Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. maí 2019 13:53 vísir/getty Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. Er búið var að afhenda medalíurnar var skrúfað niður í tónlistinni í húsinu. Þá fór leikmaður ÍR með yfirlýsingu sem snéri að því að liðið neitaði að taka við verðlaunum frá KKÍ þar sem þær fengju ekki að spila við stráka í vetur. Félagið hafði óskað eftir því en fékk ekki í gegn. Að því búnu tóku þær medalíurnar af sér og gengu af pallinum. Svo herma heimildir Vísis.Mikill hiti í fólki Heimildir Vísis herma einnig að allt hafi í kjölfarið orðið brjálað og þá sérstaklega í foreldrahópi ÍR-liðsins þar sem ekki voru allir sammála um þennan gjörning liðsins. Mikill hiti var í fólki og einhverjir foreldrar hafa dregið barn sitt úr liðinu eftir þessa uppákomu. Það ku hafa komið til snarpra orðaskipta á milli einhverra foreldra og þjálfara liðsins. Sérstaklega var móðir stúlkunnar sem var látin fara með yfirlýsinguna reið enda var sá gjörningur algjörlega í óþökk móðurinnar. „Við lítum þetta atvik mjög alvarlegum augum en við munum gefa stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR tækifæri á að útskýra þetta mál áður en við tökum það lengra,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en hann býst við viðbrögðum frá ÍR í dag. „Við lítum þetta sérstaklega alvarlegum augum út af börnunum. Hvað sé verið að gera þeim með þessu því þau eiga svo sannarlega skilið að fá sín verðlaun.“Hræðilegt að þetta hafi gerst Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, segir að deildin muni funda um þetta mál síðar í dag. „Okkur finnst þetta miður og mjög alvarlegt mál,“ segir Guðmundur Óli og bætir við að það séu skiptar skoðanir innan foreldrahópsins með þetta mál. Einhverjir séu óánægðir. „Ég get staðfest að það hafa einhver börn verið dregin úr flokknum vegna þessarar uppákomu sem var hræðileg. Okkur finnst hræðilegt að þetta hafi gerst. Þetta mál mun fá mjög alvarlega umræðu hjá okkur.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. Er búið var að afhenda medalíurnar var skrúfað niður í tónlistinni í húsinu. Þá fór leikmaður ÍR með yfirlýsingu sem snéri að því að liðið neitaði að taka við verðlaunum frá KKÍ þar sem þær fengju ekki að spila við stráka í vetur. Félagið hafði óskað eftir því en fékk ekki í gegn. Að því búnu tóku þær medalíurnar af sér og gengu af pallinum. Svo herma heimildir Vísis.Mikill hiti í fólki Heimildir Vísis herma einnig að allt hafi í kjölfarið orðið brjálað og þá sérstaklega í foreldrahópi ÍR-liðsins þar sem ekki voru allir sammála um þennan gjörning liðsins. Mikill hiti var í fólki og einhverjir foreldrar hafa dregið barn sitt úr liðinu eftir þessa uppákomu. Það ku hafa komið til snarpra orðaskipta á milli einhverra foreldra og þjálfara liðsins. Sérstaklega var móðir stúlkunnar sem var látin fara með yfirlýsinguna reið enda var sá gjörningur algjörlega í óþökk móðurinnar. „Við lítum þetta atvik mjög alvarlegum augum en við munum gefa stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR tækifæri á að útskýra þetta mál áður en við tökum það lengra,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en hann býst við viðbrögðum frá ÍR í dag. „Við lítum þetta sérstaklega alvarlegum augum út af börnunum. Hvað sé verið að gera þeim með þessu því þau eiga svo sannarlega skilið að fá sín verðlaun.“Hræðilegt að þetta hafi gerst Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, segir að deildin muni funda um þetta mál síðar í dag. „Okkur finnst þetta miður og mjög alvarlegt mál,“ segir Guðmundur Óli og bætir við að það séu skiptar skoðanir innan foreldrahópsins með þetta mál. Einhverjir séu óánægðir. „Ég get staðfest að það hafa einhver börn verið dregin úr flokknum vegna þessarar uppákomu sem var hræðileg. Okkur finnst hræðilegt að þetta hafi gerst. Þetta mál mun fá mjög alvarlega umræðu hjá okkur.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum