Óska eftir fundi með framkvæmdastjóra SA og krefjast svara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 15:04 Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. „Við túlkum þetta þannig að þetta snúist um efndir á samningnum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar stéttarfélags. Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. Í fréttatilkynningu frá Eflingu segir: „Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“. Árni Valur sagði í samtali við fréttastofu 8. maí að sniðmátið hefði hann fengið frá SA og breytingar á launakjörum því „eftir bókinni“. Miðstjórn ASÍ gaf út yfirlýsingu þann 15. maí síðastliðinn þar sem komið var á framfæri óánægju með viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna vegna kostnaðarauka sem hlýst af gildistöku kjarasamninganna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að ASÍ áskili sér rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun nýgerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá. „Samtök atvinnulífsins hafa nú sent bréf til Eflingar þar sem þau þverneita að þetta séu undanbrögð vegna launahækkana í kjarasamninginum. Engin skýring er gefin á þeim orðum uppsagnarbréfsins, sem starfsmönnum var skipað að skrifa undir á staðnum, að „væntanlegur kostnaðarauki“ væri ástæða uppsagnanna,“ segir í tilkynningu. Viðar segir að í húfi sé traust milli samningsaðila. „Það er mjög skrítið ef Samtök atvinnulífsins ætla að fara að setja verkalýðshreyfinguna og launafólk í þá stöðu að það sé bara viðurkennt að fólk bara fái engar launahækkanir nema að þurfa að berjast fyrir því fyrir dómi í kjölfar undirritunar á kjarasamningi þar sem launahækkunin er mjög hófleg og einmitt hófstillt með hliðsjón af ástandinu í efnahagslífinu og svo framvegis,“ segir Viðar í samtali við fréttastofu og bætir við að öll spjót standi nú að Samtökum atvinnulífsins. Samtökin verði að eyða þeirri óvissunni og senda fyrirtækjum skýr skilaboð. Það sé ekki í lagi að fyrirtækin sem hafa aðild að SA meti stöðuna sem svo að SA styðji þau í því að finna sér krókaleiðir til þess að koma sér hjá því að veita launafólki umsamdar hækkanir. Atvinnurekendur horfi á málið sem fordæmisgefandi. „Í okkar huga snýst þetta um anda og markmið og traust í tengslum við kjarasamningsgerð og það að Samtök atvinnulífsins komi fram og gefi grænt ljós sínum aðildarfyrirtækjum á þetta að fara bara að fjármagna framfylgd kjarasamnings með því að skerða bara önnur kjör sem því nemur þannig að félagsmenn fái kannski bara ekkert, enga hækkun.“ Kjaramál Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
„Við túlkum þetta þannig að þetta snúist um efndir á samningnum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmastjóri Eflingar stéttarfélags. Efling fer fram á fund með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmastjóra Samtaka atvinnulífsins, að viðstöddum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum samningi. Í fréttatilkynningu frá Eflingu segir: „Málið kemur til vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns umsvifalaust eftir samþykkt kjarasamninganna. Segir í uppsagnarbréfinu að þetta sé „til að lækka launakostnað“ vegna „væntanlegs kostnaðarauka“. Árni Valur sagði í samtali við fréttastofu 8. maí að sniðmátið hefði hann fengið frá SA og breytingar á launakjörum því „eftir bókinni“. Miðstjórn ASÍ gaf út yfirlýsingu þann 15. maí síðastliðinn þar sem komið var á framfæri óánægju með viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna vegna kostnaðarauka sem hlýst af gildistöku kjarasamninganna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að ASÍ áskili sér rétt til þess að lýsa yfir einhliða riftun nýgerðra kjarasamninga við þessa sömu atvinnurekendur vegna ásetnings þeirra að ætla sér ekki að virða þá. „Samtök atvinnulífsins hafa nú sent bréf til Eflingar þar sem þau þverneita að þetta séu undanbrögð vegna launahækkana í kjarasamninginum. Engin skýring er gefin á þeim orðum uppsagnarbréfsins, sem starfsmönnum var skipað að skrifa undir á staðnum, að „væntanlegur kostnaðarauki“ væri ástæða uppsagnanna,“ segir í tilkynningu. Viðar segir að í húfi sé traust milli samningsaðila. „Það er mjög skrítið ef Samtök atvinnulífsins ætla að fara að setja verkalýðshreyfinguna og launafólk í þá stöðu að það sé bara viðurkennt að fólk bara fái engar launahækkanir nema að þurfa að berjast fyrir því fyrir dómi í kjölfar undirritunar á kjarasamningi þar sem launahækkunin er mjög hófleg og einmitt hófstillt með hliðsjón af ástandinu í efnahagslífinu og svo framvegis,“ segir Viðar í samtali við fréttastofu og bætir við að öll spjót standi nú að Samtökum atvinnulífsins. Samtökin verði að eyða þeirri óvissunni og senda fyrirtækjum skýr skilaboð. Það sé ekki í lagi að fyrirtækin sem hafa aðild að SA meti stöðuna sem svo að SA styðji þau í því að finna sér krókaleiðir til þess að koma sér hjá því að veita launafólki umsamdar hækkanir. Atvinnurekendur horfi á málið sem fordæmisgefandi. „Í okkar huga snýst þetta um anda og markmið og traust í tengslum við kjarasamningsgerð og það að Samtök atvinnulífsins komi fram og gefi grænt ljós sínum aðildarfyrirtækjum á þetta að fara bara að fjármagna framfylgd kjarasamnings með því að skerða bara önnur kjör sem því nemur þannig að félagsmenn fái kannski bara ekkert, enga hækkun.“
Kjaramál Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57
Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Árni Valur Sólonsson segir ekkert hæft í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum. 8. maí 2019 13:00