Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2019 07:41 Maímánuður er besti tími ársins til þess að klífa Everest. vísir/getty Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. Frá þessu er greint á mbl.is þar sem segir að Bjarni hafi náð áfanganum í morgun og sé lagður af stað niður á ný. Síðasti Íslendingurinn sem komst á topp Everest var Vilborg Arna Gissurardóttir. Hún náði tindinum fyrir tveimur árum, í maí 2017. Var hún sjöundi Íslendingurinn til að klífa Everest og fyrsta íslenska konan.Bjarni Ármannsson er áttundi Íslendingurinn til þess að ná toppi Everest.fréttablaðið/vilhelmFyrstu Íslendingarnir sem náðu á tind Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon. Þeir komust á toppinn í maí 1997. Í maí 2002 komst svo Haraldur Örn Ólafsson á topp fjallsins en það liðu ellefu ár þar til Íslendingar áttu eftir að komast aftur á toppinn. Árið 2013 komust þeir Leifur Örn Svavarsson og Ingólfur Geir Gissurarson báðir á toppinn en þó ekki með sama leiðangri. Rætt var við Sigrúnu Hrönn, eiginkonu Leifs Arnar Svavarssonar leiðsögumanns sem staddur er á Everest, í Bítinu í morgun og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Allir þeir Íslendingar sem náð hafa toppi Everest hafa klifið fjallið í maí sem er besti tími ársins til þess. Eins og sjá má á Facebook-færslunni hér fyrir neðan hefur verið örtröð á toppinn síðasta sólarhringinn eða svo. Everest Fjallamennska Nepal Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. Frá þessu er greint á mbl.is þar sem segir að Bjarni hafi náð áfanganum í morgun og sé lagður af stað niður á ný. Síðasti Íslendingurinn sem komst á topp Everest var Vilborg Arna Gissurardóttir. Hún náði tindinum fyrir tveimur árum, í maí 2017. Var hún sjöundi Íslendingurinn til að klífa Everest og fyrsta íslenska konan.Bjarni Ármannsson er áttundi Íslendingurinn til þess að ná toppi Everest.fréttablaðið/vilhelmFyrstu Íslendingarnir sem náðu á tind Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon. Þeir komust á toppinn í maí 1997. Í maí 2002 komst svo Haraldur Örn Ólafsson á topp fjallsins en það liðu ellefu ár þar til Íslendingar áttu eftir að komast aftur á toppinn. Árið 2013 komust þeir Leifur Örn Svavarsson og Ingólfur Geir Gissurarson báðir á toppinn en þó ekki með sama leiðangri. Rætt var við Sigrúnu Hrönn, eiginkonu Leifs Arnar Svavarssonar leiðsögumanns sem staddur er á Everest, í Bítinu í morgun og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Allir þeir Íslendingar sem náð hafa toppi Everest hafa klifið fjallið í maí sem er besti tími ársins til þess. Eins og sjá má á Facebook-færslunni hér fyrir neðan hefur verið örtröð á toppinn síðasta sólarhringinn eða svo.
Everest Fjallamennska Nepal Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira