Gerði sér ekki grein fyrir alvarleika veikindanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 13:31 Kristín vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona á 100, hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í tæp tólf ár þegar hún kom einn daginn að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín opnaði sig um þessa átakanlegu lífsreynslu og djúpstæðu sorg í tilfinningaþrungnu viðtali í Íslandi í dag. Hún vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar og barnanna. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi og að henni lokinni hélt Kristín að hann væri á batavegi. „Nokkrum dögum áður en hann fer í meðferð þá segi ég við hann: ég vil þennan djöfulsins fíkil burt úr okkar lífi og ég vil fá Brynjar til baka. Og ég vildi það af því ég var ekki tilbúin að gefast upp,“ segir Kristín sem bætir við að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hversu veikur hann hefði verið fyrr en eftir Brynjar lést.“ Daginn sem Brynjar lést sagðist hann þurfa að taka til í bílskúrnum og Kristín fór að venju í sína vinnu. Þegar Kristín kom heim úr vinnunni kom hún að Brynjari látnum í bílskúrnum. „Þar bara var hann, alveg við hurðina. Og það var bara eins og það hefði kjarnorkusprenging sprungið innan í mér. Ég bara trúði ekki að þetta væri að gerast. Þegar maður upplifir þetta. Við vorum saman í næstum tólf ár og búin að ganga í gegnum alls konar og ég trúði þessu ekki.“ Kristín hóf strax endurlífgun en án árangurs. „Mig minnir að ég hafi sagt við manninn hjá neyðarlínunni að ég vissi hvernig þetta var en á sama tíma var vonin svo sterk um að hann myndi hafa þetta af. Þetta gat ekki verið að koma fyrir okkur og hann og að þetta væri ákvörðun sem hann tók, sem svo seinna ég komst að að væri ekkert hans ákvörðun af því svona er þessi sjúkdómur og þessi veikindi.“ Kristín segir að hún hafi fengið góða aðstoð eftir áfallið. Henni hafi verið bent á að það væri gott að hún gæti ekki skilið hvernig það væri að fara þessa leið. „Það er gott fyrir okkur. Það væri mjög alvarlegt ef maður myndi skilja það.“ Kristín segir að það sé mikilvægt að halda á lofti opinni umræðu um fíknivanda og sjálfsvíg af hans völdum. „Við verðum að segja satt. Ég ákvað að segja satt líka til að brjóta þennan hlekk sem gengur niður margar fjölskyldur út af því að óheiðarleikinn heldur áfram.“ Kristín segist vilja segja satt um áfallið og segir hiklaust frá því sem dró hann til dauða. „Hann dó af því að hann var veikur.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, íþróttakona og útvarpskona á 100, hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í tæp tólf ár þegar hún kom einn daginn að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín opnaði sig um þessa átakanlegu lífsreynslu og djúpstæðu sorg í tilfinningaþrungnu viðtali í Íslandi í dag. Hún vill vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að ræða opinskátt um líðan sína. Það sé mikilvægt að opna umræðuna um fíknisjúkdóma. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar og barnanna. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi og að henni lokinni hélt Kristín að hann væri á batavegi. „Nokkrum dögum áður en hann fer í meðferð þá segi ég við hann: ég vil þennan djöfulsins fíkil burt úr okkar lífi og ég vil fá Brynjar til baka. Og ég vildi það af því ég var ekki tilbúin að gefast upp,“ segir Kristín sem bætir við að hún hefði ekki gert sér grein fyrir hversu veikur hann hefði verið fyrr en eftir Brynjar lést.“ Daginn sem Brynjar lést sagðist hann þurfa að taka til í bílskúrnum og Kristín fór að venju í sína vinnu. Þegar Kristín kom heim úr vinnunni kom hún að Brynjari látnum í bílskúrnum. „Þar bara var hann, alveg við hurðina. Og það var bara eins og það hefði kjarnorkusprenging sprungið innan í mér. Ég bara trúði ekki að þetta væri að gerast. Þegar maður upplifir þetta. Við vorum saman í næstum tólf ár og búin að ganga í gegnum alls konar og ég trúði þessu ekki.“ Kristín hóf strax endurlífgun en án árangurs. „Mig minnir að ég hafi sagt við manninn hjá neyðarlínunni að ég vissi hvernig þetta var en á sama tíma var vonin svo sterk um að hann myndi hafa þetta af. Þetta gat ekki verið að koma fyrir okkur og hann og að þetta væri ákvörðun sem hann tók, sem svo seinna ég komst að að væri ekkert hans ákvörðun af því svona er þessi sjúkdómur og þessi veikindi.“ Kristín segir að hún hafi fengið góða aðstoð eftir áfallið. Henni hafi verið bent á að það væri gott að hún gæti ekki skilið hvernig það væri að fara þessa leið. „Það er gott fyrir okkur. Það væri mjög alvarlegt ef maður myndi skilja það.“ Kristín segir að það sé mikilvægt að halda á lofti opinni umræðu um fíknivanda og sjálfsvíg af hans völdum. „Við verðum að segja satt. Ég ákvað að segja satt líka til að brjóta þennan hlekk sem gengur niður margar fjölskyldur út af því að óheiðarleikinn heldur áfram.“ Kristín segist vilja segja satt um áfallið og segir hiklaust frá því sem dró hann til dauða. „Hann dó af því að hann var veikur.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu Sjá meira