Hollywood nýtir gervigreindina við leikaravalið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2019 10:00 Græðirðu meira með Emmu Watson í aðalhlutverki en ef þú hefðir valið Jennifer Lawrence? Gervigreindin gæti verið með svarið. Mynd/SÞ Bandarískir kvikmyndaframleiðendur í Hollywood nýtast nú í auknum mæli við gervigreind til þess að ákveða hvaða leikara skal fá í hvaða hlutverk og hvaða myndir væri arðbært að framleiða. Tæknimiðillinn The Verge fjallaði um málið í gær. Þar sagði að sprotafyrirtækið Cinelytic væri eitt þeirra fyrirtækja sem býður upp á þjónustu sem þessa. Cinelytic styðst við gögn um fjárhagslega frammistöðu kvikmynda í gegnum tíðina með tilliti til umfjöllunarefnis og leikara. Gervigreind er beitt til þess að finna tengsl á milli aðsóknar og leikara og umfjöllunarefnis og þannig reynt að útrýma óvissu. „Ef þú ert að framleiða stórmynd með Emmu Watson í aðalhlutverki gætirðu notað þjónustu okkar til að sjá hvort Jennifer Lawrence myndi auka líkurnar á hagnaði. Þú getur borið þær saman og séð hvernig þátttaka þeirra hefur áhrif á heildarmyndina,“ sagði Tobias Queisser, forstjóri Cinelytic. Fleiri fyrirtæki beita gervigreind og á fjölbreyttari hátt. Þannig kveðst hið belgíska ScriptBook geta spáð fyrir um hagnað með því að greina handrit myndarinnar og hið ísraelska Vault lofar viðskiptavinum að hægt sé að greina áhuga mismunandi markhópa með því að skoða hverjir horfa á stiklur fyrir myndina. Queisser sagði tíma til kominn að innleiða tækni í framleiðsluhlið mynda. „Á setti sér maður vélmenni og dróna. Þetta er hátæknisvæði. En viðskiptahliðin hefur ekkert breyst í tuttugu ár. Fólk notar Excel og Word, einfaldar aðferðir. Gögnin eru geymd en ekki greind.“ Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandarískir kvikmyndaframleiðendur í Hollywood nýtast nú í auknum mæli við gervigreind til þess að ákveða hvaða leikara skal fá í hvaða hlutverk og hvaða myndir væri arðbært að framleiða. Tæknimiðillinn The Verge fjallaði um málið í gær. Þar sagði að sprotafyrirtækið Cinelytic væri eitt þeirra fyrirtækja sem býður upp á þjónustu sem þessa. Cinelytic styðst við gögn um fjárhagslega frammistöðu kvikmynda í gegnum tíðina með tilliti til umfjöllunarefnis og leikara. Gervigreind er beitt til þess að finna tengsl á milli aðsóknar og leikara og umfjöllunarefnis og þannig reynt að útrýma óvissu. „Ef þú ert að framleiða stórmynd með Emmu Watson í aðalhlutverki gætirðu notað þjónustu okkar til að sjá hvort Jennifer Lawrence myndi auka líkurnar á hagnaði. Þú getur borið þær saman og séð hvernig þátttaka þeirra hefur áhrif á heildarmyndina,“ sagði Tobias Queisser, forstjóri Cinelytic. Fleiri fyrirtæki beita gervigreind og á fjölbreyttari hátt. Þannig kveðst hið belgíska ScriptBook geta spáð fyrir um hagnað með því að greina handrit myndarinnar og hið ísraelska Vault lofar viðskiptavinum að hægt sé að greina áhuga mismunandi markhópa með því að skoða hverjir horfa á stiklur fyrir myndina. Queisser sagði tíma til kominn að innleiða tækni í framleiðsluhlið mynda. „Á setti sér maður vélmenni og dróna. Þetta er hátæknisvæði. En viðskiptahliðin hefur ekkert breyst í tuttugu ár. Fólk notar Excel og Word, einfaldar aðferðir. Gögnin eru geymd en ekki greind.“
Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira