Bjuggu með ungbarn sitt í rakaskemmdri stúdentaíbúð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. júní 2019 06:15 Rósa Rún Aðalsteinsdóttir Aðsend/Rósa Rún „Við vorum fljót að átta okkur á því að þarna væri eitthvert vandamál og að eitthvað hefði verið gert vitlaust á byggingarstigi. Þetta mál er núna fyrir dómstólum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, en rakaskemmdir hafa fundist í fjölda íbúða á stúdentagörðum í Fossvogi. Húsin voru tekin í notkun á árunum 2009-2010. Árið 2013 komu fram rakaskemmdir í nokkrum íbúðum á Skógarvegi og samkvæmt FS voru þær íbúðir teknar úr leigu ásamt því að fylgst var vel með rakastigi allra íbúðanna. FS höfðaði mál á hendur þeim sem sáu um byggingu húsanna en málið er enn opið. Rebekka segir að allir sem bjuggu í íbúðum þar sem raki mældist yfir mörkum hafi verið upplýstir og að öryggis þeirra hafi verið gætt. „Við höfum lagt áherslu á að gæta öryggis íbúanna, að upplýsa þá sem best og taka svo hvert einasta mál fyrir og ef það er einhver óánægja, að ræða þá sérstaklega við íbúana,“ segir Rebekka.Rakaskemmdir hafa gert vart við sig í stúdentagörðum á Skógarvegi. Lagfæringar eru hafnar. Fréttablaðið/ErnirRósa Rún Aðalsteinsdóttir bjó ásamt fjölskyldu sinni á Skógarvegi 18 árin 2016-2017. Hún varð vör við „svartar loðnar rákir“ meðfram öllum gluggum í íbúðinni og hafði samband við Félagsstofnun Stúdenta í það minnsta í fjögur skipti til að leita bóta á ástandi íbúðarinnar. Svörin sem hún fékk voru að lofta betur út í íbúðinni. „FS kom svo heim til okkar til þess að athuga með rakastig og ástand íbúðarinnar, sögðu það almennt „tékk“. Ég fékk aldrei neitt út úr þessum mælingum,“ segir Rósa. Hún flutti skömmu síðar þá komin með nóg af ástandinu. „Mér leið aldrei vel þarna inni og við flúðum án þess að fá nokkur svör.“ Íbúðin sem Rósa bjó í hefur staðið tóm frá því um mitt sumar 2017, eða í tæp tvö ár. Í janúar árið 2019 fékk FS leyfi til þess að hefjast handa við framkvæmdir í húsunum á Skógarvegi en leyfi hafði ekki fengist fyrr því dómsmál FS og verktakanna sem sáu um byggingu húsanna er enn opið í dómskerfinu. „Við fengum núna í vetur loksins leyfi til þess að hefjast handa en við vorum búin að taka talsvert af íbúðum úr leigu þar sem að raki mældist þannig að við vildum ekki að fólk byggi í íbúðunum,“ segir Rebekka. Rósa og fjölskylda hennar fengu aldrei upplýsingar um það hvort raki hefði mælst yfir mörkum í íbúðinni en þar sem ekki hefur verið búið í íbúðinni síðastliðin tvö ár segir Rósa að telja megi líklegt að þar hafi verð raki eða mygla. „Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna eftir að ég flyt út að ég tek smá rúnt þarna til að forvitnast og þá sé ég að það er allt plastað og einangrað. Við það varð ég brjáluð. Ég var búin að búa þarna með tvö börn og annað þeirra var þá ungbarn. Ég flutti út tveimur árum áður en framkvæmdir hófust svo ekki er það ástæðan fyrir því að íbúðin hefur staðið tóm.“ Mikil óánægja hefur ríkt á meðal íbúanna á Skógarvegi þrátt fyrir að þeir taki framkvæmdunum fagnandi. Margir tala um að upplýsingaflæði sé ekki gott og reynt hafi verið að hylma yfir alvarleika málsins. Íbúarnir sem Fréttablaðið hafði samband við vildu ekki koma fram undir nafni við gerð fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
„Við vorum fljót að átta okkur á því að þarna væri eitthvert vandamál og að eitthvað hefði verið gert vitlaust á byggingarstigi. Þetta mál er núna fyrir dómstólum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, en rakaskemmdir hafa fundist í fjölda íbúða á stúdentagörðum í Fossvogi. Húsin voru tekin í notkun á árunum 2009-2010. Árið 2013 komu fram rakaskemmdir í nokkrum íbúðum á Skógarvegi og samkvæmt FS voru þær íbúðir teknar úr leigu ásamt því að fylgst var vel með rakastigi allra íbúðanna. FS höfðaði mál á hendur þeim sem sáu um byggingu húsanna en málið er enn opið. Rebekka segir að allir sem bjuggu í íbúðum þar sem raki mældist yfir mörkum hafi verið upplýstir og að öryggis þeirra hafi verið gætt. „Við höfum lagt áherslu á að gæta öryggis íbúanna, að upplýsa þá sem best og taka svo hvert einasta mál fyrir og ef það er einhver óánægja, að ræða þá sérstaklega við íbúana,“ segir Rebekka.Rakaskemmdir hafa gert vart við sig í stúdentagörðum á Skógarvegi. Lagfæringar eru hafnar. Fréttablaðið/ErnirRósa Rún Aðalsteinsdóttir bjó ásamt fjölskyldu sinni á Skógarvegi 18 árin 2016-2017. Hún varð vör við „svartar loðnar rákir“ meðfram öllum gluggum í íbúðinni og hafði samband við Félagsstofnun Stúdenta í það minnsta í fjögur skipti til að leita bóta á ástandi íbúðarinnar. Svörin sem hún fékk voru að lofta betur út í íbúðinni. „FS kom svo heim til okkar til þess að athuga með rakastig og ástand íbúðarinnar, sögðu það almennt „tékk“. Ég fékk aldrei neitt út úr þessum mælingum,“ segir Rósa. Hún flutti skömmu síðar þá komin með nóg af ástandinu. „Mér leið aldrei vel þarna inni og við flúðum án þess að fá nokkur svör.“ Íbúðin sem Rósa bjó í hefur staðið tóm frá því um mitt sumar 2017, eða í tæp tvö ár. Í janúar árið 2019 fékk FS leyfi til þess að hefjast handa við framkvæmdir í húsunum á Skógarvegi en leyfi hafði ekki fengist fyrr því dómsmál FS og verktakanna sem sáu um byggingu húsanna er enn opið í dómskerfinu. „Við fengum núna í vetur loksins leyfi til þess að hefjast handa en við vorum búin að taka talsvert af íbúðum úr leigu þar sem að raki mældist þannig að við vildum ekki að fólk byggi í íbúðunum,“ segir Rebekka. Rósa og fjölskylda hennar fengu aldrei upplýsingar um það hvort raki hefði mælst yfir mörkum í íbúðinni en þar sem ekki hefur verið búið í íbúðinni síðastliðin tvö ár segir Rósa að telja megi líklegt að þar hafi verð raki eða mygla. „Það var ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna eftir að ég flyt út að ég tek smá rúnt þarna til að forvitnast og þá sé ég að það er allt plastað og einangrað. Við það varð ég brjáluð. Ég var búin að búa þarna með tvö börn og annað þeirra var þá ungbarn. Ég flutti út tveimur árum áður en framkvæmdir hófust svo ekki er það ástæðan fyrir því að íbúðin hefur staðið tóm.“ Mikil óánægja hefur ríkt á meðal íbúanna á Skógarvegi þrátt fyrir að þeir taki framkvæmdunum fagnandi. Margir tala um að upplýsingaflæði sé ekki gott og reynt hafi verið að hylma yfir alvarleika málsins. Íbúarnir sem Fréttablaðið hafði samband við vildu ekki koma fram undir nafni við gerð fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira