Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2019 19:47 Logi segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda vera "kvikk fix“. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði það slæm tíðindi að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Logi mætti í útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 þar sem hann sagði þessi tíðindi fyrirséð en þau þýða að ríkissjóður verður af 40 milljörðum króna í tekjur á hverju ári. Hann sagði augljóst að hagræði þurfi í rekstri ríkisins og að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi nefnt í því samhengi stofnanir ríkisins. Logi spurði hvaða stofnanir það væru? Er verið að tala um sjúkrahús eða skóla? „Þetta er hins vegar afleiðing þess að hagstjórnin hefur verið léleg. Það hefur ekki verið safnað í forðann,“ sagði Logi og nefndi í samhengi að tekjustofnar hefðu verið gefnir eftir markvisst síðustu ár. Hann sagði verkefni stjórnvalda að verja velferðina en sagði að nú væri ríkisstjórnin að breyta eigin fjármálastefnu. „Til að geta komist í afganginn. Þetta er „kvikk fix“,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar sagðist einnig hugsi um hvað muni gerast ef bjartsýnustu spár rætast ekki. „Hvað gerir ríkisstjórnin þá?“ Sindri Sindrason fréttaþulur spurði Loga hvort að loðnubrestur og fall WOW air hafi virkilega verið fyrirséð? Logi svaraði að það hefði ekki beint verið augljóst en þess vegna séu stjórnvöld með ríkisfjármálastefnu til langs tíma. Íslendingar lifa í landi þar sem eru árstíðir, ekki sé um að ræða náttúruvá, heldur séu þetta hlutir sem geta gerst í hagkerfi Íslendinga. Hefði Samfylkingin fengið að ráða hefði verið sett fjármálastefna sem hefði gert stjórnvöldum kleift að nýta hagstjórnina með sveiflujafnandi hætti. Þannig hefði mátt safna í forða með því að afla tekna hjá þeim sem eru vel bærir til að greiða. Samfylkingin hefði einnig lagt áherslu á að styrkja velferðarkerfið til að búa það undir mögru árin sem koma alltaf fyrr eða síðar á Íslandi. Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði það slæm tíðindi að afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi verið um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Logi mætti í útsendingu kvöldfrétta Stöðvar 2 þar sem hann sagði þessi tíðindi fyrirséð en þau þýða að ríkissjóður verður af 40 milljörðum króna í tekjur á hverju ári. Hann sagði augljóst að hagræði þurfi í rekstri ríkisins og að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi nefnt í því samhengi stofnanir ríkisins. Logi spurði hvaða stofnanir það væru? Er verið að tala um sjúkrahús eða skóla? „Þetta er hins vegar afleiðing þess að hagstjórnin hefur verið léleg. Það hefur ekki verið safnað í forðann,“ sagði Logi og nefndi í samhengi að tekjustofnar hefðu verið gefnir eftir markvisst síðustu ár. Hann sagði verkefni stjórnvalda að verja velferðina en sagði að nú væri ríkisstjórnin að breyta eigin fjármálastefnu. „Til að geta komist í afganginn. Þetta er „kvikk fix“,“ sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar sagðist einnig hugsi um hvað muni gerast ef bjartsýnustu spár rætast ekki. „Hvað gerir ríkisstjórnin þá?“ Sindri Sindrason fréttaþulur spurði Loga hvort að loðnubrestur og fall WOW air hafi virkilega verið fyrirséð? Logi svaraði að það hefði ekki beint verið augljóst en þess vegna séu stjórnvöld með ríkisfjármálastefnu til langs tíma. Íslendingar lifa í landi þar sem eru árstíðir, ekki sé um að ræða náttúruvá, heldur séu þetta hlutir sem geta gerst í hagkerfi Íslendinga. Hefði Samfylkingin fengið að ráða hefði verið sett fjármálastefna sem hefði gert stjórnvöldum kleift að nýta hagstjórnina með sveiflujafnandi hætti. Þannig hefði mátt safna í forða með því að afla tekna hjá þeim sem eru vel bærir til að greiða. Samfylkingin hefði einnig lagt áherslu á að styrkja velferðarkerfið til að búa það undir mögru árin sem koma alltaf fyrr eða síðar á Íslandi.
Efnahagsmál Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira