Boðað til kosninga vegna stjórnarkreppu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 06:15 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gat ekki myndað ríkisstjórn í þetta skiptið. Nordicphotos/AFP Boðað var til nýrra þingkosninga í Ísrael í gær. Meirihluti þingsins ákvað að rjúfa þing eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra og leiðtoga Líkúd-flokksins, mistókst að hamra saman samsteypustjórn. Hinar nýju kosningar fara fram þann 17. september næstkomandi. Þótt Líkúd hafi fengið flest atkvæði í síðustu þingkosningum, sem fram fóru í apríl, dugði það ekki til að mynda meirihluta. Fimm þingsæta flokkurinn Yisrael Beiteinu, einn þeirra flokka sem Netanjahú leitaði til, neitaði að ganga til liðs við forsætisráðherrann þar sem Netanjahú vildi ekki fallast á að afnema undanþágu frá herskyldu fyrir rétttrúnaðargyðinga. Líkúd-liðar voru harðorðir í garð Avigdors Lieberman, leiðtoga Yisrael Beiteinu, eftir að þingið kvað upp sinn dóm í gær. Fréttastofa AP sagði þingmenn Líkúd halda því fram að með þrjósku sinni hefði Lieberman yfirgefið hægrimenn vegna persónulegs ósættis við Netanjahú. „Þetta hefur ekkert að gera með hægristefnu. Þetta snýst um sértrúarsöfnuðinn í kringum Netanjahú en ekki hugmyndafræði,“ sagði Lieberman. Ekki gekk hjá Netanjahú að leita til vinstriblokkarinnar. Næststærsti flokkurinn á þingi, undir forystu fyrrverandi herforingjans Benny Gantz, vildi til að mynda ekki vinna með Netanjahú vegna spillingarásakana. Hinar væntanlegu kosningar eru nefnilega ekki það eina sem gæti komið í veg fyrir að tíu ára löng valdatíð Netanjahús í Ísrael lengist enn frekar. Á næstunni verða þessar fyrrnefndu spillingarásakanir gegn honum teknar fyrir og ákvörðun tekin um hvort út verði gefin ákæra í málinu. Spillingarmálið er þríþætt. Í fyrsta lagi er Netanjahú sakaður um að þiggja gjafir frá auðjöfrinum Arnon Milchan í skiptum fyrir pólitíska greiða. Í öðru lagi um meint samkomulag blaðaútgefandans Arnons Mozes um hagstæða löggjöf í staðinn fyrir hagstæða umfjöllun. Í þriðja lagi snýst málið um pólitíska greiða sem Netanjahú átti að hafa gert útgefandanum Shaul Elovitch í skiptum fyrir hagstæða umfjöllun. Líkúd hefur unnið undanfarið að frumvarpi sem myndi veita Netanjahú friðhelgi gegn spillingarákæru. Þá hefur einnig verið greint frá því að Líkúd vonist til þess að takmarka völd hæstaréttar. Ef Líkúd nær ekki að mynda meirihluta þykir afar ólíklegt að Netanjahú fái friðhelgi gegn væntanlegri ákæru. Afar tvísýnt er miðað við kannanir hvort Netanjahú gæti myndað stjórn að næstu kosningum loknum. Samkvæmt könnun er Makor Rishon birti á þriðjudag fengi Líkúd 34 þingmenn en fékk 35 í apríl. Hægriblokkin myndi hins vegar bæta við sig þremur. Hefur 65 en fengi 68, en 61 sæti þarf fyrir meirihluta. Það sem flækir stöðuna fyrir Netanjahú og Líkúd er að Yisrael Beiteinu fengi níu af þessum 68 sætum og ylti meirihluti því áfram á Lieberman og félögum. Staðan er örlítið frábrugðin í könnun sem Maariv birti á sunnudag. Þar mældist hægriblokkin með 68 þingsæti. Þar af fengi Yisrael Beiteinu sex og væri því hægt að mynda meirihluta án flokksins. Langur tími er hins vegar til stefnu áður en kosið verður á ný og mun umræðan væntanlega litast mikið af spillingarásökununum. Ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út verður tekin í október og mun því ekki liggja fyrir fyrr en kosningarnar eru að baki. Netanjahú verður við völd að minnsta kosti þar til kosið er á ný í september en í júlí verður hann orðinn sá Ísraeli sem lengst hefur gegnt embættinu. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Boðað var til nýrra þingkosninga í Ísrael í gær. Meirihluti þingsins ákvað að rjúfa þing eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra og leiðtoga Líkúd-flokksins, mistókst að hamra saman samsteypustjórn. Hinar nýju kosningar fara fram þann 17. september næstkomandi. Þótt Líkúd hafi fengið flest atkvæði í síðustu þingkosningum, sem fram fóru í apríl, dugði það ekki til að mynda meirihluta. Fimm þingsæta flokkurinn Yisrael Beiteinu, einn þeirra flokka sem Netanjahú leitaði til, neitaði að ganga til liðs við forsætisráðherrann þar sem Netanjahú vildi ekki fallast á að afnema undanþágu frá herskyldu fyrir rétttrúnaðargyðinga. Líkúd-liðar voru harðorðir í garð Avigdors Lieberman, leiðtoga Yisrael Beiteinu, eftir að þingið kvað upp sinn dóm í gær. Fréttastofa AP sagði þingmenn Líkúd halda því fram að með þrjósku sinni hefði Lieberman yfirgefið hægrimenn vegna persónulegs ósættis við Netanjahú. „Þetta hefur ekkert að gera með hægristefnu. Þetta snýst um sértrúarsöfnuðinn í kringum Netanjahú en ekki hugmyndafræði,“ sagði Lieberman. Ekki gekk hjá Netanjahú að leita til vinstriblokkarinnar. Næststærsti flokkurinn á þingi, undir forystu fyrrverandi herforingjans Benny Gantz, vildi til að mynda ekki vinna með Netanjahú vegna spillingarásakana. Hinar væntanlegu kosningar eru nefnilega ekki það eina sem gæti komið í veg fyrir að tíu ára löng valdatíð Netanjahús í Ísrael lengist enn frekar. Á næstunni verða þessar fyrrnefndu spillingarásakanir gegn honum teknar fyrir og ákvörðun tekin um hvort út verði gefin ákæra í málinu. Spillingarmálið er þríþætt. Í fyrsta lagi er Netanjahú sakaður um að þiggja gjafir frá auðjöfrinum Arnon Milchan í skiptum fyrir pólitíska greiða. Í öðru lagi um meint samkomulag blaðaútgefandans Arnons Mozes um hagstæða löggjöf í staðinn fyrir hagstæða umfjöllun. Í þriðja lagi snýst málið um pólitíska greiða sem Netanjahú átti að hafa gert útgefandanum Shaul Elovitch í skiptum fyrir hagstæða umfjöllun. Líkúd hefur unnið undanfarið að frumvarpi sem myndi veita Netanjahú friðhelgi gegn spillingarákæru. Þá hefur einnig verið greint frá því að Líkúd vonist til þess að takmarka völd hæstaréttar. Ef Líkúd nær ekki að mynda meirihluta þykir afar ólíklegt að Netanjahú fái friðhelgi gegn væntanlegri ákæru. Afar tvísýnt er miðað við kannanir hvort Netanjahú gæti myndað stjórn að næstu kosningum loknum. Samkvæmt könnun er Makor Rishon birti á þriðjudag fengi Líkúd 34 þingmenn en fékk 35 í apríl. Hægriblokkin myndi hins vegar bæta við sig þremur. Hefur 65 en fengi 68, en 61 sæti þarf fyrir meirihluta. Það sem flækir stöðuna fyrir Netanjahú og Líkúd er að Yisrael Beiteinu fengi níu af þessum 68 sætum og ylti meirihluti því áfram á Lieberman og félögum. Staðan er örlítið frábrugðin í könnun sem Maariv birti á sunnudag. Þar mældist hægriblokkin með 68 þingsæti. Þar af fengi Yisrael Beiteinu sex og væri því hægt að mynda meirihluta án flokksins. Langur tími er hins vegar til stefnu áður en kosið verður á ný og mun umræðan væntanlega litast mikið af spillingarásökununum. Ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út verður tekin í október og mun því ekki liggja fyrir fyrr en kosningarnar eru að baki. Netanjahú verður við völd að minnsta kosti þar til kosið er á ný í september en í júlí verður hann orðinn sá Ísraeli sem lengst hefur gegnt embættinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Frestur Netanjahú til að mynda ríkisstjórn að renna út Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hefur fram á morgundaginn til að klambra saman ríkisstjórn, annars þarf að kjósa aftur í Ísrael. 28. maí 2019 08:43