Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2019 19:56 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögreglan sé of fáliðuð, það vanti mannskap í rannsóknir og fé til að þjálfa starfsfólk embættisins. Einn milljarð vanti hið minnsta. Skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra dró upp dökka mynd af glæpastarfsemi hér á landi. Þar er greint frá að umsvif erlendra glæpahópa hafi farið vaxandi, þar á meðal á sviði fíkniefnaviðskipta. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku benti aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra á að ef ekkert verði gert muni starfsemin aukast enn frekar. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna frumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að frekara fjármagn þurfi til löggæslu. Í þættinum Bítinu sagði Helga Vala Helgadóttir skýrsluna gefa til kynna að lögreglan hafi verið fjársvelt: „Það eru færri lögreglumenn að störfum núna en voru fyrir hrun við erum samt með umtalsvert fleiri ferðamenn og fleiri íbúa og miklu erfiðari verkefni í rauninni.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókst á við Helgu Völu um málið og benti á að fjármagn hafi verið aukið til lögreglunnar síðustu ár. „Hins vegar er það það, að lögreglan stjórnar því hvert peningarnir fara. Hvort að við þurfum meiri mannafla eða ekki. Þeir stjórna því. Ég er bara að segja að við höfum talsvert aukið fjármagn í löggæslumál á undanförnum árum og misserum.“ Helga Vala var honum ekki sammála og benti á að þyrla Landhelgisgæslunnar væri reiknuð inn í þá tölu: „Nú skulum við segja satt og ekki satt, þegar Brynjar og hans flokksfélagar tala um aukið fjármagn til löggæslu þá eru þeir með þyrlu til Landhelgisgæslunnar inni í þeirri tölu. Það er bara þannig.“ „Það er þannig, því að þetta er inni í sama menginu í fjárlögum og fjármálaáætlun, þar eru þyrlukaup Landhelgisgæslunnar inni í. Gæslan og lögreglan saman, í sama málaflokki. Ef við horfum á tölurnar þá hefur löggæslumönnum fækkað mjög mikið, um 300 lögreglumenn. Það þarf einn milljarð í innspýtingu til að ná lögreglumönnum upp í þann fjölda sem er ásættanlegur. Það er staðreynd sem ekki er hægt að neita,“ bætti Helga Vala við. Alþingi Bítið Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögreglan sé of fáliðuð, það vanti mannskap í rannsóknir og fé til að þjálfa starfsfólk embættisins. Einn milljarð vanti hið minnsta. Skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra dró upp dökka mynd af glæpastarfsemi hér á landi. Þar er greint frá að umsvif erlendra glæpahópa hafi farið vaxandi, þar á meðal á sviði fíkniefnaviðskipta. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku benti aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra á að ef ekkert verði gert muni starfsemin aukast enn frekar. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna frumkvæðisvinnu. Dómsmálaráðherra segir augljóst að frekara fjármagn þurfi til löggæslu. Í þættinum Bítinu sagði Helga Vala Helgadóttir skýrsluna gefa til kynna að lögreglan hafi verið fjársvelt: „Það eru færri lögreglumenn að störfum núna en voru fyrir hrun við erum samt með umtalsvert fleiri ferðamenn og fleiri íbúa og miklu erfiðari verkefni í rauninni.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókst á við Helgu Völu um málið og benti á að fjármagn hafi verið aukið til lögreglunnar síðustu ár. „Hins vegar er það það, að lögreglan stjórnar því hvert peningarnir fara. Hvort að við þurfum meiri mannafla eða ekki. Þeir stjórna því. Ég er bara að segja að við höfum talsvert aukið fjármagn í löggæslumál á undanförnum árum og misserum.“ Helga Vala var honum ekki sammála og benti á að þyrla Landhelgisgæslunnar væri reiknuð inn í þá tölu: „Nú skulum við segja satt og ekki satt, þegar Brynjar og hans flokksfélagar tala um aukið fjármagn til löggæslu þá eru þeir með þyrlu til Landhelgisgæslunnar inni í þeirri tölu. Það er bara þannig.“ „Það er þannig, því að þetta er inni í sama menginu í fjárlögum og fjármálaáætlun, þar eru þyrlukaup Landhelgisgæslunnar inni í. Gæslan og lögreglan saman, í sama málaflokki. Ef við horfum á tölurnar þá hefur löggæslumönnum fækkað mjög mikið, um 300 lögreglumenn. Það þarf einn milljarð í innspýtingu til að ná lögreglumönnum upp í þann fjölda sem er ásættanlegur. Það er staðreynd sem ekki er hægt að neita,“ bætti Helga Vala við.
Alþingi Bítið Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu. 29. maí 2019 18:30