Ellefu ára stúlkur neituðu að taka við bikarnum og skildu medalíurnar eftir á gólfinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. maí 2019 13:53 vísir/getty Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. Er búið var að afhenda medalíurnar var skrúfað niður í tónlistinni í húsinu. Þá fór leikmaður ÍR með yfirlýsingu sem snéri að því að liðið neitaði að taka við verðlaunum frá KKÍ þar sem þær fengju ekki að spila við stráka í vetur. Félagið hafði óskað eftir því en fékk ekki í gegn. Að því búnu tóku þær medalíurnar af sér og gengu af pallinum. Svo herma heimildir Vísis.Mikill hiti í fólki Heimildir Vísis herma einnig að allt hafi í kjölfarið orðið brjálað og þá sérstaklega í foreldrahópi ÍR-liðsins þar sem ekki voru allir sammála um þennan gjörning liðsins. Mikill hiti var í fólki og einhverjir foreldrar hafa dregið barn sitt úr liðinu eftir þessa uppákomu. Það ku hafa komið til snarpra orðaskipta á milli einhverra foreldra og þjálfara liðsins. Sérstaklega var móðir stúlkunnar sem var látin fara með yfirlýsinguna reið enda var sá gjörningur algjörlega í óþökk móðurinnar. „Við lítum þetta atvik mjög alvarlegum augum en við munum gefa stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR tækifæri á að útskýra þetta mál áður en við tökum það lengra,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en hann býst við viðbrögðum frá ÍR í dag. „Við lítum þetta sérstaklega alvarlegum augum út af börnunum. Hvað sé verið að gera þeim með þessu því þau eiga svo sannarlega skilið að fá sín verðlaun.“Hræðilegt að þetta hafi gerst Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, segir að deildin muni funda um þetta mál síðar í dag. „Okkur finnst þetta miður og mjög alvarlegt mál,“ segir Guðmundur Óli og bætir við að það séu skiptar skoðanir innan foreldrahópsins með þetta mál. Einhverjir séu óánægðir. „Ég get staðfest að það hafa einhver börn verið dregin úr flokknum vegna þessarar uppákomu sem var hræðileg. Okkur finnst hræðilegt að þetta hafi gerst. Þetta mál mun fá mjög alvarlega umræðu hjá okkur.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Ótrúleg uppákoma varð eftir úrslitaleik í minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um síðustu helgi. Þá neitaði Íslandsmeistaralið ÍR að taka við Íslandsmeistarabikarnum og liðið skildi gullmedalíurnar eftir á gólfinu er þær löbbuðu út. Er búið var að afhenda medalíurnar var skrúfað niður í tónlistinni í húsinu. Þá fór leikmaður ÍR með yfirlýsingu sem snéri að því að liðið neitaði að taka við verðlaunum frá KKÍ þar sem þær fengju ekki að spila við stráka í vetur. Félagið hafði óskað eftir því en fékk ekki í gegn. Að því búnu tóku þær medalíurnar af sér og gengu af pallinum. Svo herma heimildir Vísis.Mikill hiti í fólki Heimildir Vísis herma einnig að allt hafi í kjölfarið orðið brjálað og þá sérstaklega í foreldrahópi ÍR-liðsins þar sem ekki voru allir sammála um þennan gjörning liðsins. Mikill hiti var í fólki og einhverjir foreldrar hafa dregið barn sitt úr liðinu eftir þessa uppákomu. Það ku hafa komið til snarpra orðaskipta á milli einhverra foreldra og þjálfara liðsins. Sérstaklega var móðir stúlkunnar sem var látin fara með yfirlýsinguna reið enda var sá gjörningur algjörlega í óþökk móðurinnar. „Við lítum þetta atvik mjög alvarlegum augum en við munum gefa stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR tækifæri á að útskýra þetta mál áður en við tökum það lengra,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, en hann býst við viðbrögðum frá ÍR í dag. „Við lítum þetta sérstaklega alvarlegum augum út af börnunum. Hvað sé verið að gera þeim með þessu því þau eiga svo sannarlega skilið að fá sín verðlaun.“Hræðilegt að þetta hafi gerst Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, segir að deildin muni funda um þetta mál síðar í dag. „Okkur finnst þetta miður og mjög alvarlegt mál,“ segir Guðmundur Óli og bætir við að það séu skiptar skoðanir innan foreldrahópsins með þetta mál. Einhverjir séu óánægðir. „Ég get staðfest að það hafa einhver börn verið dregin úr flokknum vegna þessarar uppákomu sem var hræðileg. Okkur finnst hræðilegt að þetta hafi gerst. Þetta mál mun fá mjög alvarlega umræðu hjá okkur.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira