Lögfræðiálit skattsins taldi skylt að afhenda skattskýrslur Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 10:54 Kröfur þingnefnda um skattskýrslur Trump forseta koma til kasta fjármálaráðuneytisins og skattstofunnar. Vísir/EPA Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna er skylt að afhenda skattskýrslur krefjist þingnefndir þeirra nema ef forsetinn krefst sérstaklega leyndar um þær. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem var unnið innan skattstofu Bandaríkjanna sem Washington Post komst yfir. Ráðuneytið hefur hafnað því að afhenda þinginu skattskýrslur Donalds Trump forseta. Harðar deilur hafa staðið yfir á milli Hvíta hússins og þingnefnda sem demókratar stýra um aðgang að fjárhagsupplýsingum um Trump forseta. Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir skattskýrslunum sem Trump hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðni formanns hennar, jafnvel eftir að stefna var gefin út. Rök ráðuneytisins hafa verið þau að þingnefndir geti aðeins fengið skattskýrslur einstaklinga afhentar ef þær þurfa á þeim að halda fyrir lagasetningu. Þingnefndirnar skorti lögmæta ástæðu til þess að krefjast skattskýrslna Trump. Lagaákvæðið sem fjárlaganefndin byggði kröfu sína á virðist engu að síður ekki gera ráð fyrir neins konar takmörkunum á hvenær Bandaríkjaþing geti óskað eftir skattskýrslum.Þurfi ekki sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslna Lögfræðiálit sem unnið var hjá skattstofu Bandaríkjanna (IRS) gengur í þverhögg við rökstuðning ríkisstjórnar Trump um að synja beiðnum um skattskýrslurnar. Í því segir að fjármálaráðherranum beri skylda til að afhenda skýrslur sem formenn þingnefnda sem koma að því að semja lög um skattheimtu óska eftir. Fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar er ein þeirra nefnda. Minnisblaðið hefur ekki áður verið gert opinbert. Í því er fullyrt að ólíkt því sem Mnuchin hefur haldið fram þá þurfi þingnefndirnar ekki að hafa sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslnanna. Eina tilfellið þar sem skattstofan gæti hafnað því að verða við stefnu frá þingnefnd væri ef forsetinn nýtti vald sitt til að krefjast trúnaðar um skýrslurnar. Það vald hefur fyrst og fremst verið talið ná til skrafs og ráðagerða innan framkvæmdavaldsins. Afar óvenjulegt væri af forsetinn ætlaði að láta slíkan trúnað ná yfir skattskýrslur sínar. IRS segir að minnisblaðið hafi verið drög sem lögfræðingur á skrifstofu yfirlögfræðings skattstofunnar skrifaði. Efni þess væri ekki „opinber afstaða“ embættisins. Hvorki Charles Retting, skattstjóri Bandaríkjanna, né Michael Desmond, yfirlögfræðingur embættisins, hafi vitað af álitinu fyrr en Washington Post bar það undir þá í vikunni. Minnisblaðið hafi ekki verið sent fjármálaráðuneytinu. Talsmaður fjármálaráðuneytisins segir að minnisblaðið grafi ekki undan rökstuðningi þess fyrir því að hafna kröfum þingsins um skattskýrslurnar. Ráðuneytið byggi á lögfræðiáliti dómsmálaráðuneytisins. Bæði ráðuneytin hafa hafnað kröfum um að það álit verði birt opinberlega. Heimildarmaður Washington Post innan fjármálaráðuneytisins segir að hún sé í þröngri stöðu. Trump forseti hafi þegar ákveðið að skattskýrslur hans verði ekki afhentar og Mnuchin sé eindreginn bandamaður hans sem var meðal annars fjármálastjóri framboðs hans. „Ákvörðunin hefur verið tekin. Nú er það upp á okkur komið að reyna að réttlæta hana,“ segir embættismaðurinn sem óskaði eftir nafnleynd til að ræða um trúnaðarsamtöl innan ráðuneytisins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna er skylt að afhenda skattskýrslur krefjist þingnefndir þeirra nema ef forsetinn krefst sérstaklega leyndar um þær. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem var unnið innan skattstofu Bandaríkjanna sem Washington Post komst yfir. Ráðuneytið hefur hafnað því að afhenda þinginu skattskýrslur Donalds Trump forseta. Harðar deilur hafa staðið yfir á milli Hvíta hússins og þingnefnda sem demókratar stýra um aðgang að fjárhagsupplýsingum um Trump forseta. Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings óskaði eftir skattskýrslunum sem Trump hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðni formanns hennar, jafnvel eftir að stefna var gefin út. Rök ráðuneytisins hafa verið þau að þingnefndir geti aðeins fengið skattskýrslur einstaklinga afhentar ef þær þurfa á þeim að halda fyrir lagasetningu. Þingnefndirnar skorti lögmæta ástæðu til þess að krefjast skattskýrslna Trump. Lagaákvæðið sem fjárlaganefndin byggði kröfu sína á virðist engu að síður ekki gera ráð fyrir neins konar takmörkunum á hvenær Bandaríkjaþing geti óskað eftir skattskýrslum.Þurfi ekki sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslna Lögfræðiálit sem unnið var hjá skattstofu Bandaríkjanna (IRS) gengur í þverhögg við rökstuðning ríkisstjórnar Trump um að synja beiðnum um skattskýrslurnar. Í því segir að fjármálaráðherranum beri skylda til að afhenda skýrslur sem formenn þingnefnda sem koma að því að semja lög um skattheimtu óska eftir. Fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar er ein þeirra nefnda. Minnisblaðið hefur ekki áður verið gert opinbert. Í því er fullyrt að ólíkt því sem Mnuchin hefur haldið fram þá þurfi þingnefndirnar ekki að hafa sérstaka ástæðu til að krefjast skattskýrslnanna. Eina tilfellið þar sem skattstofan gæti hafnað því að verða við stefnu frá þingnefnd væri ef forsetinn nýtti vald sitt til að krefjast trúnaðar um skýrslurnar. Það vald hefur fyrst og fremst verið talið ná til skrafs og ráðagerða innan framkvæmdavaldsins. Afar óvenjulegt væri af forsetinn ætlaði að láta slíkan trúnað ná yfir skattskýrslur sínar. IRS segir að minnisblaðið hafi verið drög sem lögfræðingur á skrifstofu yfirlögfræðings skattstofunnar skrifaði. Efni þess væri ekki „opinber afstaða“ embættisins. Hvorki Charles Retting, skattstjóri Bandaríkjanna, né Michael Desmond, yfirlögfræðingur embættisins, hafi vitað af álitinu fyrr en Washington Post bar það undir þá í vikunni. Minnisblaðið hafi ekki verið sent fjármálaráðuneytinu. Talsmaður fjármálaráðuneytisins segir að minnisblaðið grafi ekki undan rökstuðningi þess fyrir því að hafna kröfum þingsins um skattskýrslurnar. Ráðuneytið byggi á lögfræðiáliti dómsmálaráðuneytisins. Bæði ráðuneytin hafa hafnað kröfum um að það álit verði birt opinberlega. Heimildarmaður Washington Post innan fjármálaráðuneytisins segir að hún sé í þröngri stöðu. Trump forseti hafi þegar ákveðið að skattskýrslur hans verði ekki afhentar og Mnuchin sé eindreginn bandamaður hans sem var meðal annars fjármálastjóri framboðs hans. „Ákvörðunin hefur verið tekin. Nú er það upp á okkur komið að reyna að réttlæta hana,“ segir embættismaðurinn sem óskaði eftir nafnleynd til að ræða um trúnaðarsamtöl innan ráðuneytisins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Trump áfrýjar úrskurði um fjárhagsupplýsingar hans Alríkisdómari úrskurðaði í gær að þingnefnd mætti krefjast gagnanna. Forsetinn hefur nú áfrýjað til æðra dómstigs. 21. maí 2019 14:52
Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10