Norðurstrandaleiðin hefur verið í þróun í um tvö ár og er samstarfsverkefni margra aðila á Norðurlandi enda er leiðin um 800 kílómetra löng, nær í gegnum sautján sveitarfélög og 21 bæ eða þorp, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Áætlað er að Norðurstrandaleiðin opni þann 8. júní næstkomandi.
Sjá einnig: 800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika
Sem fyrr segir heillaðist ferðabókaframleiðandinn að áfangastaðnum og hefur hann meðal annars birt ítarlega færslu um Norðurstrandaleiðina á vefsíðu sinni.

Fjallgarðurinn þykir fallegt útivistarsvæði, þar sem sjá má fossa og birni, en spænska höfuðborgin er sögð heillandi vegna áherslu sinnar á sjálfbærni, hjólastíga, breiðar gangstéttar og aðra umhverfisvæna ferðamáta.
Tíu bestu áfangastaðirnir í Evrópu, að mati Lonely Planet, eru eftirfarandi:
Tatras-fjöll
Madríd
Norðurstrandaleiðin
Hersegóvína
Barí á Ítalíu
Hjaltlandseyjar
Lyon í Frakklandi
Liechstenstein
Vevey í Sviss
Istria í Króatíu