Vill sjá Raheem Sterling með fyrirliðbandið í úrslitum Þjóðadeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 13:30 Raheem Sterling næsti fyrirliði enska landsliðsins? Sumir vilja sjá það og það strax ísumar. Hér fagnar hann marki með Ross Barkley og fyrirliðunum Jordan Henderson og Harry Kane. Getty/Michael Regan Annað sumarið í röð er enska landsliðið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna langþráðan titil. Úrslit Þjóðadeildarinnar fara fram í þessari viku og enska landsliðið er eitt af fjórum landsliðum sem eiga enn möguleika á því að vinna fyrstu Þjóðadeildina. Fyrir tæpu ári síðan komst enska landsliðið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en varð þá að sætta sig við tap á móti Króatíu. Enska liðið tapaði síðan á móti Belgíu í leiknum um þriðja sætið. Að þessu sinni er það hollenska landsliðið sem stendur í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum og langþráðum úrslitaleik. Draumar enska landsliðsins hafa nokkrum sinnum dáið í undanúrslitum stórmóta en Englendingar hafa ekki spilað til úrslita á slíku móti síðan þeir unnu HM á heimavelli árið 1966. Undanúrslitaleikur Englands og Hollands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið en annað kvöld mætast Portúgal og Sviss í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn. Jason Burt, blaðamaður á Telegraph, vill sjá nýjan mann með fyrirliðaband enska landsliðsins í þessu spennandi verkefni..@JBurtTelegraph column: Raheem Sterling deserves to captain England in the Nations League https://t.co/QlzisWKI29 — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Burt skrifar grein í Telegraph þar sem hann kallar eftir því að Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling fái fyrirliðabandið í stað Harry Kane eða Jordan Henderson. Kane er að koma til baka eftir meiðsli en spilaði allan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Það var einmitt þar sem Jordan Henderson lyfti bikarnum með stóru eyrun eftir sigur Liverpool á Tottenham. Jason Burt vill hvíla Harry Kane í leiknum við Holland og telur síðan betra að Raheem Sterling fái fyrirliðabandið frekar en Jordan Henderson. Burt sér mikil þroskamerki hjá Sterling og vill ýta undir frekari þroska hjá þessum sjalla leikmanni. Raheem Sterling spilar tímamótaleik á móti Hollendingum en það verður hans fimmtugasti landsleikur. Sterling er enn bara 24 ára gamall og er nú kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir að hafa blómstrað undir stjórn Pep Guardiola. Á nýloknu tímabili með Manchester City var Raheem Sterling með 25 mörk og 18 stoðsendingar í 51 leik í öllum keppnum. City liðið vann þrjá af fjórum titlum í boði. Það má alveg halda því fram að Raheem Sterling sé orðin stærsta stjarna enska landsliðsins í dag og Jason Burt vill nú sjá hann sem leiðtoga liðsins. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Sjá meira
Annað sumarið í röð er enska landsliðið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna langþráðan titil. Úrslit Þjóðadeildarinnar fara fram í þessari viku og enska landsliðið er eitt af fjórum landsliðum sem eiga enn möguleika á því að vinna fyrstu Þjóðadeildina. Fyrir tæpu ári síðan komst enska landsliðið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en varð þá að sætta sig við tap á móti Króatíu. Enska liðið tapaði síðan á móti Belgíu í leiknum um þriðja sætið. Að þessu sinni er það hollenska landsliðið sem stendur í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum og langþráðum úrslitaleik. Draumar enska landsliðsins hafa nokkrum sinnum dáið í undanúrslitum stórmóta en Englendingar hafa ekki spilað til úrslita á slíku móti síðan þeir unnu HM á heimavelli árið 1966. Undanúrslitaleikur Englands og Hollands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið en annað kvöld mætast Portúgal og Sviss í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn. Jason Burt, blaðamaður á Telegraph, vill sjá nýjan mann með fyrirliðaband enska landsliðsins í þessu spennandi verkefni..@JBurtTelegraph column: Raheem Sterling deserves to captain England in the Nations League https://t.co/QlzisWKI29 — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Burt skrifar grein í Telegraph þar sem hann kallar eftir því að Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling fái fyrirliðabandið í stað Harry Kane eða Jordan Henderson. Kane er að koma til baka eftir meiðsli en spilaði allan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Það var einmitt þar sem Jordan Henderson lyfti bikarnum með stóru eyrun eftir sigur Liverpool á Tottenham. Jason Burt vill hvíla Harry Kane í leiknum við Holland og telur síðan betra að Raheem Sterling fái fyrirliðabandið frekar en Jordan Henderson. Burt sér mikil þroskamerki hjá Sterling og vill ýta undir frekari þroska hjá þessum sjalla leikmanni. Raheem Sterling spilar tímamótaleik á móti Hollendingum en það verður hans fimmtugasti landsleikur. Sterling er enn bara 24 ára gamall og er nú kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir að hafa blómstrað undir stjórn Pep Guardiola. Á nýloknu tímabili með Manchester City var Raheem Sterling með 25 mörk og 18 stoðsendingar í 51 leik í öllum keppnum. City liðið vann þrjá af fjórum titlum í boði. Það má alveg halda því fram að Raheem Sterling sé orðin stærsta stjarna enska landsliðsins í dag og Jason Burt vill nú sjá hann sem leiðtoga liðsins.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Sjá meira