Viðbrögð starfsmanna hárrétt við eldi á Nesjavöllum Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 5. júní 2019 11:33 Frá vettvangi í morgun. Vísir/Jói K Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóni Brunavarna Árnessýslu, segir ekkert tjón hafa orðið á húsnæði vegna elds sem kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum upp úr klukkan tíu í morgun. Spennirinn sé þó auðvitað skemmdur og hann sé vafalítið ekki ódýr. „Við æfum hérna reglulega með starfsmönnunum svo við þekkjum aðstæður mjög vel og þá starfsmenn sem hér starfa. Í fyrstu höfðum við ekki miklar áhyggjur af þessu. En við sendum fullt viðbragð, svokallað F1 útkall, svo það var talsverður hópur manna sem lagði af stað upp eftir,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Viðbrögð starfsmanna hjá Orku náttúrunnar hafi verið algjörlega hárrétt. „Þeir opnuðu inn í rýmið og gátu slökkt í þessu með handslökkvitæki eins og þeirra þjálfun býður. Þeir voru síðan búnir að opna þegar við komum á staðinn í báða enda svo rýmið var búið að reykræsa sig. Okkar hlutverk var þá bara að tryggja að ekkert kæmi upp frekar, sem var ekki.“ Starfsmenn hafi náð að upplýsa slökkvilið um að eldurinn væri úti þegar teymið var komið hálfa leið á vettvang. „Svo við gátum slegið af forgangi og þar með minni hætta fyrir fólk í umferðinni af okkur á mikilli ferð.“ Pétur segir að við aðstæður sem þessar sé fyrst og fremst hætta á að eldurinn breiði úr sér og verði meira tjón á virkjuninni. „Það sem má kannski helst líta til er að hér er raforkuframleiðsla í gangi. Ef svona útkall verður til þess að raforkuframleiðsla stöðvist getur það haft heilmikil áhrif á fyrirtæki sem nota afurðina sem héðan kemur. Auðvitað síðan frekari skemmdir á mannvirkinu. Þetta er smíðað þannig að það er hamlandi að eldur geti breytt úr sér. Mest er bara úr járni og óbrennanlegum efnum.“ Ekki er langt síðan slökkviliðsmenn á Suðurlandi brugðust við bruna í Ljósafossvirkjun. „Ljósafoss var svolítið öðruvísi. Þar var gamall spennir utandyra sem er auðvitað auðveldara fyrir okkur að vinna með. Menn þurfa samt að passa sig við vatnsnotkun og annað sem er hættulegt við þessar aðstæður. Þessi spennir er hins vegar innandyra sem getur gert málin flóknari ef ekki er búið að slökkva þegar við komum.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóni Brunavarna Árnessýslu, segir ekkert tjón hafa orðið á húsnæði vegna elds sem kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum upp úr klukkan tíu í morgun. Spennirinn sé þó auðvitað skemmdur og hann sé vafalítið ekki ódýr. „Við æfum hérna reglulega með starfsmönnunum svo við þekkjum aðstæður mjög vel og þá starfsmenn sem hér starfa. Í fyrstu höfðum við ekki miklar áhyggjur af þessu. En við sendum fullt viðbragð, svokallað F1 útkall, svo það var talsverður hópur manna sem lagði af stað upp eftir,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Viðbrögð starfsmanna hjá Orku náttúrunnar hafi verið algjörlega hárrétt. „Þeir opnuðu inn í rýmið og gátu slökkt í þessu með handslökkvitæki eins og þeirra þjálfun býður. Þeir voru síðan búnir að opna þegar við komum á staðinn í báða enda svo rýmið var búið að reykræsa sig. Okkar hlutverk var þá bara að tryggja að ekkert kæmi upp frekar, sem var ekki.“ Starfsmenn hafi náð að upplýsa slökkvilið um að eldurinn væri úti þegar teymið var komið hálfa leið á vettvang. „Svo við gátum slegið af forgangi og þar með minni hætta fyrir fólk í umferðinni af okkur á mikilli ferð.“ Pétur segir að við aðstæður sem þessar sé fyrst og fremst hætta á að eldurinn breiði úr sér og verði meira tjón á virkjuninni. „Það sem má kannski helst líta til er að hér er raforkuframleiðsla í gangi. Ef svona útkall verður til þess að raforkuframleiðsla stöðvist getur það haft heilmikil áhrif á fyrirtæki sem nota afurðina sem héðan kemur. Auðvitað síðan frekari skemmdir á mannvirkinu. Þetta er smíðað þannig að það er hamlandi að eldur geti breytt úr sér. Mest er bara úr járni og óbrennanlegum efnum.“ Ekki er langt síðan slökkviliðsmenn á Suðurlandi brugðust við bruna í Ljósafossvirkjun. „Ljósafoss var svolítið öðruvísi. Þar var gamall spennir utandyra sem er auðvitað auðveldara fyrir okkur að vinna með. Menn þurfa samt að passa sig við vatnsnotkun og annað sem er hættulegt við þessar aðstæður. Þessi spennir er hins vegar innandyra sem getur gert málin flóknari ef ekki er búið að slökkva þegar við komum.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36