Kyrrðarjóga gegn kulnun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2019 13:30 Svæfingar-og gjörgæsluhjúkrunarfræðingum á Landspítala hefur boðist að taka þátt í kyrrðarjóga í vetur og hefur það mælst afar vel fyrir, Fréttablaðið/Vilhelm Hlúðu að sjálfum þér þegar þú hjúkrar öðrum er yfirskrift ráðstefnu þrjúhundruð svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem nú stendur yfir í Hörpu. Aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala segir gríðarlegt álag fylgja starfinu og jóga og hugleiðsla sé afar áhrifaríkar leiðir til að fást við það. Þátttakendum á ráðstefnunni er boðið að kynnast jóga og áhrifum þess. Þrjúhundruð svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðingar alls staðar að úr heiminum sækja nú ráðstefnu í Hörpu þar sem yfirskriftin er hlúðu að sjálfum þér meðan þú hjúkrar öðrum eða Caring for yourself while caring for others. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítala í Fossvogi sem í forsvari fyrir ráðstefnuna segir að þetta sé stétt sem sé mjög útsett fyrir streitu í starfi. „Við vinnum erfiðu aðstæðum þar sem við erum með líf fólks í höndunum alla daga og stundum gengur vel og stundum illa. Hjá okkur er oft fólk sem er að upplifa sína verstu aðstæður í lífinu og við erum þarna alla daga að taka þátt í þessu með þeim og aðstandendum þeirra. Og til að geta verið til staðar fyrir fólkið okkar þurfum við að hlúa að okkur og því ákváðum við að hafa þessa yfirskrift á ráðstefnunni,“ segir Sigríður. Sigríður segir að eitt af því sem hafi komið afar vel út til að fást við streitu í starfinu sé jóga og hugleiðsla. „Við erum hér að ræða svolítið um kulnun en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkti t.d. kulnun sem sjúkdómsgreiningu í vikunni. Það sem við höfum verið að gera á Landspítalanumer að hjálpa fólki að komast hjá því að lenda í kulnun. við höfum t.d. boðið starfsfólki að taka þátt í svokölluðu kyrrðarjóg og hugleiðslu. Það hefur komið afar vel út og hjálpað okkur mjög mikið en við fáum það einu sinni í viku og stundum það þá í 30 mínútur,“ segir hún. Sigríður leggur áherslu á að kyrrðarjóga hafi reynst svo áhrifarík leið gegn streitu að þetta verði sérstaklega kynnt á ráðstefnunni. „Við erum að vonast til að kveikja svolítið í öllum útlendingunum sem eru hérna með okkur með því að bjóða þeim uppá að taka þátt í kyrrðarjóga og finna sjálft hversu áhrifaríkt það er, segir Sigríður að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Hlúðu að sjálfum þér þegar þú hjúkrar öðrum er yfirskrift ráðstefnu þrjúhundruð svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem nú stendur yfir í Hörpu. Aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala segir gríðarlegt álag fylgja starfinu og jóga og hugleiðsla sé afar áhrifaríkar leiðir til að fást við það. Þátttakendum á ráðstefnunni er boðið að kynnast jóga og áhrifum þess. Þrjúhundruð svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðingar alls staðar að úr heiminum sækja nú ráðstefnu í Hörpu þar sem yfirskriftin er hlúðu að sjálfum þér meðan þú hjúkrar öðrum eða Caring for yourself while caring for others. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítala í Fossvogi sem í forsvari fyrir ráðstefnuna segir að þetta sé stétt sem sé mjög útsett fyrir streitu í starfi. „Við vinnum erfiðu aðstæðum þar sem við erum með líf fólks í höndunum alla daga og stundum gengur vel og stundum illa. Hjá okkur er oft fólk sem er að upplifa sína verstu aðstæður í lífinu og við erum þarna alla daga að taka þátt í þessu með þeim og aðstandendum þeirra. Og til að geta verið til staðar fyrir fólkið okkar þurfum við að hlúa að okkur og því ákváðum við að hafa þessa yfirskrift á ráðstefnunni,“ segir Sigríður. Sigríður segir að eitt af því sem hafi komið afar vel út til að fást við streitu í starfinu sé jóga og hugleiðsla. „Við erum hér að ræða svolítið um kulnun en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkti t.d. kulnun sem sjúkdómsgreiningu í vikunni. Það sem við höfum verið að gera á Landspítalanumer að hjálpa fólki að komast hjá því að lenda í kulnun. við höfum t.d. boðið starfsfólki að taka þátt í svokölluðu kyrrðarjóg og hugleiðslu. Það hefur komið afar vel út og hjálpað okkur mjög mikið en við fáum það einu sinni í viku og stundum það þá í 30 mínútur,“ segir hún. Sigríður leggur áherslu á að kyrrðarjóga hafi reynst svo áhrifarík leið gegn streitu að þetta verði sérstaklega kynnt á ráðstefnunni. „Við erum að vonast til að kveikja svolítið í öllum útlendingunum sem eru hérna með okkur með því að bjóða þeim uppá að taka þátt í kyrrðarjóga og finna sjálft hversu áhrifaríkt það er, segir Sigríður að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira