Skipaferðum um norðurskautið fjölgar mjög mikið Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2019 14:00 Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. Eitt af þeim málum sem rædd voru á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði voru skipaferðir og vaxandi möguleiki áþeim með gliðnun hafísins á norðurslóðum. Finnska fyrirtækið Aker Arctic sérhæfir sig í hönnun skipa og lausna fyrir alls konar skip sem sigla um norðurhöf, allt frá flutningaskipum og ísbrjótum til skemmtiferðaskipa. Reko-Antti Suojanen forstjóri fyrirtækisins segir iðnað í norðurhluta Rússlands ráða mestu um aukna skipaumferð á norðurslóðum. „Síðustu ár hafa verið mikil aukning siglinga í gegnum norðurslóðir, að mestu í tengslum við flutning Rússa á olíu, gasi og öðrum jarðefnum“ sagði Suojanen. Mikil þróun hefur átt sér stað á Yamal skaga í norður Rússlandi í vinnslu á gasi og málmum sem flutt sé þaðan bæði til Evrópu og Asíu. „Mikill fjöldi skipa hefur látlaust siglt um norðurslóðir, bæði til Evrópu og Asíu til þess að flytja orku og annan varning,“segir Suojanen Skipaflutningar um norðursiglingarleiðina hafa aukist mikið á undanförnum árum. „Ef litið er á norðursiglingarleiðina hefur umferð aukist mjög, nú eru tæplega 20 milljón tonna flutt eftir leiðinni árlega, sem er nánast tvöfalt á við síðustu ár,“ segir forstjórinn. Á allra næstu árum muni þetta magn þrefaldast. Mesta aukningin í skipaferðum er vegna olíu- og málmvinnslu en það færist einnig í aukana að skemmtiferðaskip sigli á norðurslóðir. En stangast ekki á að á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir bráðnun íssins á norðurslóðum sé því fagnað að vegna bráðnunar hans er auðveldara að sigla um norðurslóðir? „Það stangast að sjálfsögðu á en ég veit ekki um neinn sem fagnar því að siglingar í gegnum norðurheimskaut séu mögulegar. Allir vilja að sjálfsögðu að áhrif hnatthlýnunar verði minnkuð og hægt verði að koma í veg fyrir hlýnun jarðar og bráðnun heimskautaíss. Það er mjög mikilvægt.“ sagði Reko-Antti Suojanen. Hins vegar beri öll samanlögð skipaumferð aðeins ábyrgð á um 2,5 prósentum af árlegri losun CO2 í heiminum. Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Skipaferðum um Norðurskautið hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og á eftir að fjölga mun meira. Mestu munar um auknar siglingar Rússa vegna útflutnings þeirra á olíu og gasi. Eitt af þeim málum sem rædd voru á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í þessum mánuði voru skipaferðir og vaxandi möguleiki áþeim með gliðnun hafísins á norðurslóðum. Finnska fyrirtækið Aker Arctic sérhæfir sig í hönnun skipa og lausna fyrir alls konar skip sem sigla um norðurhöf, allt frá flutningaskipum og ísbrjótum til skemmtiferðaskipa. Reko-Antti Suojanen forstjóri fyrirtækisins segir iðnað í norðurhluta Rússlands ráða mestu um aukna skipaumferð á norðurslóðum. „Síðustu ár hafa verið mikil aukning siglinga í gegnum norðurslóðir, að mestu í tengslum við flutning Rússa á olíu, gasi og öðrum jarðefnum“ sagði Suojanen. Mikil þróun hefur átt sér stað á Yamal skaga í norður Rússlandi í vinnslu á gasi og málmum sem flutt sé þaðan bæði til Evrópu og Asíu. „Mikill fjöldi skipa hefur látlaust siglt um norðurslóðir, bæði til Evrópu og Asíu til þess að flytja orku og annan varning,“segir Suojanen Skipaflutningar um norðursiglingarleiðina hafa aukist mikið á undanförnum árum. „Ef litið er á norðursiglingarleiðina hefur umferð aukist mjög, nú eru tæplega 20 milljón tonna flutt eftir leiðinni árlega, sem er nánast tvöfalt á við síðustu ár,“ segir forstjórinn. Á allra næstu árum muni þetta magn þrefaldast. Mesta aukningin í skipaferðum er vegna olíu- og málmvinnslu en það færist einnig í aukana að skemmtiferðaskip sigli á norðurslóðir. En stangast ekki á að á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir bráðnun íssins á norðurslóðum sé því fagnað að vegna bráðnunar hans er auðveldara að sigla um norðurslóðir? „Það stangast að sjálfsögðu á en ég veit ekki um neinn sem fagnar því að siglingar í gegnum norðurheimskaut séu mögulegar. Allir vilja að sjálfsögðu að áhrif hnatthlýnunar verði minnkuð og hægt verði að koma í veg fyrir hlýnun jarðar og bráðnun heimskautaíss. Það er mjög mikilvægt.“ sagði Reko-Antti Suojanen. Hins vegar beri öll samanlögð skipaumferð aðeins ábyrgð á um 2,5 prósentum af árlegri losun CO2 í heiminum.
Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira