Ólafía snýr aftur á LPGA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. maí 2019 12:00 Ólafía keppir á meðal þeirra bestu um helgina vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á LPGA mótaröðinni þetta tímabilið. Valdís Þóra Jónsdóttir verður í eldlínunni á Evrópumótaröðinni. Síðustu tvö ár var Ólafía Þórunn með fullan keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims, LPGA, en hún missti hann í lok síðasta árs. Hún er með takmarkaðan aðgang að mótaröðinni í ár en mun núna keppa á tveimur mótum í röð. Fyrst er komið að Pure Silk meistaramótinu, en hún fékk boð á það mót frá styrktaraðilum. Hún vann sér svo inn þátttökurétt á Opna bandaríska risamótinu sem hefst í næstu viku. Pure Silk mótið fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og tók Ólafía þátt í því síðustu tvö ár en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Ólafía á rástíma klukkan 14:05 að staðartíma, eða 18:05 að íslenskum tíma. Hún hefur leik á tíundu braut og með henni í ráshóp eru Robyn Choi frá Ástralíu og Lee Lopez frá Bandaríkjunum. Stöð 2 Sport 4 sýnir beint frá mótinu og hefst útsendingin klukkan 20:00. Valdís Þóra er að spila á sínu níunda móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaraðar Evrópu, og hún er í 72. sæti stigalista mótaraðarinnar. Hún er á meðal þáttakanda á Jabra Ladies Open mótinu sem er haldið í Frakklandi. Þetta er aðeins þriggja daga mót og verður niðurskurður eftir annan keppnisdag. Valdís hefur leik klukkan 14:08 að staðartíma, eða 12:08 að íslenskum tíma. Valdís er í ráshóp með Ana Menendez frá Mexíkó og hinni sænsku Filippa Moork. Ólafía Þórunn er í 444. sæti heimslistans í golfi, en hann var gefinn út í gær. Valdís Þóra er þar rétt fyrir neðan, í 450. sæti. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á LPGA mótaröðinni þetta tímabilið. Valdís Þóra Jónsdóttir verður í eldlínunni á Evrópumótaröðinni. Síðustu tvö ár var Ólafía Þórunn með fullan keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims, LPGA, en hún missti hann í lok síðasta árs. Hún er með takmarkaðan aðgang að mótaröðinni í ár en mun núna keppa á tveimur mótum í röð. Fyrst er komið að Pure Silk meistaramótinu, en hún fékk boð á það mót frá styrktaraðilum. Hún vann sér svo inn þátttökurétt á Opna bandaríska risamótinu sem hefst í næstu viku. Pure Silk mótið fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og tók Ólafía þátt í því síðustu tvö ár en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Ólafía á rástíma klukkan 14:05 að staðartíma, eða 18:05 að íslenskum tíma. Hún hefur leik á tíundu braut og með henni í ráshóp eru Robyn Choi frá Ástralíu og Lee Lopez frá Bandaríkjunum. Stöð 2 Sport 4 sýnir beint frá mótinu og hefst útsendingin klukkan 20:00. Valdís Þóra er að spila á sínu níunda móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaraðar Evrópu, og hún er í 72. sæti stigalista mótaraðarinnar. Hún er á meðal þáttakanda á Jabra Ladies Open mótinu sem er haldið í Frakklandi. Þetta er aðeins þriggja daga mót og verður niðurskurður eftir annan keppnisdag. Valdís hefur leik klukkan 14:08 að staðartíma, eða 12:08 að íslenskum tíma. Valdís er í ráshóp með Ana Menendez frá Mexíkó og hinni sænsku Filippa Moork. Ólafía Þórunn er í 444. sæti heimslistans í golfi, en hann var gefinn út í gær. Valdís Þóra er þar rétt fyrir neðan, í 450. sæti.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira