Menning

Vinnuhelgi í Selárdal í Arnarfirði

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Listaverkunum hefur verið gert til góða og allt að komast í topplag.
Listaverkunum hefur verið gert til góða og allt að komast í topplag.
Vinnuhelgi er fram undan hjá sjálfboðaliðum í Selárdal í Arnarfirði. Hafist verður handa strax í dag við að lagfæra lóð og hús listamannsins Samúels Jónssonar (1884-1969) og gera það heimilislegt.

Söfnun á heimilistækjum í húsið stendur yfir á fésbók, vöfflujárni, brauðrist, pottum, pönnum, hraðsuðukatli, hnífapörum, bollum og tilheyrandi.

Haldið verður áfram næstu daga við tiltekt og fleiri komast að, en þeir sem vilja mæta eru varaðir við að Breiðafjarðarferjan Baldur verður ekki í förum á sunnudaginn.

Frí gisting og fæði er í boði í Selárdal en hafa þarf samband við Ólaf J. Engilbertsson í síma 698-7533.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×