Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. maí 2019 12:15 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands. Vísir/Ernir Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar hinn 12. mars síðastliðinn. Niðurstaða MDE var að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en brotið fólst í því að dómari, sem ekki var löglega skipaður við Landsrétt að mati Mannrétttindadómstólsins, dæmdi í sakamáli Guðmundar Andra. Reyndar hefur Ragnheiður verið í námsleyfi lengur, eða frá 1. janúar síðastliðnum. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir virða beri umsóknir þeirra Ásmundar og Ragnheiðar að vettugi því ekki sé hægt að skipa einstakling dómara við Landsrétt sem þegar gegni dómaraembætti við réttinn. „Þessir dómarar eru þegar með dómaraembætti við þennan dómstól. Ætli það teljist ekki skilyrði fyrir gildum umsóknum um stöðu að menn gegni henni ekki þá þegar. Það er enginn munur á þessum stöðum. Þetta eru fimmtán dómarastöður við Landsrétt og þeir sitja í tveimur þeirra. Þannig að ég lít svo á að þessar umsóknir séu að engu hafandi,“ segir Jón Steinar. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti mun nú fjalla um umsóknirnar. „Bæði dómsmálaráðherra og þessi nefnd ætti að mínu mati að virða þessar umsóknir að vettugi og ekki sinna þeim í því starfi sem er framundan við að skipa í þessa stöðu. Það hljóta allir menn að sjá að menn geta ekki sótt um stöðu sem þeir sitja þegar í,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, vegna málsins. Hún kaus að tjá sig ekki að svo stöddu. Á meðal annarra umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt eru Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson. Þeir eru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði af lista þeirra 15 dómara sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd þegar dómsmálaráðherra gerði tilnefningu til Alþingis um skipun dómara við Landsrétt á sínum tíma. Aðrir umsækjendur eru Jónas Jóhannsson, lögmaður fyrrverandi héraðsdómari, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Friðrik Ólafsson. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar hinn 12. mars síðastliðinn. Niðurstaða MDE var að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en brotið fólst í því að dómari, sem ekki var löglega skipaður við Landsrétt að mati Mannrétttindadómstólsins, dæmdi í sakamáli Guðmundar Andra. Reyndar hefur Ragnheiður verið í námsleyfi lengur, eða frá 1. janúar síðastliðnum. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir virða beri umsóknir þeirra Ásmundar og Ragnheiðar að vettugi því ekki sé hægt að skipa einstakling dómara við Landsrétt sem þegar gegni dómaraembætti við réttinn. „Þessir dómarar eru þegar með dómaraembætti við þennan dómstól. Ætli það teljist ekki skilyrði fyrir gildum umsóknum um stöðu að menn gegni henni ekki þá þegar. Það er enginn munur á þessum stöðum. Þetta eru fimmtán dómarastöður við Landsrétt og þeir sitja í tveimur þeirra. Þannig að ég lít svo á að þessar umsóknir séu að engu hafandi,“ segir Jón Steinar. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti mun nú fjalla um umsóknirnar. „Bæði dómsmálaráðherra og þessi nefnd ætti að mínu mati að virða þessar umsóknir að vettugi og ekki sinna þeim í því starfi sem er framundan við að skipa í þessa stöðu. Það hljóta allir menn að sjá að menn geta ekki sótt um stöðu sem þeir sitja þegar í,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, vegna málsins. Hún kaus að tjá sig ekki að svo stöddu. Á meðal annarra umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt eru Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson. Þeir eru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði af lista þeirra 15 dómara sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd þegar dómsmálaráðherra gerði tilnefningu til Alþingis um skipun dómara við Landsrétt á sínum tíma. Aðrir umsækjendur eru Jónas Jóhannsson, lögmaður fyrrverandi héraðsdómari, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Friðrik Ólafsson.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira