Útlit fyrir verulegan samdrátt í flugi og sætaframboði í millilandaflugi á næstu mánuðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2019 19:00 Útlit er fyrir að sætaframboð dragist verulega saman í millilandaflugi á næstu mánuðum. Fréttablaðið/Anton Brink Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni hafa sagt frá því í fréttum okkar að nú sé gert ráð fyrir enn meiri samdrætti í greininni en áður hafði verið spáð. Í hádegisfréttum okkar sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri að búast mætti við samdrætti uppá 15 til 20 prósent milli ára. Auðveldara verður hins vegar að gera áætlanir þegar farþegaspá Isavia liggur fyrir en hún hefur ekki verið uppfærð eftir fall WOW AIR. Þegar flugáætlun Isavia er skoðuð er hins vegar hægt að spá í spilin. Þar kemur fram að flug um Keflavík dregst saman um 25% milli ára á tímabilinu 1. maí til 1. október og framboð á flugsætum dregst saman um tæp þrjátíu prósent á sama tímabili. Þetta er svipað hlutfall og Wow air var með en félagið flaug um þrjátíu prósent allra flugferða um Keflavík á síðasta ári og var Icelandair með um 45% alls flugs á þeim tíma. Þá er hægt að skoða hversu mörg flugfélög fljúga til landsins í sumar en þau verða 27, einu færra en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Af þeim hefur EasyJet gefið út að það ætli að halda áfram að draga úr flugi til landsins. Flugfélagið Transavia hefur hinsvegar gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Þá ætlar flugfélagið Air Baltic að bæta við þremur ferðum á viku milli Keflavíkur og Riga frá júní til ágúst. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni hafa sagt frá því í fréttum okkar að nú sé gert ráð fyrir enn meiri samdrætti í greininni en áður hafði verið spáð. Í hádegisfréttum okkar sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri að búast mætti við samdrætti uppá 15 til 20 prósent milli ára. Auðveldara verður hins vegar að gera áætlanir þegar farþegaspá Isavia liggur fyrir en hún hefur ekki verið uppfærð eftir fall WOW AIR. Þegar flugáætlun Isavia er skoðuð er hins vegar hægt að spá í spilin. Þar kemur fram að flug um Keflavík dregst saman um 25% milli ára á tímabilinu 1. maí til 1. október og framboð á flugsætum dregst saman um tæp þrjátíu prósent á sama tímabili. Þetta er svipað hlutfall og Wow air var með en félagið flaug um þrjátíu prósent allra flugferða um Keflavík á síðasta ári og var Icelandair með um 45% alls flugs á þeim tíma. Þá er hægt að skoða hversu mörg flugfélög fljúga til landsins í sumar en þau verða 27, einu færra en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Af þeim hefur EasyJet gefið út að það ætli að halda áfram að draga úr flugi til landsins. Flugfélagið Transavia hefur hinsvegar gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Þá ætlar flugfélagið Air Baltic að bæta við þremur ferðum á viku milli Keflavíkur og Riga frá júní til ágúst.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira