Fólkið reyndi að bjarga sér úr eldinum Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 13:51 Vigfús Ólafsson situr hér á milli verjenda í málinu. Vísir/MHH Dánarorsök fólksins sem lést í brunanum á Kirkjuvegi á Selfossi í október síðastliðnum, var reykeitrun. Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur greindi frá þessari niðurstöðu sinn við aðalmeðferð máls saksóknara gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem er ákærður fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð fólkinu að bana, og Elvu Marteinsdóttur, sem er ákærð fyrir að látaa hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum. Kunz sagði fólkið hafa verið á lífi á meðan eldurinn geisaði, þau voru ekki liggjandi heldur á ferli í svefnherbergi á efri hæð hússinus. Þannig liggur fyrir að þau dóu ekki úr reykeitrun í svefni. Fannst fólkið látið í svefnherberginu Kunz sagði konuna hafa andast á eftir karlinum. Sjúkraflutningamaður sem var fyrstur á vettvang brunans í október mætti fyrir dóminn í morgun. Hann sagðist hafa heyrt öskur út úr húsinu og útidyrnar hafi verið opnar. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson en þau stóðu fyrir utan húsið. Við skoðun fann Kunz enga áverka á hinum látnu en sagði bæði konuna og karlinn hafa neytt lyfja sem höfðu slæfandi áhrif á þau. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, spurði Kunz hve langur tími hefði liðið þar til fólkið dó? Kunz sagði ekki hægt að segja til um það en þó væri vitað að í svona bruna gætu liðið átta til tíu mínútur þangað til manneskjur deyja. Bogi Sigvaldsson mætti fyrir réttinn en hann sá um rannsókn á vettvangi brunans. Hann sagði engan vafa um að upptök eldsins hefðu átt sér stað inni í stofu hússins. Raktin hann upptökin í svefnsófa í stofunni og taldi útilokað að kviknaði hefði í út frá rafmagni. Þetta hefði verið íkveikja. Hann sagði upptökin hefði ekki átt sér stað á fleiri stöðum, svefnsófinn hafi verið meira brunninn vinstra megin. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Dánarorsök fólksins sem lést í brunanum á Kirkjuvegi á Selfossi í október síðastliðnum, var reykeitrun. Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur greindi frá þessari niðurstöðu sinn við aðalmeðferð máls saksóknara gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem er ákærður fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð fólkinu að bana, og Elvu Marteinsdóttur, sem er ákærð fyrir að látaa hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum. Kunz sagði fólkið hafa verið á lífi á meðan eldurinn geisaði, þau voru ekki liggjandi heldur á ferli í svefnherbergi á efri hæð hússinus. Þannig liggur fyrir að þau dóu ekki úr reykeitrun í svefni. Fannst fólkið látið í svefnherberginu Kunz sagði konuna hafa andast á eftir karlinum. Sjúkraflutningamaður sem var fyrstur á vettvang brunans í október mætti fyrir dóminn í morgun. Hann sagðist hafa heyrt öskur út úr húsinu og útidyrnar hafi verið opnar. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson en þau stóðu fyrir utan húsið. Við skoðun fann Kunz enga áverka á hinum látnu en sagði bæði konuna og karlinn hafa neytt lyfja sem höfðu slæfandi áhrif á þau. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, spurði Kunz hve langur tími hefði liðið þar til fólkið dó? Kunz sagði ekki hægt að segja til um það en þó væri vitað að í svona bruna gætu liðið átta til tíu mínútur þangað til manneskjur deyja. Bogi Sigvaldsson mætti fyrir réttinn en hann sá um rannsókn á vettvangi brunans. Hann sagði engan vafa um að upptök eldsins hefðu átt sér stað inni í stofu hússins. Raktin hann upptökin í svefnsófa í stofunni og taldi útilokað að kviknaði hefði í út frá rafmagni. Þetta hefði verið íkveikja. Hann sagði upptökin hefði ekki átt sér stað á fleiri stöðum, svefnsófinn hafi verið meira brunninn vinstra megin. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira