Lilja um Hatara: „Við stjórnum ekki listinni“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 09:00 Stjórnmálamenn eiga ekki að segja listamönnum fyrir verkum að sögn Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. VÍSIR/VILHELM Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonar að uppátæki Hatara á úrslitakvöldi Eurovision fái efnislega meðferð hjá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Réttast sé að bíða eftir niðurstöðu þeirrar vinnu áður en næstu skref eru ákveðin. Hún segir gjörninginn vera á ábyrgð listamannanna og geldur varhug við því að stjórnmálamenn fari að hlutast til um listina. „Við stjórnum ekki listinni.“ Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort Íslandi verði refsað fyrir framgöngu Hatara á laugardagskvöld þegar meðlimir hópsins drógu fram Palestínufána í beinni útsendingu. Skiptar skoðanir eru á uppátækinu sem talið er að brjóti í bága við reglur keppninnar sem banna hvers kyns pólitískan áróður - þrátt fyrir að honum hafi reglulega brugðið fyrir í keppninni í gegnum árin. EBU, Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, sendu frá sér yfirlýsingu eftir keppnina þar sem fram kom að gjörningur Hatara yrði tekinn til skoðunar og hugsanleg refsing vegna brota á reglum keppninnar ákveðin að því loknu. Lilja, sem fer með málefni Ríkisútvarpsins, lagði ríka áherslu á það í máli sínu í Bítinu í morgun að þessari vinnu sé ekki lokið. „Við þurfum auðvitað að sjá hvað kemur út úr þessu, hver eru næstu skref. Við vitum það ekki á þessu stigi málsins,“ sagði Lilja. Undir lok útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda.Skjáskot„Það er ekki búið að fjalla um málið efnislega og því of snemmt að segja nokkuð um það hverjar mögulegar afleiðingar geti orðið,“ sagði Lilja aukinheldur áður en hún undirstrikaði mikilvægi þess að málið fái efnislega umfjöllun. Lilja segist auk þess þeirrar skoðunar að listamenn, eins og meðlimir Hatara, verði að fá að njóta listræns frelsis. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að stjórnmálamenn vasist í listinni. Hatarar beri þannig ábyrgð á gjörningnum.Þarf ekki að endurspegla afstöðu þjóðarinnar „Ég verð að segja eins og er að mér finnst listin einhvern veginn þannig að við höfum ekki stjórn á því sem listamenn eru að gera. Þeir velja að enda þetta með þessum hætti og það verður að vera á þeirra ábyrgð. Um leið og stjórnmálamenn eru farnir að blanda saman listsköpun og stjórnmálaviðhorfum þá erum við komin á hálan ís,“ sagði Lilja áður en hún bætti við. „Við stjórnum ekki listinni.“ Þá skipti auk þess máli, að mati Lilju, að þjóðin hafi valið Hatara sem fulltrúa sína í keppninni með yfirgnæfandi meirihluta. Hún segist auk þess ætla að fólk átti sig á því að skoðanir fulltrúanna sem keppa í Eurovision þurfi ekki að endurspegla skoðanir þjóðarinnar sem valdi þá. „Ég held að flestir átti sig á því að þeir sem taka þátt í söngvakeppninni, þó þeir séu fulltrúar viðkomandi þjóðar, séu líka einstaklingar og þeir hafa auðvitað fullt frelsi til að tjá sig,“ segir Lilja. Spjall hennar við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan. Alþingi Eurovision Tengdar fréttir Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonar að uppátæki Hatara á úrslitakvöldi Eurovision fái efnislega meðferð hjá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Réttast sé að bíða eftir niðurstöðu þeirrar vinnu áður en næstu skref eru ákveðin. Hún segir gjörninginn vera á ábyrgð listamannanna og geldur varhug við því að stjórnmálamenn fari að hlutast til um listina. „Við stjórnum ekki listinni.“ Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort Íslandi verði refsað fyrir framgöngu Hatara á laugardagskvöld þegar meðlimir hópsins drógu fram Palestínufána í beinni útsendingu. Skiptar skoðanir eru á uppátækinu sem talið er að brjóti í bága við reglur keppninnar sem banna hvers kyns pólitískan áróður - þrátt fyrir að honum hafi reglulega brugðið fyrir í keppninni í gegnum árin. EBU, Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, sendu frá sér yfirlýsingu eftir keppnina þar sem fram kom að gjörningur Hatara yrði tekinn til skoðunar og hugsanleg refsing vegna brota á reglum keppninnar ákveðin að því loknu. Lilja, sem fer með málefni Ríkisútvarpsins, lagði ríka áherslu á það í máli sínu í Bítinu í morgun að þessari vinnu sé ekki lokið. „Við þurfum auðvitað að sjá hvað kemur út úr þessu, hver eru næstu skref. Við vitum það ekki á þessu stigi málsins,“ sagði Lilja. Undir lok útsendingarinnar sýndu meðlimir Hatara fána merkta Palestínu. Skilaboðin náðu til 200 milljón áhorfenda.Skjáskot„Það er ekki búið að fjalla um málið efnislega og því of snemmt að segja nokkuð um það hverjar mögulegar afleiðingar geti orðið,“ sagði Lilja aukinheldur áður en hún undirstrikaði mikilvægi þess að málið fái efnislega umfjöllun. Lilja segist auk þess þeirrar skoðunar að listamenn, eins og meðlimir Hatara, verði að fá að njóta listræns frelsis. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að stjórnmálamenn vasist í listinni. Hatarar beri þannig ábyrgð á gjörningnum.Þarf ekki að endurspegla afstöðu þjóðarinnar „Ég verð að segja eins og er að mér finnst listin einhvern veginn þannig að við höfum ekki stjórn á því sem listamenn eru að gera. Þeir velja að enda þetta með þessum hætti og það verður að vera á þeirra ábyrgð. Um leið og stjórnmálamenn eru farnir að blanda saman listsköpun og stjórnmálaviðhorfum þá erum við komin á hálan ís,“ sagði Lilja áður en hún bætti við. „Við stjórnum ekki listinni.“ Þá skipti auk þess máli, að mati Lilju, að þjóðin hafi valið Hatara sem fulltrúa sína í keppninni með yfirgnæfandi meirihluta. Hún segist auk þess ætla að fólk átti sig á því að skoðanir fulltrúanna sem keppa í Eurovision þurfi ekki að endurspegla skoðanir þjóðarinnar sem valdi þá. „Ég held að flestir átti sig á því að þeir sem taka þátt í söngvakeppninni, þó þeir séu fulltrúar viðkomandi þjóðar, séu líka einstaklingar og þeir hafa auðvitað fullt frelsi til að tjá sig,“ segir Lilja. Spjall hennar við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan.
Alþingi Eurovision Tengdar fréttir Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Sjá meira
Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12
Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11
Hatari fyrirferðarmikill hjá John Oliver Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn taki ekki þátt í Eurovision er ekki annað að sjá en að keppnin veki athygli vestanhafs - og ekki síst Hatari, fulltrúar Íslands í ár. 20. maí 2019 07:45