Evrópuþingskosningarnar: Stærstu lýðræðislegu alþjóðakosningar í heiminum Michael Mann skrifar 23. maí 2019 07:15 Í dag og næstu daga, 23.-26. maí, ganga hundruð milljóna Evrópubúa til kosninga og kjósa sér nýtt þing. Kjósendur allstaðar að úr Evrópusambandinu munu vega og meta frambjóðendur og stefnuskrár þeirra er þeir ganga að kjörborðinu og kjósa fulltrúa til að móta framtíð meginlandsins og hlutverk Evrópusambandsins í heiminum til margra ára. Evrópusambandið er einstakt verkefni sem byggir á friðsamlegri samvinnu landa sem trúa því að sameinuð standi þau sterkari að vígi. Þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptasamningum, baráttunni gegn loftlagsbreytingum, og því að takast á við fólksflutninga eru ESB-löndin margfalt sterkari þegar þau deila fullveldi sínu og vinna saman. Þessi mikla lýðræðishátíð sýnir að andstæðingar sambandsins hafa rangt fyrir sér þegar þeir halda því fram að Evrópusambandið sé ólýðræðislegt og að borgarar þess hafi engin áhrif. Evrópuþingið er kjörið í beinni kosningu. Það ræðir löggjöf ESB, breytir henni og samþykkir síðan, ásamt með ráðherraráðinu, sem skipað er lýðræðislega kjörnum ráðherrum frá aðildarlöndunum 28. Þess má geta að kosningarnar skipta líka máli fyrir Ísland. Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu innleiðir Ísland lög sem samþykkt eru á Evrópuþinginu.ESB vinsælla en áður Nú í aðdraganda kosninganna 2019 eru margir sem vilja grafa undan því sem Evrópusambandið hefur áorkað til þessa og jafnvel eyðileggja það. Til allrar hamingju þá eru slíkar skoðanir á öndverðum meiði við álit flestra, samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum sem sýna vaxandi stuðning við Evrópusambandið. Nýjasta Eurobarometer skoðanakönnunin sem gerð var fyrir Evrópuþingið sýndi að 62% ríkisborgara telja að Evrópusambandsaðild lands síns hafi verið til góðs, og tveir af hverjum þremur (68%) eru sannfærðir um að land þeirra hafi notið góðs af því að vera aðili að Evrópusambandinu. Þetta er besta einkunn sem ESB hefur fengið frá því 1983. Um 66% aðspurðra myndu kjósa með því að landið þeirra yrði áfram aðili að Evrópusambandinu sem og meirihluti fólks í öllum aðildarríkjum ESB. Aðeins 17% myndu íhuga að yfirgefa Evrópusambandið, og 17% voru óákveðin. En þó svo að þessar tölur séu uppörvandi, er mikið verk óunnið. Kosið um árangur Síðustu vikur hafa borgarar Evrópusambandsins kynnt sér hvernig og hvað Evrópusambandið gerir til þess að vernda þá, skapa ný tækifæri og sýna styrkleika Evrópusambandsins út á við. Kosningabaráttan hefur vakið athygli á þeim árangri sem næst á degi hverjum, í málefnum eins og baráttunni gegn hryðjuverkum, gegn undirboði á vörum og þjónustu, og í baráttunni fyrir því að netrisar sæti ábyrgð og virði persónuverndarlög. Á tímum fjölmargra áskorana hafa stofnanir Evrópusambandsins unnið hörðum höndum að því að tryggja góða þátttöku í kosningunum í ár. Það er mikilvægara en nokkru sinni áður að úrslitin endurspegli skoðanir sem flestra Evrópubúa. Sterkt, lýðræðislegt Evrópusamband er okkur öllum í hag. Evrópsku þingkosningarnar eru lykillinn að því að tryggja að sú verði raunin.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Michael Mann Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag og næstu daga, 23.-26. maí, ganga hundruð milljóna Evrópubúa til kosninga og kjósa sér nýtt þing. Kjósendur allstaðar að úr Evrópusambandinu munu vega og meta frambjóðendur og stefnuskrár þeirra er þeir ganga að kjörborðinu og kjósa fulltrúa til að móta framtíð meginlandsins og hlutverk Evrópusambandsins í heiminum til margra ára. Evrópusambandið er einstakt verkefni sem byggir á friðsamlegri samvinnu landa sem trúa því að sameinuð standi þau sterkari að vígi. Þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptasamningum, baráttunni gegn loftlagsbreytingum, og því að takast á við fólksflutninga eru ESB-löndin margfalt sterkari þegar þau deila fullveldi sínu og vinna saman. Þessi mikla lýðræðishátíð sýnir að andstæðingar sambandsins hafa rangt fyrir sér þegar þeir halda því fram að Evrópusambandið sé ólýðræðislegt og að borgarar þess hafi engin áhrif. Evrópuþingið er kjörið í beinni kosningu. Það ræðir löggjöf ESB, breytir henni og samþykkir síðan, ásamt með ráðherraráðinu, sem skipað er lýðræðislega kjörnum ráðherrum frá aðildarlöndunum 28. Þess má geta að kosningarnar skipta líka máli fyrir Ísland. Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu innleiðir Ísland lög sem samþykkt eru á Evrópuþinginu.ESB vinsælla en áður Nú í aðdraganda kosninganna 2019 eru margir sem vilja grafa undan því sem Evrópusambandið hefur áorkað til þessa og jafnvel eyðileggja það. Til allrar hamingju þá eru slíkar skoðanir á öndverðum meiði við álit flestra, samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum sem sýna vaxandi stuðning við Evrópusambandið. Nýjasta Eurobarometer skoðanakönnunin sem gerð var fyrir Evrópuþingið sýndi að 62% ríkisborgara telja að Evrópusambandsaðild lands síns hafi verið til góðs, og tveir af hverjum þremur (68%) eru sannfærðir um að land þeirra hafi notið góðs af því að vera aðili að Evrópusambandinu. Þetta er besta einkunn sem ESB hefur fengið frá því 1983. Um 66% aðspurðra myndu kjósa með því að landið þeirra yrði áfram aðili að Evrópusambandinu sem og meirihluti fólks í öllum aðildarríkjum ESB. Aðeins 17% myndu íhuga að yfirgefa Evrópusambandið, og 17% voru óákveðin. En þó svo að þessar tölur séu uppörvandi, er mikið verk óunnið. Kosið um árangur Síðustu vikur hafa borgarar Evrópusambandsins kynnt sér hvernig og hvað Evrópusambandið gerir til þess að vernda þá, skapa ný tækifæri og sýna styrkleika Evrópusambandsins út á við. Kosningabaráttan hefur vakið athygli á þeim árangri sem næst á degi hverjum, í málefnum eins og baráttunni gegn hryðjuverkum, gegn undirboði á vörum og þjónustu, og í baráttunni fyrir því að netrisar sæti ábyrgð og virði persónuverndarlög. Á tímum fjölmargra áskorana hafa stofnanir Evrópusambandsins unnið hörðum höndum að því að tryggja góða þátttöku í kosningunum í ár. Það er mikilvægara en nokkru sinni áður að úrslitin endurspegli skoðanir sem flestra Evrópubúa. Sterkt, lýðræðislegt Evrópusamband er okkur öllum í hag. Evrópsku þingkosningarnar eru lykillinn að því að tryggja að sú verði raunin.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar