Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. maí 2019 12:15 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands. Vísir/Ernir Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar hinn 12. mars síðastliðinn. Niðurstaða MDE var að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en brotið fólst í því að dómari, sem ekki var löglega skipaður við Landsrétt að mati Mannrétttindadómstólsins, dæmdi í sakamáli Guðmundar Andra. Reyndar hefur Ragnheiður verið í námsleyfi lengur, eða frá 1. janúar síðastliðnum. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir virða beri umsóknir þeirra Ásmundar og Ragnheiðar að vettugi því ekki sé hægt að skipa einstakling dómara við Landsrétt sem þegar gegni dómaraembætti við réttinn. „Þessir dómarar eru þegar með dómaraembætti við þennan dómstól. Ætli það teljist ekki skilyrði fyrir gildum umsóknum um stöðu að menn gegni henni ekki þá þegar. Það er enginn munur á þessum stöðum. Þetta eru fimmtán dómarastöður við Landsrétt og þeir sitja í tveimur þeirra. Þannig að ég lít svo á að þessar umsóknir séu að engu hafandi,“ segir Jón Steinar. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti mun nú fjalla um umsóknirnar. „Bæði dómsmálaráðherra og þessi nefnd ætti að mínu mati að virða þessar umsóknir að vettugi og ekki sinna þeim í því starfi sem er framundan við að skipa í þessa stöðu. Það hljóta allir menn að sjá að menn geta ekki sótt um stöðu sem þeir sitja þegar í,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, vegna málsins. Hún kaus að tjá sig ekki að svo stöddu. Á meðal annarra umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt eru Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson. Þeir eru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði af lista þeirra 15 dómara sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd þegar dómsmálaráðherra gerði tilnefningu til Alþingis um skipun dómara við Landsrétt á sínum tíma. Aðrir umsækjendur eru Jónas Jóhannsson, lögmaður fyrrverandi héraðsdómari, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Friðrik Ólafsson. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar hinn 12. mars síðastliðinn. Niðurstaða MDE var að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en brotið fólst í því að dómari, sem ekki var löglega skipaður við Landsrétt að mati Mannrétttindadómstólsins, dæmdi í sakamáli Guðmundar Andra. Reyndar hefur Ragnheiður verið í námsleyfi lengur, eða frá 1. janúar síðastliðnum. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir virða beri umsóknir þeirra Ásmundar og Ragnheiðar að vettugi því ekki sé hægt að skipa einstakling dómara við Landsrétt sem þegar gegni dómaraembætti við réttinn. „Þessir dómarar eru þegar með dómaraembætti við þennan dómstól. Ætli það teljist ekki skilyrði fyrir gildum umsóknum um stöðu að menn gegni henni ekki þá þegar. Það er enginn munur á þessum stöðum. Þetta eru fimmtán dómarastöður við Landsrétt og þeir sitja í tveimur þeirra. Þannig að ég lít svo á að þessar umsóknir séu að engu hafandi,“ segir Jón Steinar. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti mun nú fjalla um umsóknirnar. „Bæði dómsmálaráðherra og þessi nefnd ætti að mínu mati að virða þessar umsóknir að vettugi og ekki sinna þeim í því starfi sem er framundan við að skipa í þessa stöðu. Það hljóta allir menn að sjá að menn geta ekki sótt um stöðu sem þeir sitja þegar í,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, vegna málsins. Hún kaus að tjá sig ekki að svo stöddu. Á meðal annarra umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt eru Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson. Þeir eru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði af lista þeirra 15 dómara sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd þegar dómsmálaráðherra gerði tilnefningu til Alþingis um skipun dómara við Landsrétt á sínum tíma. Aðrir umsækjendur eru Jónas Jóhannsson, lögmaður fyrrverandi héraðsdómari, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Friðrik Ólafsson.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira