Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. júní 2019 13:33 Assange var handtekinn í London í apríl. NurPhoto/Getty Ekki liggur fyrir með hvaða hætti íslensk yfirvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á Julian Assange, stofnanda Wikileaks-samtakanna. Dómsmálaráðuneytinu er skylt samkvæmt lögum að veita gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð sé þess óskað og er ráðuneytisins þess að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Engar upplýsingar hafa fengist um með hvaða hætti íslensk stjórnvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á málum Julian Assagne, stofnanda Wikileaks en sakamálarannsókn þarlendra yfirvalda lúta að gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. Ekki hafa fengist upplýsingar frá embætti Ríkissaksóknara um hvort embættið hafi haft milligöngu um rannsókn bandarískra stjórnvalda og til hvaða undirstofnanna hafi verið leitað til. Bandarísk stjórnvöld vilja Assagne framseldan en hann situr í fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa svikist undan tryggingu. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir ekki ólíklegt að hann sjálfur verði ákærður í sakamálarannsókn bandarískra stjórnvalda og aðkomu sinnar að málum. Dómsmálaráðuneytið birti tilkynningu á vef embættisins í gær en þar kemur fram að samkvæmt lögum sé ráðuneytið sé miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð. Hlutverk ráðuneytisins í slíkum málum sé eingöngu að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Telji ráðuneytið svo vera sé beiðnin framsend viðeigandi stjórnvaldi, þ.e. ríkissaksóknara, til frekari meðferðar. Ráðuneytið segist í tilkynningu sinni ekki geta tjáð sig um einstök sakamál sem eru til meðferðar. Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Ekki liggur fyrir með hvaða hætti íslensk yfirvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á Julian Assange, stofnanda Wikileaks-samtakanna. Dómsmálaráðuneytinu er skylt samkvæmt lögum að veita gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð sé þess óskað og er ráðuneytisins þess að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Engar upplýsingar hafa fengist um með hvaða hætti íslensk stjórnvöld komu að rannsókn bandarískra yfirvalda á málum Julian Assagne, stofnanda Wikileaks en sakamálarannsókn þarlendra yfirvalda lúta að gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. Ekki hafa fengist upplýsingar frá embætti Ríkissaksóknara um hvort embættið hafi haft milligöngu um rannsókn bandarískra stjórnvalda og til hvaða undirstofnanna hafi verið leitað til. Bandarísk stjórnvöld vilja Assagne framseldan en hann situr í fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa svikist undan tryggingu. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir ekki ólíklegt að hann sjálfur verði ákærður í sakamálarannsókn bandarískra stjórnvalda og aðkomu sinnar að málum. Dómsmálaráðuneytið birti tilkynningu á vef embættisins í gær en þar kemur fram að samkvæmt lögum sé ráðuneytið sé miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð. Hlutverk ráðuneytisins í slíkum málum sé eingöngu að leggja mat á hvort skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum sem og ákvæði annarra laga sem við eiga séu uppfyllt. Telji ráðuneytið svo vera sé beiðnin framsend viðeigandi stjórnvaldi, þ.e. ríkissaksóknara, til frekari meðferðar. Ráðuneytið segist í tilkynningu sinni ekki geta tjáð sig um einstök sakamál sem eru til meðferðar.
Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira