Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 08:01 Höfuðstöðvar ABC í Sydney þar sem lögreglan gerði húsleit í dag. Vísir/EPA Húsleitir áströlsku lögreglunnar á skrifstofum ríkisútvarpsins og á heimili ritstjóra annars miðils hafa vakið harða gagnrýni fjölmiðlamanna. Fjölmiðlarnir eru sakaðir um að hafa birt leyniskjöl um misferli ástralskra hermanna í Afganistan og áform áströlsku leyniþjónustunnar um rafræna vöktun á einstaklingum. Fulltrúar áströlsku alríkislögreglunnar AFP leituðu á skrifstofum ríkisútvarpsins ABC í Sydney í dag. Áður höfðu þeir gert húsleit heima hjá ritstjóra fjölmiðlafyrirtækisins News Corp. AFP segir að engin tengsl séu á milli húsleitanna. Reuters-fréttastofan segir að húsleitin hjá ABC hafi tengst nokkrum fréttum þess árið 2017 um ásakanir um að ástralskir hermenn kunni að hafa framið stríðsglæpi í Afganistan. Leitað var hjá ritstjóra News Corp vegna frétta dagblaðs þess um að ástralska leyniþjónustan vildi fylgjast með fólki með því að komast inn í tölvupóst þess, bankareikninga og smáskilaboð í fyrra. AFP segir að rannsóknin á ABC hafi hafist eftir að yfirmaður herafla Ástralíu og þáverandi varnarmálaráðherra vísuðu málinu áfram árið 2017. Dómstóll hafi heimilað húsleitina og byggt á sönnunargögnum sem hafi leitt í ljós „nægilegan grun um að glæpur hefði verið framinn“.Segja húsleitirnar svívirðilega og harkalega aðgerð Fjölmiðlarnir hafa brugðist hart við húsleitunum. David Anderson, útvarpsstjóri ABC, segir afar óvenjulegt að húsleit sé gert hjá ríkisútvarpi. „Þetta eru alvarleg tíðindi og vekur upp lögmætur áhyggjur af fjölmiðlafrelsi og almennilegu aðhaldi almennings með þjóðaröryggis- og varnarmálum,“ segir hann. News Corp, sem er í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, segir húsleitina „svívirðilega og harkalega“ og „alvarlega ógnun“. Fyrirtækið hafi áhyggjur af því hversu viljug ríkisstjórn landsins sé að grafa undan rétti almennings til að vita um mikilvægar ákvarðanir hennar. Marcus Strom, forseti stéttarfélags fjölmiðlamanna, kallaði húsleitirnar „svívirðilegar“ á Twitter. „Það er verið að gera húsleitir lögreglu hjá blaðamönnum að eðlilegum hlut. Það verður að hætta,“ sagði hann. Scott Morrison, forsætisráðherra, gerði lítið úr áhyggjum af fjölmiðlafrelsi og segir að skýrar reglur séu um notkun á leynilegum upplýsingum. „Það veldur mér aldrei áhyggjum að lögum sé framfylgt,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið Sydney Morning Herald. Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Húsleitir áströlsku lögreglunnar á skrifstofum ríkisútvarpsins og á heimili ritstjóra annars miðils hafa vakið harða gagnrýni fjölmiðlamanna. Fjölmiðlarnir eru sakaðir um að hafa birt leyniskjöl um misferli ástralskra hermanna í Afganistan og áform áströlsku leyniþjónustunnar um rafræna vöktun á einstaklingum. Fulltrúar áströlsku alríkislögreglunnar AFP leituðu á skrifstofum ríkisútvarpsins ABC í Sydney í dag. Áður höfðu þeir gert húsleit heima hjá ritstjóra fjölmiðlafyrirtækisins News Corp. AFP segir að engin tengsl séu á milli húsleitanna. Reuters-fréttastofan segir að húsleitin hjá ABC hafi tengst nokkrum fréttum þess árið 2017 um ásakanir um að ástralskir hermenn kunni að hafa framið stríðsglæpi í Afganistan. Leitað var hjá ritstjóra News Corp vegna frétta dagblaðs þess um að ástralska leyniþjónustan vildi fylgjast með fólki með því að komast inn í tölvupóst þess, bankareikninga og smáskilaboð í fyrra. AFP segir að rannsóknin á ABC hafi hafist eftir að yfirmaður herafla Ástralíu og þáverandi varnarmálaráðherra vísuðu málinu áfram árið 2017. Dómstóll hafi heimilað húsleitina og byggt á sönnunargögnum sem hafi leitt í ljós „nægilegan grun um að glæpur hefði verið framinn“.Segja húsleitirnar svívirðilega og harkalega aðgerð Fjölmiðlarnir hafa brugðist hart við húsleitunum. David Anderson, útvarpsstjóri ABC, segir afar óvenjulegt að húsleit sé gert hjá ríkisútvarpi. „Þetta eru alvarleg tíðindi og vekur upp lögmætur áhyggjur af fjölmiðlafrelsi og almennilegu aðhaldi almennings með þjóðaröryggis- og varnarmálum,“ segir hann. News Corp, sem er í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, segir húsleitina „svívirðilega og harkalega“ og „alvarlega ógnun“. Fyrirtækið hafi áhyggjur af því hversu viljug ríkisstjórn landsins sé að grafa undan rétti almennings til að vita um mikilvægar ákvarðanir hennar. Marcus Strom, forseti stéttarfélags fjölmiðlamanna, kallaði húsleitirnar „svívirðilegar“ á Twitter. „Það er verið að gera húsleitir lögreglu hjá blaðamönnum að eðlilegum hlut. Það verður að hætta,“ sagði hann. Scott Morrison, forsætisráðherra, gerði lítið úr áhyggjum af fjölmiðlafrelsi og segir að skýrar reglur séu um notkun á leynilegum upplýsingum. „Það veldur mér aldrei áhyggjum að lögum sé framfylgt,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið Sydney Morning Herald.
Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira