Lögfræðiálit skattsins taldi skylt að afhenda skattskýrslur Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 10:54 Kröfur þingnefnda um skattskýrslur Trump forseta koma til kasta fjármálaráðuneytisins og skattstofunnar. Vísir/EPA Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna er skylt að afhenda skattskýrslur krefjist þingnefndir þeirra nema ef forsetinn krefst sérstaklega leyndar um þær. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem var unnið innan skattstofu Bandaríkjanna sem Washington Post komst yfir. Ráðuneytið hefur hafnað því að afhenda þinginu skattskýrslur Donalds Trump forseta. Harðar deilur hafa staðið yfir á milli Hvíta hússins og þingnefnda sem demókratar stýra um aðgang að fjárhagsupplýsingum um Trump forseta. Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir skattskýrslunum sem Trump hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðni formanns hennar, jafnvel eftir að stefna var gefin út. Rök ráðuneytisins hafa verið þau að þingnefndir geti aðeins fengið skattskýrslur einstaklinga afhentar ef þær þurfa á þeim að halda fyrir lagasetningu. Þingnefndirnar skorti lögmæta ástæðu til þess að krefjast skattskýrslna Trump. Lagaákvæðið sem fjárlaganefndin byggði kröfu sína á virðist engu að síður ekki gera ráð fyrir neins konar takmörkunum á hvenær Bandaríkjaþing geti óskað eftir skattskýrslum.Þurfi ekki sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslna Lögfræðiálit sem unnið var hjá skattstofu Bandaríkjanna (IRS) gengur í þverhögg við rökstuðning ríkisstjórnar Trump um að synja beiðnum um skattskýrslurnar. Í því segir að fjármálaráðherranum beri skylda til að afhenda skýrslur sem formenn þingnefnda sem koma að því að semja lög um skattheimtu óska eftir. Fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar er ein þeirra nefnda. Minnisblaðið hefur ekki áður verið gert opinbert. Í því er fullyrt að ólíkt því sem Mnuchin hefur haldið fram þá þurfi þingnefndirnar ekki að hafa sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslnanna. Eina tilfellið þar sem skattstofan gæti hafnað því að verða við stefnu frá þingnefnd væri ef forsetinn nýtti vald sitt til að krefjast trúnaðar um skýrslurnar. Það vald hefur fyrst og fremst verið talið ná til skrafs og ráðagerða innan framkvæmdavaldsins. Afar óvenjulegt væri af forsetinn ætlaði að láta slíkan trúnað ná yfir skattskýrslur sínar. IRS segir að minnisblaðið hafi verið drög sem lögfræðingur á skrifstofu yfirlögfræðings skattstofunnar skrifaði. Efni þess væri ekki „opinber afstaða“ embættisins. Hvorki Charles Retting, skattstjóri Bandaríkjanna, né Michael Desmond, yfirlögfræðingur embættisins, hafi vitað af álitinu fyrr en Washington Post bar það undir þá í vikunni. Minnisblaðið hafi ekki verið sent fjármálaráðuneytinu. Talsmaður fjármálaráðuneytisins segir að minnisblaðið grafi ekki undan rökstuðningi þess fyrir því að hafna kröfum þingsins um skattskýrslurnar. Ráðuneytið byggi á lögfræðiáliti dómsmálaráðuneytisins. Bæði ráðuneytin hafa hafnað kröfum um að það álit verði birt opinberlega. Heimildarmaður Washington Post innan fjármálaráðuneytisins segir að hún sé í þröngri stöðu. Trump forseti hafi þegar ákveðið að skattskýrslur hans verði ekki afhentar og Mnuchin sé eindreginn bandamaður hans sem var meðal annars fjármálastjóri framboðs hans. „Ákvörðunin hefur verið tekin. Nú er það upp á okkur komið að reyna að réttlæta hana,“ segir embættismaðurinn sem óskaði eftir nafnleynd til að ræða um trúnaðarsamtöl innan ráðuneytisins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna er skylt að afhenda skattskýrslur krefjist þingnefndir þeirra nema ef forsetinn krefst sérstaklega leyndar um þær. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem var unnið innan skattstofu Bandaríkjanna sem Washington Post komst yfir. Ráðuneytið hefur hafnað því að afhenda þinginu skattskýrslur Donalds Trump forseta. Harðar deilur hafa staðið yfir á milli Hvíta hússins og þingnefnda sem demókratar stýra um aðgang að fjárhagsupplýsingum um Trump forseta. Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir skattskýrslunum sem Trump hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðni formanns hennar, jafnvel eftir að stefna var gefin út. Rök ráðuneytisins hafa verið þau að þingnefndir geti aðeins fengið skattskýrslur einstaklinga afhentar ef þær þurfa á þeim að halda fyrir lagasetningu. Þingnefndirnar skorti lögmæta ástæðu til þess að krefjast skattskýrslna Trump. Lagaákvæðið sem fjárlaganefndin byggði kröfu sína á virðist engu að síður ekki gera ráð fyrir neins konar takmörkunum á hvenær Bandaríkjaþing geti óskað eftir skattskýrslum.Þurfi ekki sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslna Lögfræðiálit sem unnið var hjá skattstofu Bandaríkjanna (IRS) gengur í þverhögg við rökstuðning ríkisstjórnar Trump um að synja beiðnum um skattskýrslurnar. Í því segir að fjármálaráðherranum beri skylda til að afhenda skýrslur sem formenn þingnefnda sem koma að því að semja lög um skattheimtu óska eftir. Fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar er ein þeirra nefnda. Minnisblaðið hefur ekki áður verið gert opinbert. Í því er fullyrt að ólíkt því sem Mnuchin hefur haldið fram þá þurfi þingnefndirnar ekki að hafa sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslnanna. Eina tilfellið þar sem skattstofan gæti hafnað því að verða við stefnu frá þingnefnd væri ef forsetinn nýtti vald sitt til að krefjast trúnaðar um skýrslurnar. Það vald hefur fyrst og fremst verið talið ná til skrafs og ráðagerða innan framkvæmdavaldsins. Afar óvenjulegt væri af forsetinn ætlaði að láta slíkan trúnað ná yfir skattskýrslur sínar. IRS segir að minnisblaðið hafi verið drög sem lögfræðingur á skrifstofu yfirlögfræðings skattstofunnar skrifaði. Efni þess væri ekki „opinber afstaða“ embættisins. Hvorki Charles Retting, skattstjóri Bandaríkjanna, né Michael Desmond, yfirlögfræðingur embættisins, hafi vitað af álitinu fyrr en Washington Post bar það undir þá í vikunni. Minnisblaðið hafi ekki verið sent fjármálaráðuneytinu. Talsmaður fjármálaráðuneytisins segir að minnisblaðið grafi ekki undan rökstuðningi þess fyrir því að hafna kröfum þingsins um skattskýrslurnar. Ráðuneytið byggi á lögfræðiáliti dómsmálaráðuneytisins. Bæði ráðuneytin hafa hafnað kröfum um að það álit verði birt opinberlega. Heimildarmaður Washington Post innan fjármálaráðuneytisins segir að hún sé í þröngri stöðu. Trump forseti hafi þegar ákveðið að skattskýrslur hans verði ekki afhentar og Mnuchin sé eindreginn bandamaður hans sem var meðal annars fjármálastjóri framboðs hans. „Ákvörðunin hefur verið tekin. Nú er það upp á okkur komið að reyna að réttlæta hana,“ segir embættismaðurinn sem óskaði eftir nafnleynd til að ræða um trúnaðarsamtöl innan ráðuneytisins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52
Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10