Ljós kviknaði eftir hrun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2019 08:30 Sesselja telur reiðhjólið gjöfult tæki til samgangna. Fyrir nokkrum áratugum keyptum við bara reiðhjól fyrir börnin okkar en áttuðum okkur ekki á því hversu gjöfult það er til samgangna. Menn fóru dálítið ört í þann fasa að það væri gott að vera á einkabílnum og hann fékk gríðarlegan forgang. Svo gerist það í kjölfar hrunsins að það verður þessi ríka vakning og allt í einu kviknar ljós,“ segir Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni sem verður með fyrirlestur í Bókasafni Kópavogs klukkan 12.15 í dag um hjólamenningu á höfuðborgarsvæðinu. Sesselja telur átakið „Hjólum í vinnuna“ hafa skilað mörgum upp á hjólhestinn og síðan haldið þeim þar. „Nýjasta sprengjan eru rafmagnshjólin. Fólk er búið að fatta að það er bara notalegt að renna sér á þeim úr Hafnarfirði inn í Reykjavík á sama tíma og bílarnir eru fastir í umferðinni. Koma svo ferskt og endurnært í vinnuna, án þess að hafa svitnað!“ Fleira jákvætt gerðist eftir hrun að mati Sesselju. Hún nefnir öfluga samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í að byggja upp hjólastíga. „Í dag eru merktar lykilleiðir sem lóðsa fólk úr Mosfellsbæ niður í miðbæ Reykjavíkur og sömuleiðis úr Mosó suður í Hafnarfjörð. Þær voru ekki merktar fyrir nokkrum árum. Þar fyrir utan er markvisst verið að bæta í stígakerfið og byggja það upp þannig að aðgengilegra verði fyrir fólk að nota þennan ferðamáta.“ Sesselja mun koma víða við í sínu erindi á fyrstu hæð bókasafnsins og hlakkar til. „Það verður gaman að vera með fyrirlestur í Bókasafni Kópavogs í dag,“ segir hún. „Því þar fyrir utan er botnlaus umferð!“ Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Samgöngur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fyrir nokkrum áratugum keyptum við bara reiðhjól fyrir börnin okkar en áttuðum okkur ekki á því hversu gjöfult það er til samgangna. Menn fóru dálítið ört í þann fasa að það væri gott að vera á einkabílnum og hann fékk gríðarlegan forgang. Svo gerist það í kjölfar hrunsins að það verður þessi ríka vakning og allt í einu kviknar ljós,“ segir Sesselja Traustadóttir hjá Hjólafærni sem verður með fyrirlestur í Bókasafni Kópavogs klukkan 12.15 í dag um hjólamenningu á höfuðborgarsvæðinu. Sesselja telur átakið „Hjólum í vinnuna“ hafa skilað mörgum upp á hjólhestinn og síðan haldið þeim þar. „Nýjasta sprengjan eru rafmagnshjólin. Fólk er búið að fatta að það er bara notalegt að renna sér á þeim úr Hafnarfirði inn í Reykjavík á sama tíma og bílarnir eru fastir í umferðinni. Koma svo ferskt og endurnært í vinnuna, án þess að hafa svitnað!“ Fleira jákvætt gerðist eftir hrun að mati Sesselju. Hún nefnir öfluga samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í að byggja upp hjólastíga. „Í dag eru merktar lykilleiðir sem lóðsa fólk úr Mosfellsbæ niður í miðbæ Reykjavíkur og sömuleiðis úr Mosó suður í Hafnarfjörð. Þær voru ekki merktar fyrir nokkrum árum. Þar fyrir utan er markvisst verið að bæta í stígakerfið og byggja það upp þannig að aðgengilegra verði fyrir fólk að nota þennan ferðamáta.“ Sesselja mun koma víða við í sínu erindi á fyrstu hæð bókasafnsins og hlakkar til. „Það verður gaman að vera með fyrirlestur í Bókasafni Kópavogs í dag,“ segir hún. „Því þar fyrir utan er botnlaus umferð!“
Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Samgöngur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira