Flest bendir til mjúkrar lendingar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. maí 2019 07:30 Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær. FBL/Stefán Dósent í hagfræði segir útlit fyrir að Íslendingum takist að komast í gegnum niðursveiflu í hagkerfinu án þess að hún verði mikil. Hægt sé að nota peningastefnuna til þess að mýkja lendinguna. Forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter segir ekki annað hægt að lesa úr orðum peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands en að vextir verði lækkaðir enn frekar. Fjárfestar tóku í vel í þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans um hálft prósentustig en til marks um það hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um tæplega 0,8 prósent og ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hríðféll í viðskiptum gærdagsins. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var sérstaklega tekið fram að svigrúm nefndarinnar til þess að mæta efnahagssamdrætti – en bankinn spáir 0,4 prósenta samdrætti í ár – væri töluvert og þá sérstaklega ef verðbólga og verðbólguvæntingar héldust við markmið. „Ef spá bankans um slaka rætist og verðbólga og verðbólguvæntingar fara niður í markmið ættu að vera forsendur fyrir því að lækka vexti enn meira horft inn á næsta vetur,“ segir Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter, í samtali við Markaðinn. Hann segist vænta þess að Seðlabankinn lækki vexti um fimmtíu punkta fram á haust. Þá verði aðhald peningastefnunnar aðeins búið að minnka frá því sem það var fyrir áramót. Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir vaxtalækkunina jákvæð tíðindi. Það muni miklu fyrir fyrirtæki að fjármagnskostnaður lækki nú þegar rekstrartekjur séu almennt að dragast saman. „Frá seinna stríði hafa allar hagsveiflur endað með gengisfalli og verðbólgu en við erum að ná því nú að lenda hagkerfinu með öðrum hætti. Við getum notað peningastefnuna til þess í rauninni að mýkja lendinguna,“ útskýrir Ásgeir. Þrír þættir skipti þar mestu máli. „Í fyrsta lagi erum við, þrátt fyrir allt, með viðskiptaafgang enda hefur alls ekkert hrun átt sér stað í ferðaþjónustu, heldur hefur greinin aðeins verið að hægja á sér. Sú þróun var raunar hafin áður en WOW air féll. Viðskiptaafgangurinn myndar mikilvægan stuðning við krónuna. Þá höfum við almennt séð meiri almennan sparnað á síðustu árum og minni einkaneyslu sem aftur leiðir til minni innflutnings og hærra jafnvægisgengis krónunnar. Við höfum ekki misst hagkerfið út í þenslu og ofhitnun, líkt og venjan er yfirleitt, sem hefur komið fram með verðbólgu. Það er mjög jákvætt og veldur því að ekki er þörf á gengisleiðréttingu. Í þriðja lagi búum við yfir öflugum gjaldeyrisforða. Seðlabankinn getur þannig leyft sér að minnka vaxtamun við útlönd með því að lækka vexti án þess að eiga á hættu að gengið gefi eftir. Það gátum við til dæmis ekki árin 2008 og 2001,“ segir Ásgeir. Allt þetta þýði að við séum farin að geta beitt peningastefnunni meira í líkingu við önnur lönd til þess að milda niðursveifluna.Seðlabankinn spáir 0,4 prósenta samdrætti í ár en gerir svo aftur ráð fyrir hagvexti 2020. Fréttablaðið/Anton BrinkVon á frekari lækkunum Agnar Tómas segir að með vaxtalækkuninni í gær hafi Seðlabankinn fært aðhaldsstig peningastefnunnar á sama stað og það var síðasta haust. Ekki sé hægt að lesa annað úr orðum bankans en að vextir verði lækkaðir enn frekar. „Verðbólguvæntingar, bæði til skemmri og lengri tíma, virðast vera komnar í kringum þrjú prósent á þá mælikvarða sem bankinn horfir mest á í dag sem þýðir einfaldlega að fyrir vaxtaákvörðunina var aðhaldsstig Seðlabankans um 1,5 prósent. Síðasta haust, þegar bankinn taldi enn vera talsverða spennu í hagkerfinu, vildi hann ekki hleypa raunvaxtastiginu niður undir eitt prósent og var þá að halda því í kringum eitt prósent. Með vaxtalækkuninni í gær er bankinn þannig að færa aðhaldsstig peningastefnunnar á sama stað og það var í spennu síðasta haust,“ nefnir Agnar og bætir við: „Þess vegna er ekki hægt að lesa annað úr orðum bankans, og það kom líka skýrt fram á fundinum með seðlabankastjóra í gærmorgun, en að hann muni að óbreyttu – og að því gefnu að verðbólguvæntingar hækki ekki á ný – halda áfram að lækka vexti, þó svo að það sé ekki nema einfaldlega til þess að draga úr aðhaldinu og færa það í meira samræmi við þann slaka og hjöðnun verðbólgu sem er fram undan í hagkerfinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Tengdar fréttir Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Dósent í hagfræði segir útlit fyrir að Íslendingum takist að komast í gegnum niðursveiflu í hagkerfinu án þess að hún verði mikil. Hægt sé að nota peningastefnuna til þess að mýkja lendinguna. Forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter segir ekki annað hægt að lesa úr orðum peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands en að vextir verði lækkaðir enn frekar. Fjárfestar tóku í vel í þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans um hálft prósentustig en til marks um það hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um tæplega 0,8 prósent og ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hríðféll í viðskiptum gærdagsins. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var sérstaklega tekið fram að svigrúm nefndarinnar til þess að mæta efnahagssamdrætti – en bankinn spáir 0,4 prósenta samdrætti í ár – væri töluvert og þá sérstaklega ef verðbólga og verðbólguvæntingar héldust við markmið. „Ef spá bankans um slaka rætist og verðbólga og verðbólguvæntingar fara niður í markmið ættu að vera forsendur fyrir því að lækka vexti enn meira horft inn á næsta vetur,“ segir Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter, í samtali við Markaðinn. Hann segist vænta þess að Seðlabankinn lækki vexti um fimmtíu punkta fram á haust. Þá verði aðhald peningastefnunnar aðeins búið að minnka frá því sem það var fyrir áramót. Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter.Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir vaxtalækkunina jákvæð tíðindi. Það muni miklu fyrir fyrirtæki að fjármagnskostnaður lækki nú þegar rekstrartekjur séu almennt að dragast saman. „Frá seinna stríði hafa allar hagsveiflur endað með gengisfalli og verðbólgu en við erum að ná því nú að lenda hagkerfinu með öðrum hætti. Við getum notað peningastefnuna til þess í rauninni að mýkja lendinguna,“ útskýrir Ásgeir. Þrír þættir skipti þar mestu máli. „Í fyrsta lagi erum við, þrátt fyrir allt, með viðskiptaafgang enda hefur alls ekkert hrun átt sér stað í ferðaþjónustu, heldur hefur greinin aðeins verið að hægja á sér. Sú þróun var raunar hafin áður en WOW air féll. Viðskiptaafgangurinn myndar mikilvægan stuðning við krónuna. Þá höfum við almennt séð meiri almennan sparnað á síðustu árum og minni einkaneyslu sem aftur leiðir til minni innflutnings og hærra jafnvægisgengis krónunnar. Við höfum ekki misst hagkerfið út í þenslu og ofhitnun, líkt og venjan er yfirleitt, sem hefur komið fram með verðbólgu. Það er mjög jákvætt og veldur því að ekki er þörf á gengisleiðréttingu. Í þriðja lagi búum við yfir öflugum gjaldeyrisforða. Seðlabankinn getur þannig leyft sér að minnka vaxtamun við útlönd með því að lækka vexti án þess að eiga á hættu að gengið gefi eftir. Það gátum við til dæmis ekki árin 2008 og 2001,“ segir Ásgeir. Allt þetta þýði að við séum farin að geta beitt peningastefnunni meira í líkingu við önnur lönd til þess að milda niðursveifluna.Seðlabankinn spáir 0,4 prósenta samdrætti í ár en gerir svo aftur ráð fyrir hagvexti 2020. Fréttablaðið/Anton BrinkVon á frekari lækkunum Agnar Tómas segir að með vaxtalækkuninni í gær hafi Seðlabankinn fært aðhaldsstig peningastefnunnar á sama stað og það var síðasta haust. Ekki sé hægt að lesa annað úr orðum bankans en að vextir verði lækkaðir enn frekar. „Verðbólguvæntingar, bæði til skemmri og lengri tíma, virðast vera komnar í kringum þrjú prósent á þá mælikvarða sem bankinn horfir mest á í dag sem þýðir einfaldlega að fyrir vaxtaákvörðunina var aðhaldsstig Seðlabankans um 1,5 prósent. Síðasta haust, þegar bankinn taldi enn vera talsverða spennu í hagkerfinu, vildi hann ekki hleypa raunvaxtastiginu niður undir eitt prósent og var þá að halda því í kringum eitt prósent. Með vaxtalækkuninni í gær er bankinn þannig að færa aðhaldsstig peningastefnunnar á sama stað og það var í spennu síðasta haust,“ nefnir Agnar og bætir við: „Þess vegna er ekki hægt að lesa annað úr orðum bankans, og það kom líka skýrt fram á fundinum með seðlabankastjóra í gærmorgun, en að hann muni að óbreyttu – og að því gefnu að verðbólguvæntingar hækki ekki á ný – halda áfram að lækka vexti, þó svo að það sé ekki nema einfaldlega til þess að draga úr aðhaldinu og færa það í meira samræmi við þann slaka og hjöðnun verðbólgu sem er fram undan í hagkerfinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Tengdar fréttir Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. 22. maí 2019 12:15