Níu mánuðir án svara Ari Brynjólfsson skrifar 7. júní 2019 08:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Ernir Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kaup RÚV á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vor skapaðist uppnám við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ráðherrans vegna deilu sjálfstæðra framleiðenda við RÚV sem vildi ekki gefa eftir tilkall til hagnaðar sem gæti orðið ef sýningarrétturinn yrði seldur til aðila á borð við Netflix. RÚV breytti skilmálunum síðasta haust og er málið mjög viðkvæmt meðal framleiðenda sökum stærðar RÚV á markaðnum. Óli Björn bað um svör frá menntamálaráðuneytinu um málið síðasta haust. „Það er ekki að ástæðulausu sem þessi fyrirspurn er sett fram,“ segir þingmaðurinn. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara um hendur Ríkisútvarpsins, meðal annars fjármunir sem eru skuldbundnir til að nota til að kaupa efni af sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Óli Björn. Eðlilegt sé að upplýsa hvernig það sé gert. „Á hvaða kjörum þeir samningar eru og hvort það sé rétt að Ríkisútvarpið sé að knýja fram samninga þar sem þeir njóta einhvers ávinnings af hugsanlegri sölu af þessu dagskrárefni, þá sérstaklega sjónvarpsefni, til erlendra aðila. Þá vaknar sú spurning hvernig þeim fjármunum sé síðan ráðstafað.“ Samtök iðnaðarins hafa einnig reynt að fá svör frá RÚV. Fram kemur í lögfræðiáliti sem gert var í vor fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins að RÚV eigi að veita styrki en ekki eignast hlut í verki til að geta hagnast á því. Þessu er RÚV ekki sammála og sagði Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla hjá RÚV, það vera rangt. „Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV er því undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi, bæði fjárhagslegu sem og öðru framlagi sem nýtist til framleiðslu viðkomandi verkefna,“ segir í svari Birgis. Fulltrúar SI funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins í mars síðastliðnum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er unnið að málinu innan ráðuneytisins. Samkvæmt lögum hefði svar ráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns átt að berast fimmtán virkum dögum síðar, nema ráðherra sendi bréf á forseta Alþingis með útskýringum. Fyrirspurnin var lögð fram í september í fyrra og eru því liðnir níu mánuðir. „Níu mánuðir er auðvitað vont og ekki til eftirbreytni. Ég trúi ekki að þingið fari heim hér án þess að fyrirspurninni verði svarað,“ segir Óli Björn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kaup RÚV á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vor skapaðist uppnám við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ráðherrans vegna deilu sjálfstæðra framleiðenda við RÚV sem vildi ekki gefa eftir tilkall til hagnaðar sem gæti orðið ef sýningarrétturinn yrði seldur til aðila á borð við Netflix. RÚV breytti skilmálunum síðasta haust og er málið mjög viðkvæmt meðal framleiðenda sökum stærðar RÚV á markaðnum. Óli Björn bað um svör frá menntamálaráðuneytinu um málið síðasta haust. „Það er ekki að ástæðulausu sem þessi fyrirspurn er sett fram,“ segir þingmaðurinn. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara um hendur Ríkisútvarpsins, meðal annars fjármunir sem eru skuldbundnir til að nota til að kaupa efni af sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Óli Björn. Eðlilegt sé að upplýsa hvernig það sé gert. „Á hvaða kjörum þeir samningar eru og hvort það sé rétt að Ríkisútvarpið sé að knýja fram samninga þar sem þeir njóta einhvers ávinnings af hugsanlegri sölu af þessu dagskrárefni, þá sérstaklega sjónvarpsefni, til erlendra aðila. Þá vaknar sú spurning hvernig þeim fjármunum sé síðan ráðstafað.“ Samtök iðnaðarins hafa einnig reynt að fá svör frá RÚV. Fram kemur í lögfræðiáliti sem gert var í vor fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins að RÚV eigi að veita styrki en ekki eignast hlut í verki til að geta hagnast á því. Þessu er RÚV ekki sammála og sagði Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla hjá RÚV, það vera rangt. „Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV er því undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi, bæði fjárhagslegu sem og öðru framlagi sem nýtist til framleiðslu viðkomandi verkefna,“ segir í svari Birgis. Fulltrúar SI funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins í mars síðastliðnum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er unnið að málinu innan ráðuneytisins. Samkvæmt lögum hefði svar ráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns átt að berast fimmtán virkum dögum síðar, nema ráðherra sendi bréf á forseta Alþingis með útskýringum. Fyrirspurnin var lögð fram í september í fyrra og eru því liðnir níu mánuðir. „Níu mánuðir er auðvitað vont og ekki til eftirbreytni. Ég trúi ekki að þingið fari heim hér án þess að fyrirspurninni verði svarað,“ segir Óli Björn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira