Skoðun

Sýndarsiðferði

Davíð Þorláksson skrifar
Því er stundum haldið fram að Enron hafi verið með lengstu siðareglur meðal þeirra fyrirtækja sem skráð voru í kauphöll í Bandaríkjunum. Það er kannski flökkusaga en ljóst er að þessar 64 síður komu ekki í veg fyrir að ósiðleg og ólögleg háttsemi stjórnenda yrði fyrirtækinu að falli. Það er nefnilega þannig að margar og íþyngjandi reglur og flókið fyrirkomulag tryggir ekki endilega bestu hegðunina.

Það verður algengara að ýmsir hópar setji sér siðareglur og setji á fót siðanefndir. Ef slík viðleitni er sjálfsprottin og gerð í góðri sátt meðal þeirra sem þurfa að fara eftir þeim er það hið besta mál. Það er þó sérstakt þegar fólk er að krefjast þess að siðareglur og siðanefndir séu settar yfir aðra en þá sjálfa. Það er nánast látið að því liggja að það eitt og sér að vera ekki með siðareglur og siðanefndir sé í eðli sínu siðlaust.

Það skaut skökku við þegar ákveðið var að setja siðareglur fyrir þingmenn. Samkvæmt stjórnarskránni eru þeir þjóðkjörnir og aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Það getur því enginn annar fellt dóma um störf þeirra en kjósendur þeirra. Það á ekki að þurfa siðareglur til að banna fólki til dæmis að áreita annað fólk, draga sér fé eða saka fólk að ósekju um refsiverða háttsemi. Öll sú háttsemi er ólögleg. Gott siðferði er eitt af því sem tryggir að samfélag okkar virki vel. En það er spurning hvort siðareglur og siðanefndir séu alltaf besta leiðin til að tryggja það.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×