Útlit fyrir verulegan samdrátt í flugi og sætaframboði í millilandaflugi á næstu mánuðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2019 19:00 Útlit er fyrir að sætaframboð dragist verulega saman í millilandaflugi á næstu mánuðum. Fréttablaðið/Anton Brink Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni hafa sagt frá því í fréttum okkar að nú sé gert ráð fyrir enn meiri samdrætti í greininni en áður hafði verið spáð. Í hádegisfréttum okkar sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri að búast mætti við samdrætti uppá 15 til 20 prósent milli ára. Auðveldara verður hins vegar að gera áætlanir þegar farþegaspá Isavia liggur fyrir en hún hefur ekki verið uppfærð eftir fall WOW AIR. Þegar flugáætlun Isavia er skoðuð er hins vegar hægt að spá í spilin. Þar kemur fram að flug um Keflavík dregst saman um 25% milli ára á tímabilinu 1. maí til 1. október og framboð á flugsætum dregst saman um tæp þrjátíu prósent á sama tímabili. Þetta er svipað hlutfall og Wow air var með en félagið flaug um þrjátíu prósent allra flugferða um Keflavík á síðasta ári og var Icelandair með um 45% alls flugs á þeim tíma. Þá er hægt að skoða hversu mörg flugfélög fljúga til landsins í sumar en þau verða 27, einu færra en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Af þeim hefur EasyJet gefið út að það ætli að halda áfram að draga úr flugi til landsins. Flugfélagið Transavia hefur hinsvegar gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Þá ætlar flugfélagið Air Baltic að bæta við þremur ferðum á viku milli Keflavíkur og Riga frá júní til ágúst. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
Útlit er fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll dragist saman um fjórðung og sætaframboð um tæp þrjátíu prósent frá maí til október borið saman við sama tímabil í fyrra. Isavia hefur hins vegar ekki gefið út nýja farþegaspá eftir fall WOW AIR sem flaug þriðju hverja flugferð á síðasta ári. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni hafa sagt frá því í fréttum okkar að nú sé gert ráð fyrir enn meiri samdrætti í greininni en áður hafði verið spáð. Í hádegisfréttum okkar sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri að búast mætti við samdrætti uppá 15 til 20 prósent milli ára. Auðveldara verður hins vegar að gera áætlanir þegar farþegaspá Isavia liggur fyrir en hún hefur ekki verið uppfærð eftir fall WOW AIR. Þegar flugáætlun Isavia er skoðuð er hins vegar hægt að spá í spilin. Þar kemur fram að flug um Keflavík dregst saman um 25% milli ára á tímabilinu 1. maí til 1. október og framboð á flugsætum dregst saman um tæp þrjátíu prósent á sama tímabili. Þetta er svipað hlutfall og Wow air var með en félagið flaug um þrjátíu prósent allra flugferða um Keflavík á síðasta ári og var Icelandair með um 45% alls flugs á þeim tíma. Þá er hægt að skoða hversu mörg flugfélög fljúga til landsins í sumar en þau verða 27, einu færra en í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Af þeim hefur EasyJet gefið út að það ætli að halda áfram að draga úr flugi til landsins. Flugfélagið Transavia hefur hinsvegar gefið út að það ætli að fjölga ferðum til Amsterdam og París. Wizz Air fjölgar ferðum til London og Varsjár og United Airlines hefur á ný áætlunarflug til New York í sumar. Þá ætlar flugfélagið Air Baltic að bæta við þremur ferðum á viku milli Keflavíkur og Riga frá júní til ágúst.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira