Segir eftirlitsaðila hafa sofnað á verðinum við fall WOW air Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2019 12:45 Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um Wow air. Vísir Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um gjaldþrot félagsins en í bókinni rekur Stefán ferlið og erfiðleika þess. Hann segir eftirlitsaðila hafa brugðist. „Það læðist að mér sá grunur og ég held að það sé rökstuddur grunur um að eftirlitsaðilar, sértaklega Samgöngustofa, hafi ekki gripið í taumana með þeim hætti sem þeim ber einfaldlega lögum samkvæmt. Stofnunin var oft kölluð til af fjölmiðlun til að skýra sína stöðu í málinu og alltaf var svarið það að stofnunin hefði aðeins það hlutverk að tryggja flugöryggi. Það er einfaldlega ekki rétt. Regluverkið hér, eins og annars staðar, kveður á um að stofnunin skuli hafa mjög ríkt og mikið eftirlit með fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja,“ sagði Stefán Einar Stefánsson. Hann veltir því upp hvort að réttar ákvarðanir Samgöngustofu hefðu getað dregið úr því mikla tjóni sem varð. Þá segir hann stöðuna hafa orðið grafalvarlega fyrr en fólki var kunnugt um. „Eitt alvarlegasta höggið sem kemur á Wow air er einmitt í tenglsum við fall Monarch airlines. Þegar Monarch airlines fellur þá fellur Kortaþjónustan og það virtist koma Fjármálaeftirlitinu íslenska algjörlega í opna skjöldu sú staða sem þar raungerðist á örfáum sólarhringum,“ sagði Stefán. Bresk yfirvöld ásamt Mastercard og visa hafi gert Fjármálaeftirlitinu viðvart um að hlaðist hafi upp mótaðilaáhætta á vettvangi kortaþjónustunnar. „Fjármálaeftirlitið íslenska virðist hafa verið algjörlega sofandi gagnvart þessari áhættu sem þarna hlóðst upp,“ sagði Stefán Einar. Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Höfundur bókar um gjaldþrot WOW air segir Skúla Mogensen og stjórn félagsins hafa hunsað öll viðvörunarmerki sérfræðinga í aðdraganda gjaldþrotsins. Eftirlitsaðilar hafi brugðist skyldu sinni og sofnað á verðinum. Tímaspursmál sé hvenær félaginu verði gert að útskýra mál sitt. Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur bókar um fall WOW air var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um gjaldþrot félagsins en í bókinni rekur Stefán ferlið og erfiðleika þess. Hann segir eftirlitsaðila hafa brugðist. „Það læðist að mér sá grunur og ég held að það sé rökstuddur grunur um að eftirlitsaðilar, sértaklega Samgöngustofa, hafi ekki gripið í taumana með þeim hætti sem þeim ber einfaldlega lögum samkvæmt. Stofnunin var oft kölluð til af fjölmiðlun til að skýra sína stöðu í málinu og alltaf var svarið það að stofnunin hefði aðeins það hlutverk að tryggja flugöryggi. Það er einfaldlega ekki rétt. Regluverkið hér, eins og annars staðar, kveður á um að stofnunin skuli hafa mjög ríkt og mikið eftirlit með fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja,“ sagði Stefán Einar Stefánsson. Hann veltir því upp hvort að réttar ákvarðanir Samgöngustofu hefðu getað dregið úr því mikla tjóni sem varð. Þá segir hann stöðuna hafa orðið grafalvarlega fyrr en fólki var kunnugt um. „Eitt alvarlegasta höggið sem kemur á Wow air er einmitt í tenglsum við fall Monarch airlines. Þegar Monarch airlines fellur þá fellur Kortaþjónustan og það virtist koma Fjármálaeftirlitinu íslenska algjörlega í opna skjöldu sú staða sem þar raungerðist á örfáum sólarhringum,“ sagði Stefán. Bresk yfirvöld ásamt Mastercard og visa hafi gert Fjármálaeftirlitinu viðvart um að hlaðist hafi upp mótaðilaáhætta á vettvangi kortaþjónustunnar. „Fjármálaeftirlitið íslenska virðist hafa verið algjörlega sofandi gagnvart þessari áhættu sem þarna hlóðst upp,“ sagði Stefán Einar.
Fréttir af flugi Sprengisandur WOW Air Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira