Fótbolti

Hamrén: „Áhætta að velja Kolbein“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn í vináttulandsleiknum gegn Frökkum í fyrra.
Kolbeinn í vináttulandsleiknum gegn Frökkum í fyrra. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM í næsta mánuði.

Kolbeinn gekk í raðir AIK í Svíþjóð fyrir tveimur mánuðum en hefur aðeins spilað 25 mínútur með liðinu á tímabilinu.

„Það sem ég vil segja er að hann ætti að vera búinn að spila meira,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén á blaðamannafundinum á Laugardalsvelli í dag.

„Ég heimsótti hann og hann leit mjög vel út. Félagið var ánægt með hann. Kolbeinn kom inn á í einum leik og kom til greina í byrjunarliðið. En svo meiddist hann. Hann er búinn að ná sér en ég veit ekki hvort hann spilar næsta leik,“ sagði Hamrén en AIK mætir Hammarby á sunnudaginn.

Hamrén er meðvitaður um að valið á Kolbeini er umdeilt.

„Þetta er áhætta sem við tökum. En fótbolti og lífið væri leiðinlegt ef maður tæki aldrei áhættu,“ sagði Hamrén.

Íslenska landsliðshópinn má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×