeirra sjónarsviðs. Drauma-Jói var svolítið notaður eins og internetið nú til dags, það var alltaf verið að „gúggla“ í kollinum á honum. Spyrja hann til dæmis um ættingja sem voru horfnir til Vesturheims og menn höfðu misst sambandið við. Hann fór á sálnaflakk, tékkaði á þeim og hafði nákvæmar fréttir að færa af húsakosti og fjölskylduhögum þegar hann sneri aftur! Sérstakt við draumana er að þeir eru alltaf fyrir einhvern annan, aldrei hans draumur – nokkuð sem kannski er hliðstæða við starf skáldsagnahöfundarins. Eftir mikla leit tókst mér þó að finna draum, sem bara var hans og reyndist allt öðruvísi en allir hinir, ég velti honum oft fyrir mér.“ Bjarni á tæplega fjögurra ára sögu að baki sem íbúi í Garðabæ, býr þar með konu sinni Katrínu Júlíusdóttur, fyrrverandi ráðherra, og börnum og kveðst kunna vel við sig. „Ég hafði þráð garð með stóru tré í miðjunni sem hægt væri að sitja undir í skugga og lesa. Við fundum hús í svoleiðis garði, og þar er stór hlynur. Ég er mjög hrifinn af sól svo fremi sem ég get verið í skugganum. Það segir kannski eitthvað um höfunda. Það er líka mikilvægt að vera í réttri tegund af skugga og þar stendur hlynurinn sig. Hann breytir ljósinu í gyllta gullpeninga sem rigna yfir mann og dagbókina, peninga sem eru eins og aðrir slíkir, ágætir meðan þeir vara, en horfnir út í loftið áður en maður veit af.” Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Garðabær Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Rithöfundar eru fólk sem fær borgað fyrir að detta út, fyrir athyglisbrest, borgað fyrir að gleyma sér, þannig er dagurinn hjá mér. Ég týnist mikið, dett milli vídda, til dæmis bara við að horfa á kaffikorginn skolast til í hvítum vaskinum. Ég var í slíku fráhvarfi frá heiminum þegar síminn hringdi og mér var sagt að ég væri listamaður bæjarins um sinn. Það er tvist í afstæðri sögu sem ég sá ekki fyrir,“ segir Bjarni M. Bjarnason rithöfundur sem var valinn Bæjarlistamaður Garðabæjar í vikunni. Bjarni kveðst hafa fengið í faðminn blóm og bækur. „Menn lesa mig eins og opna bók og vita hvað ég vil. Ég er búinn að skoða eina bókina, Allt eitthvað sögulegt, það er ljósmyndabók eftir Báru Kristinsdóttur. Myndirnar eru teknar á verkstæði í Garðabæ og eru af öldnum vinnufélögum, Elíasi Guðmundssyni og samstarfsmanni hans. Þetta eru myndir sem lýsa æviskeiði þeirra með því að sýna hluti veðraða af tímanum. Jón Kalman tók saman texta með töfraglefsum úr því sem þeir segja, það eru fá orð sem þó draga upp mynd af ævi – orð til dæmis um ástarsögu sem hófst eftir Vestmannaeyjagosið, en hvarf svo, undarlega, eins og reykur. Þetta er ljóðræn og falleg bók og eitt af því sem kom mér skemmtilega á óvart þennan dag, ég vissi ekki einu sinni að hún væri til.“ Auk þess kveðst Bjarni hafa verið svo heppinn að fá að taka í höndina á sagnfræðingi bæjarins, Steinari J. Lúðvíkssyni. „Steinar horfði, dáleiðandi og stillilega, djúpt inn í fortíðina að baki mér, sagði, eins og miðill, að við húsið okkar hérna í bænum hefði verið sjoppa og bensíndæla. Nokkuð sem skýrir ryðguðu olíurörin sem skjótast hér og hvar upp úr grasinu milli blóma. Í þessu ljósi hef ég í dag ekki upplifað mig sem listamann bæjarins, heldur sem bensínafgreiðslumann um miðja síðustu öld, að veiða upp úr ferðalöngum sögur af næstu bæjum. Það kæmi mér ekki á óvart að ég ætti eftir að upplifa mig sem slíkan næsta árið og fyrir það er ég afar þakklátur Menningar og safnanefndinni. Það er ótrúlegt hvernig hægt er að koma manni í samband við upprunann nú til dags.”Bjarni bæjarlistamaður 2019 og Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar.Valdimar KristóferssonEins og rithöfundum er tamt er Bjarni að skrifa. „Ég er að vinna skáldsögu og líka ritgerðir, nú síðast um Drauma-Jóa sem fæddist 1861, ef ég man rétt, og bjó á Sauðaneskoti á Langanesi fyrstu árin, veiktist tvisvar af taugaveiki í æsku en starfaði svo sem sauðahirðir og vinnumaður. Hann var berdreyminn og var efni í fyrstu dulsálarrannsóknina á Íslandi sem Ágúst H. Bjarnason gerði. Sérstakt við hann var að það var hægt að halda uppi samtali við hann meðan hann svaf. Var hann þá mun málgefnari en hinn hógværi maður sem hann var í vöku. Ég hef alltaf haft áhuga á draumum og fann ýmsa skemmtilega, sem komu eftir pöntun frá sveitungum hans sem báðu hann um að athuga eitt og annað, utan þeirra sjónarsviðs. Drauma-Jói var svolítið notaður eins og internetið nú til dags, það var alltaf verið að „gúggla“ í kollinum á honum. Spyrja hann til dæmis um ættingja sem voru horfnir til Vesturheims og menn höfðu misst sambandið við. Hann fór á sálnaflakk, tékkaði á þeim og hafði nákvæmar fréttir að færa af húsakosti og fjölskylduhögum þegar hann sneri aftur! Sérstakt við draumana er að þeir eru alltaf fyrir einhvern annan, aldrei hans draumur – nokkuð sem kannski er hliðstæða við starf skáldsagnahöfundarins. Eftir mikla leit tókst mér þó að finna draum, sem bara var hans og reyndist allt öðruvísi en allir hinir, ég velti honum oft fyrir mér.“ Bjarni á tæplega fjögurra ára sögu að baki sem íbúi í Garðabæ, býr þar með konu sinni Katrínu Júlíusdóttur, fyrrverandi ráðherra, og börnum og kveðst kunna vel við sig. „Ég hafði þráð garð með stóru tré í miðjunni sem hægt væri að sitja undir í skugga og lesa. Við fundum hús í svoleiðis garði, og þar er stór hlynur. Ég er mjög hrifinn af sól svo fremi sem ég get verið í skugganum. Það segir kannski eitthvað um höfunda. Það er líka mikilvægt að vera í réttri tegund af skugga og þar stendur hlynurinn sig. Hann breytir ljósinu í gyllta gullpeninga sem rigna yfir mann og dagbókina, peninga sem eru eins og aðrir slíkir, ágætir meðan þeir vara, en horfnir út í loftið áður en maður veit af.”
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Garðabær Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira