Allir ráðherrar austurríska Frelsisflokksins segja af sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 19:41 Heinz-Christian Strache, fyrrverandi varakanslari Austurríkis. ean Gallup/Getty Allir ráðherrar austurríska jaðar-hægriflokksins sem kennir sig við frelsi hafa sagt af sér í kjölfar hneykslismáls þar sem formaður flokksins og varakanslari Austurríkis náðist á myndband reyna að kaupa sér og flokki sínum jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Á föstudag birtu miðlarnir Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung myndband þar sem Heinz-Christian Strache, nú fyrrum leiðtogi Frelsisflokksins og varakanslari Austurríkis, virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. Myndbandið var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Strache sagði af sér á laugardag vegna málsins, auk þess sem Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sleit ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns, Þjóðarflokksins, við Frelsisflokkinn og boðaði til kosninga. Auk varakanslarans fyrrverandi hafa fjórir ráðherrar flokksins nú sagt af sér vegna málsins. Það eru þau Herbert Kickl innanríkisráðherra, Mari Kunasek varnarmálaráðherra, Beate Hartinger-Klein, félags- heilbrigðis- vinnu- og neytendamálaráðherra, og Norbert Hofer, nýsköpunar- tækni- og ferðamálaráðherra. Við þennan lista bætist svo Karin Kneissl utanríkisráðherra. Hún er tilheyrir engum flokki opinberlega og telst því óháð, en var útnefnd í embætti sitt af Frelsisflokknum. Ástæða afsagnarinnar er sú að eftir að málið komst í hámæli kallaði Kurz eftir því að innanríkisráðherrann, Herbert Kickl, sem einnig er aðalritari Frelsisflokksins, tæki pokann sinn vegna málsins. Ráðherrar Frelsisflokksins svöruðu því með hótun um að segja allir af sér, yrði Kickl bolað úr embætti. Kurz hélt kröfu sinni aftur á móti til streitu og því fór svo að allir ráðherrar Frelsisflokksins sögðu af sér. Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Allir ráðherrar austurríska jaðar-hægriflokksins sem kennir sig við frelsi hafa sagt af sér í kjölfar hneykslismáls þar sem formaður flokksins og varakanslari Austurríkis náðist á myndband reyna að kaupa sér og flokki sínum jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum. Á föstudag birtu miðlarnir Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung myndband þar sem Heinz-Christian Strache, nú fyrrum leiðtogi Frelsisflokksins og varakanslari Austurríkis, virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. Myndbandið var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Strache sagði af sér á laugardag vegna málsins, auk þess sem Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sleit ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns, Þjóðarflokksins, við Frelsisflokkinn og boðaði til kosninga. Auk varakanslarans fyrrverandi hafa fjórir ráðherrar flokksins nú sagt af sér vegna málsins. Það eru þau Herbert Kickl innanríkisráðherra, Mari Kunasek varnarmálaráðherra, Beate Hartinger-Klein, félags- heilbrigðis- vinnu- og neytendamálaráðherra, og Norbert Hofer, nýsköpunar- tækni- og ferðamálaráðherra. Við þennan lista bætist svo Karin Kneissl utanríkisráðherra. Hún er tilheyrir engum flokki opinberlega og telst því óháð, en var útnefnd í embætti sitt af Frelsisflokknum. Ástæða afsagnarinnar er sú að eftir að málið komst í hámæli kallaði Kurz eftir því að innanríkisráðherrann, Herbert Kickl, sem einnig er aðalritari Frelsisflokksins, tæki pokann sinn vegna málsins. Ráðherrar Frelsisflokksins svöruðu því með hótun um að segja allir af sér, yrði Kickl bolað úr embætti. Kurz hélt kröfu sinni aftur á móti til streitu og því fór svo að allir ráðherrar Frelsisflokksins sögðu af sér.
Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04
Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. 18. maí 2019 22:30