Deila tónum og sporum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2019 07:00 Linus Orri hlakkar til að læra dans. Á Vöku verða evrópskir þjóðdansar og íslenskir sagnadansar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Markmið Vöku er að styrkja þjóðlagasenuna á Íslandi og deila tónum og sporum,“ segir Linus Orri Gunnarsson sem er talsmaður þjóðlagahelgarinnar Vöku sem haldin verður í Dósaverksmiðjunni, Borgartúni 1 í Reykjavík, og hefst í kvöld. Tvennir tónleikar verða haldnir, í kvöld og annað kvöld, þar sem fram koma: Ragnheiður Gröndal, Skuggamyndir frá Býsans, Voces Thules, Umbra, Funi, Mandólín og Gýa. Sjálfur er Linus í síðasttalda bandinu. „Ég hef stússast í alls konar músík og held ég geti spilað hvaða tónlist sem er en lenti alveg óvart í þjóðlagatónlistinni og það er gaman, menningin í kringum hana er svo lýðræðisleg, maður bara kemur og spilar. Stemningin snýst ekki um að verða frægur, meika’ða, komast á samning hjá plötufyrirtæki eða neitt svoleiðis. Allt snýst bara um tónlistina og hvenær við getum hist og spilað.“ Linus telur þjóðlagahefðina á Íslandi lítið áberandi miðað við í löndunum í kringum okkur. „Hér hefur aldrei verið sú hljóðfærahefð sem víða er. Sterkasta hefðin okkar er kringum kvæðin og rímurnar og hún rétt heldur lífsmarki. Við sem höfum ánetjast henni grínumst stundum með það að Ísland ætti að vera miðstöð fyrir þjóðlagatónlist Norður-Atlantshafslandanna, það mundi passa svo vel landfræðilega að við héldum utan um tónlistararf Norður-Ameríku og Norður-Evrópu.“ Gýa, hópurinn sem Linus Orri er í hittist vikulega og spilar á Bar-Ananas á Klapparstíg. „Við höfum gert það næstum í fjögur ár og það er opið hús. Þar spilum við mikið af írskri tónlist. En á Vöku annað kvöld erum við í rauninni að koma í fyrsta skipti opinberlega fram og frumflytja það sem við höfum verið að búa til og það er rammíslenskt. Ég hef verið að taka alls konar stef úr íslenskri sönghefð og búa til hljóðfæratónlist úr því. Meðal þess sem ég hef notað er stemma úr Hænsna-Þórisrímum og líka sönglag úr Melódíu sem er handrit frá 1666. Við hlökkum til að kynna þessa afurð. Það er alltaf áhugavert þegar maður fær strax tilfinninguna fyrir því að eitthvað sé íslenskt, að það sé þannig bragur á því.“ Vaka stendur semsagt í þrjá daga. „Þess vegna köllum við þetta þjóðlagahelgi en ekki hátíð,“ segir Linus Orri. „Við fengum inni í tungumálaskólanum Dósaverksmiðjunni. Hljómsveitin Mandólín hefur haldið tvenna tónleika þar og gengið vel. Það sem ég er spenntastur fyrir um helgina er dansinn. Því að á laugardeginum eru tvö dansnámskeið og þá getur fólk lært sporin og eftir tónleikana um kvöldið verður spilað fyrir dansi svo þá gefst því tækifæri til að spreyta sig og nýta þekkinguna.“ Hann segir stemninguna um helgina verða heimilislega. „Það er meira að segja kvöldmatur fyrir tónleikana og ef ég mætti ráða mundum við öll bara gista þarna! Ég vil að þetta sé þannig að fólk komi í dag og verði fram á sunnudag!“ Fram að þessu hefur Vaka verið haldin á Akureyri og Linus segist eiga góðar minningar þaðan, meðal annars af stuðinu á tjaldstæðinu. „En reynum að hafa prógrammið okkar þannig að fólk geti mætt og verið alla helgina.“ Dagskrána í heild sinni má kynna sér á vakareykjavik.is. Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Markmið Vöku er að styrkja þjóðlagasenuna á Íslandi og deila tónum og sporum,“ segir Linus Orri Gunnarsson sem er talsmaður þjóðlagahelgarinnar Vöku sem haldin verður í Dósaverksmiðjunni, Borgartúni 1 í Reykjavík, og hefst í kvöld. Tvennir tónleikar verða haldnir, í kvöld og annað kvöld, þar sem fram koma: Ragnheiður Gröndal, Skuggamyndir frá Býsans, Voces Thules, Umbra, Funi, Mandólín og Gýa. Sjálfur er Linus í síðasttalda bandinu. „Ég hef stússast í alls konar músík og held ég geti spilað hvaða tónlist sem er en lenti alveg óvart í þjóðlagatónlistinni og það er gaman, menningin í kringum hana er svo lýðræðisleg, maður bara kemur og spilar. Stemningin snýst ekki um að verða frægur, meika’ða, komast á samning hjá plötufyrirtæki eða neitt svoleiðis. Allt snýst bara um tónlistina og hvenær við getum hist og spilað.“ Linus telur þjóðlagahefðina á Íslandi lítið áberandi miðað við í löndunum í kringum okkur. „Hér hefur aldrei verið sú hljóðfærahefð sem víða er. Sterkasta hefðin okkar er kringum kvæðin og rímurnar og hún rétt heldur lífsmarki. Við sem höfum ánetjast henni grínumst stundum með það að Ísland ætti að vera miðstöð fyrir þjóðlagatónlist Norður-Atlantshafslandanna, það mundi passa svo vel landfræðilega að við héldum utan um tónlistararf Norður-Ameríku og Norður-Evrópu.“ Gýa, hópurinn sem Linus Orri er í hittist vikulega og spilar á Bar-Ananas á Klapparstíg. „Við höfum gert það næstum í fjögur ár og það er opið hús. Þar spilum við mikið af írskri tónlist. En á Vöku annað kvöld erum við í rauninni að koma í fyrsta skipti opinberlega fram og frumflytja það sem við höfum verið að búa til og það er rammíslenskt. Ég hef verið að taka alls konar stef úr íslenskri sönghefð og búa til hljóðfæratónlist úr því. Meðal þess sem ég hef notað er stemma úr Hænsna-Þórisrímum og líka sönglag úr Melódíu sem er handrit frá 1666. Við hlökkum til að kynna þessa afurð. Það er alltaf áhugavert þegar maður fær strax tilfinninguna fyrir því að eitthvað sé íslenskt, að það sé þannig bragur á því.“ Vaka stendur semsagt í þrjá daga. „Þess vegna köllum við þetta þjóðlagahelgi en ekki hátíð,“ segir Linus Orri. „Við fengum inni í tungumálaskólanum Dósaverksmiðjunni. Hljómsveitin Mandólín hefur haldið tvenna tónleika þar og gengið vel. Það sem ég er spenntastur fyrir um helgina er dansinn. Því að á laugardeginum eru tvö dansnámskeið og þá getur fólk lært sporin og eftir tónleikana um kvöldið verður spilað fyrir dansi svo þá gefst því tækifæri til að spreyta sig og nýta þekkinguna.“ Hann segir stemninguna um helgina verða heimilislega. „Það er meira að segja kvöldmatur fyrir tónleikana og ef ég mætti ráða mundum við öll bara gista þarna! Ég vil að þetta sé þannig að fólk komi í dag og verði fram á sunnudag!“ Fram að þessu hefur Vaka verið haldin á Akureyri og Linus segist eiga góðar minningar þaðan, meðal annars af stuðinu á tjaldstæðinu. „En reynum að hafa prógrammið okkar þannig að fólk geti mætt og verið alla helgina.“ Dagskrána í heild sinni má kynna sér á vakareykjavik.is.
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira