„Til samanburðar notaði norska Stórþingið fjóra og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 10:48 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi enn á ný þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. FBL/Anton Brink Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Málið hefur nú verið rætt í 133 klukkustundir á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann. Þingmennirnir hafa farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Bryndís kom óánægju sinni með stöðu mála á framfæri í ræðu undir liðnum störf þingsins. „Ég verð að beina þeim tilmælum til háttvirtra þingmanna Miðflokksins að þessari umræðu linni, 133 klukkustundir! Til samanburðar notaði norska stórþingið fjórar og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál.“ Þrátt fyrir að Norðmenn hafi ekki varið löngum tíma í afgreiðslu málsins þá var það engu að síður umdeilt á meðal almennings en andstæðingar þriðja orkupakkans héldu fram sömu rökum og andstæðingar hans hér á landi. Innleiðingin myndi fela í sér framsal á yfirráðum yfir orkuauðlindum og hækkun raforkuverðs. „Það er að mínu viti þannig að hér hefur verið haldið fram fullt af rangfærslum í þeirri umræðu. það er til dæmis alveg á hreinu að sú leið sem lögð er fram hér við afgreiðslu þriðja orkupakkans stenst stjórnarskrá, það var margfarið yfir þetta í háttvirtri utanríkismálanefnd og það ber öllum saman um það að svo er,“ sagði Bryndís í ræðu sinni. Hún tók mið af orðum Skúla Magnússonar, lögfræðings, að það væru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiddi til þess að hægt yrði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. „Nú ef menn telja sig geta knúið íslenska ríkið til að tengjast rafmagnsstreng þá hefur sú hætta verið fyrir hendi í 25 ár og þriðji orkupakkinn breytir engu þar um“. Hún sagði að það væri hluti af innleiðingu þriðja orkupakkans að taka af öll tvímæli um að sæstrengur yrði aldrei lagður nema með samþykki Alþingis. Pakkinn hefði ekkert með eignarhald yfir orkuauðlindum eða auðlindastjórnun að gera. „Ákvarðanir um notkun á auðlindunum okkar verður eftir sem áður á valdsviði þeirra sem þennan sal skipa. Orkupakki þrjú gerir enga kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Ákvarðanir um slíkt munu alltaf vera á herðum íslenskra stjórnvalda og það stendur ekki til að einkavæða Landsvirkjun.“ Alþingi Miðflokkurinn Noregur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Málið hefur nú verið rætt í 133 klukkustundir á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann. Þingmennirnir hafa farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Bryndís kom óánægju sinni með stöðu mála á framfæri í ræðu undir liðnum störf þingsins. „Ég verð að beina þeim tilmælum til háttvirtra þingmanna Miðflokksins að þessari umræðu linni, 133 klukkustundir! Til samanburðar notaði norska stórþingið fjórar og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál.“ Þrátt fyrir að Norðmenn hafi ekki varið löngum tíma í afgreiðslu málsins þá var það engu að síður umdeilt á meðal almennings en andstæðingar þriðja orkupakkans héldu fram sömu rökum og andstæðingar hans hér á landi. Innleiðingin myndi fela í sér framsal á yfirráðum yfir orkuauðlindum og hækkun raforkuverðs. „Það er að mínu viti þannig að hér hefur verið haldið fram fullt af rangfærslum í þeirri umræðu. það er til dæmis alveg á hreinu að sú leið sem lögð er fram hér við afgreiðslu þriðja orkupakkans stenst stjórnarskrá, það var margfarið yfir þetta í háttvirtri utanríkismálanefnd og það ber öllum saman um það að svo er,“ sagði Bryndís í ræðu sinni. Hún tók mið af orðum Skúla Magnússonar, lögfræðings, að það væru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiddi til þess að hægt yrði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. „Nú ef menn telja sig geta knúið íslenska ríkið til að tengjast rafmagnsstreng þá hefur sú hætta verið fyrir hendi í 25 ár og þriðji orkupakkinn breytir engu þar um“. Hún sagði að það væri hluti af innleiðingu þriðja orkupakkans að taka af öll tvímæli um að sæstrengur yrði aldrei lagður nema með samþykki Alþingis. Pakkinn hefði ekkert með eignarhald yfir orkuauðlindum eða auðlindastjórnun að gera. „Ákvarðanir um notkun á auðlindunum okkar verður eftir sem áður á valdsviði þeirra sem þennan sal skipa. Orkupakki þrjú gerir enga kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Ákvarðanir um slíkt munu alltaf vera á herðum íslenskra stjórnvalda og það stendur ekki til að einkavæða Landsvirkjun.“
Alþingi Miðflokkurinn Noregur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07
Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17
Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56